Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. september 2025 10:35 Guðmundur Emil minntist vinkonu sinnar, Bríetar Irmu, sem féll fyrir eigin hendi í ágúst, aðeins 24 ára gömul. Eftir að hafa hlaupið heilt maraþon berfættur á Menningarnótt hljóp Guðmundur Emil Jóhannsson, betur þekktur sem Gummi Emil, aftur heilt maraþon á tánum í gær. Gummi minntist tveggja vina í kjölfar hlaupsins og segir mikilvægt að fólki tali um tilfinningar sínar. Gummi vakti mikla athygli í Reykjavíkurmaraþoninu þegar hann hljóp 42,5 kílómetra á tánum og kom með síðustu hlaupurum í mark með blóðugar og illa farnar tær 23. ágúst síðastliðinn. Að hlaupa maraþon er afrek út af fyrir sig og hvað þá á tánum. En það var ekki nóg fyrir Gumma sem fór aftur heilt maraþon á tánum í gær, 31. ágúst, aðeins átta dögum síðar og stórbætti tíma sinn. Gummi sýndi frá hlaupinu hálfpartinn í beinni á Instagram og birti síðan Instagram-færslu um hlaupið. Þar sagðist hann hafa hlaupið annað maraþon berfættur til að sýna fólki hvað mannslíkaminn er sterkur. „Ef ég gat hlaupið þetta berfættur 42km tvisvar, þá getið þið ansi fokking margt,“ skrifaði hann í færslunni. „Margir sem misskilja mig og minn boðskap, fyrst og fremst er ég mættur hér á þessa jörð til að þjóna og hjálpa, og ef einhver biður mig um eitthvað geri ég mitt allra besta við að hjálpa til. Mig langar að minna ykkur á að Jesú Kristur er inní ykkur og ást er eina tilfinningin, allt annað er blekking,“ skrifaði hann. Þá minntist Gummi tveggja vina sem hann hafði misst. „Ég reyndar grét nóg í dag en vinkona mín Bríet Irma lést í vikunni, ein yndislegasta manneskja sem ég hef hitt, blessuð sé minning hennar. Eitt ár síðan einn af mínum bestu vinum dó, Ómar Hrafn - án hans hefði ég aldrei orðið svona sterkur - hann hjálpaði mér að brjóta múra í hausnum,“ skrifar Gummi. Sjá einnig: „Erfið stund en mikilvæg“ „Ég hef sjálfur gengið í gegnum dimma dali og lífið er ekki alltaf dans á rósum - en það mikilvægasta sem við höfum er fjölskylda og góðir vinir - það er svo mikilvægt að tjá sig, tala um tilfinningar og segja frá hugsunum og skrifa, syngja, hugleiða.“ Fréttastofa náði tali af Gumma eftir gærkvöldið og spurði hann aðeins út í hlaupið. „Ofhugsun og kvíði“ Hvað kom til að þú ákvaðst að fara berfættur í Reykjavíkurmaraþonið? „Ég vildi ,challengea' mig, hef hlaupið 42 kílómetra áður 2019, það var of létt, vildi gera þetta erfiðara. Ég þarf alltaf að vera að með eitthvað ,challenge' í gangi, ég keppti í fitness til dæmis 2016 þegar ég var í Verzló, þá vaknaði maður fimm alla morgna og æfði tvisvar á dag. Og keppti í fitness 2021 á Arnold Classic og Íslandsmóti. Þannig ég er keppnismaður og keppi við sjálfan mig.“ Var eitthvað sem kom á óvart í hlaupinu? „Kom mér á óvart hvað fólk er bara yndislegt og hvað mannslíkaminn er sterkur.“ Guðmundur nýtti sér grasið óspart enda mun þægilegra að hlaupa berfættur á því en malbiki. Þú óskaðir eftir hjúkrunarfræðingi á miðlunum eftir hlaupið. Fékkstu einhverja aðhlynningu? „Ég setti í story hvort einhver hjúkrunarfræðingur gæti tjékkað á þessu en það var ofhugsun og kvíði, það var ekkert að. Við erum ekki hugsanir okkar. En ég er að æfa mig í að taka eftir hugsunum en ekki festast í þeim. Hugleiðsla er algjört lykilatriði fyrir mig til að fúnkera í daglegu lífi, alltaf amk þrjá mínútur, helst tuttugu mínútur en alltaf að minnsta kosti þrjár, stöðugleiki.“ Voru fæturnir fljótir að gróa? „Fæturnir gróa mjög hratt með réttu fæði en ég borða mikið kjöt frá Kjötbúðinni Grensásvegi og lífræna gríska jógúrt frá Biobu. Svo eru sardínur lífsnauðsynlegar fyrir frumurnar okkar, mikið Omega3 og DHA, feitur fiskur eða þorskalifur er lífsnauðsynlegt og ég finn það hjálpar með skapið, mér líður betur andlega og líkamlega ef ég borða þetta.“ Ekki nógu sáttur með fyrra hlaupið Af hverju ákvaðstu að hlaupa aftur? „Ákvað að hlaupa aftur því ég var ekki nógu sáttur með hitt hlaupið, ég mætti alltof seint í það þess vegna var ég dæmdur úr leik.“ Gummi snarbætti tíma sinn um sirka hálftíma. Ég sá að þú talaðir um að þú hefðir ofhugsað fyrra hlaupið, hvernig þá? „Ofhugsaði bara að ég væri að fá sýkingu eða eitthvað svoleiðis.“ Eru menn komnir með hlaupabakteríuna? „Fékk hlaupabakteríuna 2019 en þetta er nú ekki það besta fyrir líkamann, framundan eru bara fjallgöngur, lyftingar úti og inni.“ Hvað er næst á dagskrá? „Framundan er þjálfa þjálfa þjálfa allan daginn, og svo gigga um helgar en ég er tónlistarmaður og einn besti performer á landinu. Er að fara gefa út plötu í október,“ segir Gummi að lokum. Hlaup Geðheilbrigði Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fleiri fréttir „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Sjá meira
