Handbolti

Ís­lensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Díana Dögg Magnúsdóttir nýtti skotin sín vel í dag.
Díana Dögg Magnúsdóttir nýtti skotin sín vel í dag. EPA/Beate Oma Dahle

Íslendingaliðið Blomberg-Lippe vann mjög öruggan heimasigur í fyrstu umferðinni í þýsku bundesligunni í handbolta í dag.

Blomberg-Lippe vann þá 31-26 sigur á Buxtehuder SV eftir að hafa verið 14-7 yfir í hálfleik.

Íslensku landsliðskonurnar voru allar að skila sínu en alls voru íslensku mörkin tíu talsins.

Díana Dögg Magnúsdóttir var með fimm mörk úr sex skotum.

Andrea Jacobsen bætti við þremur mörkum úr fimm skotum og var einnig með tvær stoðsendingar.

Elín Rósa Magnúsdóttir var síðan með tvö mörk úr þremur skotum og eina stoðsendingu. Elín Rósa var þarna að spila sinn fyrsta deildarleik í Þýskalandi eftir að hafa yfirgefið Val í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×