Enski boltinn

Guéhi ekki til Liver­pool

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Áfram hjá Palace.
Áfram hjá Palace. EPA/ANDY RAIN

Sky Sports greinir frá því að Marc Guéhi muni ekki ganga til liðs við Englandsmeistara Liverpool.

Það fór ekkert á milli mála að Liverpool vildi fá hinn 25 ára gamla Guéhi í sínar raðir. Palace var tilbúið að selja fyrirliða sinn þar sem hann á aðeins ár eftir af samningi sínum.

Þar sem ekki tókst að finna eftirmann Guéhi virðist vera sem Palace hafi ákveðið að halda í fyrirliða sinn og eiga frekar á hættu að missa hann frítt næsta sumar.

Guéhi ólst upp hjá Chelsea en hefur spilað með Palace frá 2021. Þá var hann á láni hjá Swansea City í tvö tímabil.

Miðvörðurinn hefur spilað 23 A-landsleiki fyrir England síðan hann lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×