Gummi vakti mikla athygli í Reykjavíkurmaraþoninu þegar hann hljóp 42,5 kílómetra á tánum og kom með síðustu hlaupurum í mark með blóðugar og illa farnar tær 23. ágúst síðastliðinn. Að hlaupa maraþon er afrek út af fyrir sig og hvað þá á tánum. En það var ekki nóg fyrir Gumma sem fór aftur heilt maraþon á tánum í gær, 31. ágúst, aðeins átta dögum síðar og stórbætti tíma sinn. Gummi sýndi frá hlaupinu hálfpartinn í beinni á Instagram og birti síðan Instagram-færslu um hlaupið. Þar sagðist hann hafa hlaupið annað maraþon berfættur til að sýna fólki hvað mannslíkaminn er sterkur. „Ef ég gat hlaupið þetta berfættur 42km tvisvar, þá getið þið ansi fokking margt,“ skrifaði hann í færslunni. „Margir sem misskilja mig og minn boðskap, fyrst og fremst er ég mættur hér á þessa jörð til að þjóna og hjálpa, og ef einhver biður mig um eitthvað geri ég mitt allra besta við að hjálpa til. Mig langar að minna ykkur á að Jesú Kristur er inní ykkur og ást er eina tilfinningin, allt annað er blekking,“ skrifaði hann. Þá minntist Gummi tveggja vina sem hann hafði misst. „Ég reyndar grét nóg í dag en vinkona mín Bríet Irma lést í vikunni, ein yndislegasta manneskja sem ég hef hitt, blessuð sé minning hennar. Eitt ár síðan einn af mínum bestu vinum dó, Ómar Hrafn - án hans hefði ég aldrei orðið svona sterkur - hann hjálpaði mér að brjóta múra í hausnum,“ skrifar Gummi. Sjá einnig: „Erfið stund en mikilvæg“ „Ég hef sjálfur gengið í gegnum dimma dali og lífið er ekki alltaf dans á rósum - en það mikilvægasta sem við höfum er fjölskylda og góðir vinir - það er svo mikilvægt að tjá sig, tala um tilfinningar og segja frá hugsunum og skrifa, syngja, hugleiða.“ Fréttastofa náði tali af Gumma eftir gærkvöldið og spurði hann aðeins út í hlaupið. „Ofhugsun og kvíði“ Hvað kom til að þú ákvaðst að fara berfættur í Reykjavíkurmaraþonið? „Ég vildi ,challengea' mig, hef hlaupið 42 kílómetra áður 2019, það var of létt, vildi gera þetta erfiðara. Ég þarf alltaf að vera að með eitthvað ,challenge' í gangi, ég keppti í fitness til dæmis 2016 þegar ég var í Verzló, þá vaknaði maður fimm alla morgna og æfði tvisvar á dag. Og keppti í fitness 2021 á Arnold Classic og Íslandsmóti. Þannig ég er keppnismaður og keppi við sjálfan mig.“ Var eitthvað sem kom á óvart í hlaupinu? „Kom mér á óvart hvað fólk er bara yndislegt og hvað mannslíkaminn er sterkur.“ Guðmundur nýtti sér grasið óspart enda mun þægilegra að hlaupa berfættur á því en malbiki. Þú óskaðir eftir hjúkrunarfræðingi á miðlunum eftir hlaupið. Fékkstu einhverja aðhlynningu? „Ég setti í story hvort einhver hjúkrunarfræðingur gæti tjékkað á þessu en það var ofhugsun og kvíði, það var ekkert að. Við erum ekki hugsanir okkar. En ég er að æfa mig í að taka eftir hugsunum en ekki festast í þeim. Hugleiðsla er algjört lykilatriði fyrir mig til að fúnkera í daglegu lífi, alltaf amk þrjá mínútur, helst tuttugu mínútur en alltaf að minnsta kosti þrjár, stöðugleiki.“ Voru fæturnir fljótir að gróa? „Fæturnir gróa mjög hratt með réttu fæði en ég borða mikið kjöt frá Kjötbúðinni Grensásvegi og lífræna gríska jógúrt frá Biobu. Svo eru sardínur lífsnauðsynlegar fyrir frumurnar okkar, mikið Omega3 og DHA, feitur fiskur eða þorskalifur er lífsnauðsynlegt og ég finn það hjálpar með skapið, mér líður betur andlega og líkamlega ef ég borða þetta.“ Ekki nógu sáttur með fyrra hlaupið Af hverju ákvaðstu að hlaupa aftur? „Ákvað að hlaupa aftur því ég var ekki nógu sáttur með hitt hlaupið, ég mætti alltof seint í það þess vegna var ég dæmdur úr leik.“ Gummi snarbætti tíma sinn um sirka hálftíma. Ég sá að þú talaðir um að þú hefðir ofhugsað fyrra hlaupið, hvernig þá? „Ofhugsaði bara að ég væri að fá sýkingu eða eitthvað svoleiðis.“ Eru menn komnir með hlaupabakteríuna? „Fékk hlaupabakteríuna 2019 en þetta er nú ekki það besta fyrir líkamann, framundan eru bara fjallgöngur, lyftingar úti og inni.“ Hvað er næst á dagskrá? „Framundan er þjálfa þjálfa þjálfa allan daginn, og svo gigga um helgar en ég er tónlistarmaður og einn besti performer á landinu. Er að fara gefa út plötu í október,“ segir Gummi að lokum.
Hlaup Geðheilbrigði Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fleiri fréttir „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Sjá meira