Enski boltinn

Isak dýrastur í sögu ensku úr­vals­deildarinnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Isak er mættur í rautt.
Isak er mættur í rautt. Liverpool

Englandsmeistarar Liverpool hafa formlega tilkynnt Alexander Isak sem nýjasta leikmann félagsins. Sænski landsliðsmaðurinn kostar 125 milljónir punda, nærri 21 milljarð íslenskra króna. Er hann nú dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Sænski landsliðsmaðurinn kostar 125 milljónir punda, nærri 21 milljarð íslenskra króna. Er hann nú dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hinn 25 ára gamli Isak skrifar undir sex ára samning og mun klæðast treyju númer 9 hjá félaginu.

Ekki er langt síðan Liverpool gerði Florian Wirtz að dýrasta leikmanni í sögu enska boltans en það met stóð stutt. Það verður ekki annað sagt en að Englandsmeistararnir ætli sér að gera allt sem þeir geta til að verja titilinn. 

„Mér líður frábærlega. Vegferðin hingað hefur verið löng en ég er virkilega ánægður með að vera orðinn hluti af þessu liði, þessu félagi og öllu því sem það stendur fyrir. Þetta fyllir mig stolti og ég er virkilega spenntur,“ sagði Isak eftir að skiptin voru gengin í gegn.

„Er ánægður að þetta sé frágengið og að ég geti hafist handa. Hlakka til að hitta liðsfélaga mína og allt stuðningsfólkið,“ sagði hann einnig.

Isak kemur frá Newcastle United þar sem hann hefur verið undanfarin þrjú ár. Alls lék hann 109 leiki fyrir Newcastle, skoraði 62 mörk og gaf 11 stoðsendingar. Þar áður lék hann fyrir Real Sociedad á Spáni. 

Liverpool hefur hafið titilvörnina af krafti og unnið fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu.


Tengdar fréttir

Guéhi ekki til Liver­pool

Sky Sports greinir frá því að Marc Guéhi muni ekki ganga til liðs við Englandsmeistara Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×