Viðskipti innlent

Tuttugu manns sagt upp hjá Play

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Talsverðum fjölda íslenskra starfsmanna fyrirtækisins hefur verið sagt upp vegna rekstrarbreytinga.
Talsverðum fjölda íslenskra starfsmanna fyrirtækisins hefur verið sagt upp vegna rekstrarbreytinga. Vísir/Vilhelm

Tuttugu starfsmönnum flugfélagsins Play hefur verið sagt upp. Uppsagnirnar taka til starfsmanna þvert á fyrirtækið.

Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Það hefur eftir Birgi Olgeirssyni að uppsagnirnar séu tilkomnar vegna fækkunar farþegaþotna úr tíu í fjórar. Þá verði sex vélar í útleigu.

Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins verður vægi skrifstofa fyrirtækisins í Litháen og á Möltu aukið. Breytingar á starfsmannahaldi fylgi í kjölfarið þó skriftstofa verði áfram rekin á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×