Fótbolti

Rúnar Þór til Ís­lendingaliðs Sönderjyske

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rúnar Þór er mættur til Danmerkur.
Rúnar Þór er mættur til Danmerkur. Sönderjyske

Rúnar Þór Sigurgeirsson er genginn í raðir danska efstu deildarliðsins Sönderjyske frá Willem II í Hollandi. Skrifar vinstri bakvörðurinn undir samning til ársins 2029.

Sönderjyske staðfesti tíðindin á vefsíðu sinni skömmu áður en félagaskiptiglugginn lokaði í dag, mánudag. Í yfirlýsingu félagsins segir að Rúnar Þór hafi verið ofarlega á lista yfir þá leikmenn sem gætu styrkt varnarlínu liðsins.

Þar segir einnig að Íslendingurinn komi með rétta hugarfar og muni því smellpassa inn í það sem félagði stendur fyrir. Fyrir eru þeir Daníel Leó Grétarsson og Kristall Máni Ingason á mála hjá félaginu.

Hinn 25 ára gamli Rúnar Þór á að baki tvo A-landsleiki. Hann er uppalinn í Keflavík en fór þaðan til Öster í Svíþjóð árið 2023. Sama ár samdi hann við Willem II og er nú mættur til Danmerkur.

Sönderjyske er í 5. sæti efstu deildar Danmerkur með 10 stig að loknum sjö umferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×