Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Lovísa Arnardóttir skrifar 1. september 2025 14:32 Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var við æfingu og tekur nú þátt í leitinni. Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslunni barst fyrir hádegi tilkynningu frá flugvél sem var að fljúga yfir Akranes á leið á Keflavíkurflugvöll um að það hafi heyrst í neyðarsendi. Engrar flugvélar eða báts er saknað en Landhelgisgæslan hefur þó kallað út sjóbjörgunarsveitir á vegum Landsbjargar sem eru nú við leit við Akranes. Líklega er um neyðarsendi í eldri bát að ræða. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar tekur einnig þátt í leitinni. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir engrar flugvélar eða báts saknað eins og er . Engu að síður sé þörf á að kanna hvað sé í gangi. „Verkefnið er að reyna að miða út þetta hljóð, hvar sendirinn er og af hverju hann sendir frá sér og af hverju það heyrðist í honum þarna. Enn sem komið er hefur ekki fundist skýring á því. Það er ekki hægt að segja til um það hvað verkefnið tekur langan tíma en vonandi tekst að finna góða skýringu á því og það innan skamms tíma,“ segir Ásgeir. Hann segir óljóst hvaðan neyðarboðið hafi komið en tíðnin sem sendirinn sendi út á sé á ákveðinni tíðni sem bendi til þess að sendirinn sé á eldri gúmmíbát eða björgunarbát. „Þessi sendir er á ákveðinni tíðni og það bendir til þess að þetta sé eldri sendir á gúmmíbát eða björgunarbát. Sendar á nýrri bátum eða flugvélum, eða jafnvel persónulegir sendar fólks, senda boð í gervihnött með staðsetningu. Þannig við vitum að þetta er eldri sendir í ljósi þess á hvaða tíðni hann sendir á. En engu að síður þá er verið að reyna að miða hann út.“ Hefur gerst áður Hann segir þetta hafa gerst áður og þá einnig nærri Akranesi. „Alltaf þegar það kemur svona tilkynning þarf að gæta að fyllsta öryggi. Það er ekki svo langt síðan Landhelgisgæslan fékk skilaboð um neyðarsendi nærri Akranesi og í því tilfelli hafði óvart kviknað á neyðarsendi báts sem var inni í skýli eða geymslu. Þegar svona er þarf að hefja eftirgrennslan til að kanna hvað er þarna á ferðinni og því er æfing þyrlunnar nýtt í þetta núna ásamt því að björgunarsveitir hafa verið að reyna að miða hljóðið út.“ Akranes Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Náðu manninum úr sjónum Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar tekur einnig þátt í leitinni. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir engrar flugvélar eða báts saknað eins og er . Engu að síður sé þörf á að kanna hvað sé í gangi. „Verkefnið er að reyna að miða út þetta hljóð, hvar sendirinn er og af hverju hann sendir frá sér og af hverju það heyrðist í honum þarna. Enn sem komið er hefur ekki fundist skýring á því. Það er ekki hægt að segja til um það hvað verkefnið tekur langan tíma en vonandi tekst að finna góða skýringu á því og það innan skamms tíma,“ segir Ásgeir. Hann segir óljóst hvaðan neyðarboðið hafi komið en tíðnin sem sendirinn sendi út á sé á ákveðinni tíðni sem bendi til þess að sendirinn sé á eldri gúmmíbát eða björgunarbát. „Þessi sendir er á ákveðinni tíðni og það bendir til þess að þetta sé eldri sendir á gúmmíbát eða björgunarbát. Sendar á nýrri bátum eða flugvélum, eða jafnvel persónulegir sendar fólks, senda boð í gervihnött með staðsetningu. Þannig við vitum að þetta er eldri sendir í ljósi þess á hvaða tíðni hann sendir á. En engu að síður þá er verið að reyna að miða hann út.“ Hefur gerst áður Hann segir þetta hafa gerst áður og þá einnig nærri Akranesi. „Alltaf þegar það kemur svona tilkynning þarf að gæta að fyllsta öryggi. Það er ekki svo langt síðan Landhelgisgæslan fékk skilaboð um neyðarsendi nærri Akranesi og í því tilfelli hafði óvart kviknað á neyðarsendi báts sem var inni í skýli eða geymslu. Þegar svona er þarf að hefja eftirgrennslan til að kanna hvað er þarna á ferðinni og því er æfing þyrlunnar nýtt í þetta núna ásamt því að björgunarsveitir hafa verið að reyna að miða hljóðið út.“
Akranes Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Náðu manninum úr sjónum Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira