„Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. ágúst 2025 22:56 Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, og Sigríður Mogensen er sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Vísir/Samsett Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segist furðu lostin yfir ummælum Guðmundar Arnars Sigmundssonar, forstöðumanns netöryggissveitarinnar CERT-IS, um að Ísland sé útsett fyrir rafmyntaþvott glæpamanna. Ummælin séu óábyrgð af hálfu starfsmanns hins opinbera og ekki á rökum reist. Guðmundur Arnar, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, sagði í kvöldfréttum Sýnar að íslenska lagaumgjörðin, eftirlitsleysi og ódýr raforka geri Ísland að aðlaðandi kosti fyrir glæpamenn sem vilja þvætta illa fenginn gróða. „Það er náttúrulega ódýr orka hér, auðvelt aðgengi að gagnaverum. Mikil tæknileg geta. Það er boðið upp á góða innviði til þess að stunda svona námugröft í þessum rafmyntaheimi. Það er ekki nein sérstök löggjöf sem tekur á námugreftri í íslenskum gagnaverum og þeir sem reka gagnaverin eru ekkert endilega meðvitaðir um það sem fer fram inn í kerfunum sjálfum,“ sagði hann meðal annars. Raforkuverð jafnvel hærra hér en annars staðar Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, hafnar þessum fullyrðingum algjörlega. Þau fari víðast hvar á skjön við sannleikann, byggi á gömlum mýtum og séu til þess fallin að sverta orðstír mikilvægra fyrirtækja sem skili milljörðum í útflutningstekjur. Öll íslensk gagnaver lúti sama regluverki og í samanburðarlöndum okkar enda séu þau öll með starfsemi erlendis. Strangar kröfur séu gerðar á starfsemina og viðskiptavini sem fari allir í gegnum ítarlegt rýniferli. „Einnig viljum við sérstaklega taka það fram að ummæli Guðmundar Arnars um raforkuverð hér á landi eru ekki sannleikanum samkvæm. Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði. Þarna er um að ræða einhverja tíu, tuttugu ára gamla mýtu um að hér sé seld ódýr orka,“ segir Sigríður. Hún segir að ef allt sé tekið með í reikninginn greiði gagnaver hátt verð fyrir sína raforku sé miðað við aðrar atvinnugreinar. Þar að auki geti verðið á raforku verið hærra á Íslandi en í samanburðar- og samkeppnislöndum okkar, þegar öllu er á botninn hvolft. „Gagnaverin þrjú sem starfa bæði á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum þekkja það einna best enda eru þau að kaupa raforku bæði á Íslandi og annars staðar,“ segir hún. Sambærilegt regluverk Sigríður segir jafnframt að regluverk um gagnaversiðnaðinn á Íslandi sé sambærilegt því sem sé í gildi í Noregi og öðrum ríkjum evrópska efnahagssvæðisins. Alltaf megi gott bæta en íslensk gagnaver starfi í samræmi við evrópskt regluverk og séu í eigu evrópskra fjárfesta sem geri ríkar kröfur til sinna fjárfestinga og viðskiptavina. „Um er að ræða gríðarlega flott og mikilvæg fyrirtæki fyrir íslenskt hagkerfi sem skapa tugi milljarða í útflutningstekjur fyrir Ísland, verðmæt þekkingar- og tæknistörf. Við erum í raun bara mjög slegin yfir ummælum forstöðumanns netöryggissveitarinnar um þessa grein í heild sinni.“ Ummælin óábyrg Sigríður segir Guðmund Arnar einnig hafa farið með rangt mál í viðtali sínu í Reykjavík síðdegis fyrr í dag en þar sagði hann auðvelt aðgengi að tölvugetu í íslenskum gagnaverum gera Ísland fýsilegan kost peningaþvættara. Þessu hafnar Sigríður. „Íslenskur gagnaversiðnaður er í raun alþjóðlegur. Gagnaverin eru öll með starfsemi í öðrum löndum og það er ekkert öðruvísi farið hér á Íslandi en annars staðar, til dæmis í Svíþjóð, Danmörku eða Finnlandi,“ segir hún. „Við teljum þetta óábyrg ummæli af hálfu opinbers starfsmanns.“ Athugasemd ritstjórnar: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að netöryggissveitin CERT-IS heyrði undir Fjarskiptastofu. Hið rétta er að hún heyrir nú undir utanríkisráðuneytið í kjölfar breytinga á varnarmálalögum í sumar. Rafmyntir Netöryggi Netglæpir Tækni Orkumál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Sjá meira
Guðmundur Arnar, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, sagði í kvöldfréttum Sýnar að íslenska lagaumgjörðin, eftirlitsleysi og ódýr raforka geri Ísland að aðlaðandi kosti fyrir glæpamenn sem vilja þvætta illa fenginn gróða. „Það er náttúrulega ódýr orka hér, auðvelt aðgengi að gagnaverum. Mikil tæknileg geta. Það er boðið upp á góða innviði til þess að stunda svona námugröft í þessum rafmyntaheimi. Það er ekki nein sérstök löggjöf sem tekur á námugreftri í íslenskum gagnaverum og þeir sem reka gagnaverin eru ekkert endilega meðvitaðir um það sem fer fram inn í kerfunum sjálfum,“ sagði hann meðal annars. Raforkuverð jafnvel hærra hér en annars staðar Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, hafnar þessum fullyrðingum algjörlega. Þau fari víðast hvar á skjön við sannleikann, byggi á gömlum mýtum og séu til þess fallin að sverta orðstír mikilvægra fyrirtækja sem skili milljörðum í útflutningstekjur. Öll íslensk gagnaver lúti sama regluverki og í samanburðarlöndum okkar enda séu þau öll með starfsemi erlendis. Strangar kröfur séu gerðar á starfsemina og viðskiptavini sem fari allir í gegnum ítarlegt rýniferli. „Einnig viljum við sérstaklega taka það fram að ummæli Guðmundar Arnars um raforkuverð hér á landi eru ekki sannleikanum samkvæm. Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði. Þarna er um að ræða einhverja tíu, tuttugu ára gamla mýtu um að hér sé seld ódýr orka,“ segir Sigríður. Hún segir að ef allt sé tekið með í reikninginn greiði gagnaver hátt verð fyrir sína raforku sé miðað við aðrar atvinnugreinar. Þar að auki geti verðið á raforku verið hærra á Íslandi en í samanburðar- og samkeppnislöndum okkar, þegar öllu er á botninn hvolft. „Gagnaverin þrjú sem starfa bæði á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum þekkja það einna best enda eru þau að kaupa raforku bæði á Íslandi og annars staðar,“ segir hún. Sambærilegt regluverk Sigríður segir jafnframt að regluverk um gagnaversiðnaðinn á Íslandi sé sambærilegt því sem sé í gildi í Noregi og öðrum ríkjum evrópska efnahagssvæðisins. Alltaf megi gott bæta en íslensk gagnaver starfi í samræmi við evrópskt regluverk og séu í eigu evrópskra fjárfesta sem geri ríkar kröfur til sinna fjárfestinga og viðskiptavina. „Um er að ræða gríðarlega flott og mikilvæg fyrirtæki fyrir íslenskt hagkerfi sem skapa tugi milljarða í útflutningstekjur fyrir Ísland, verðmæt þekkingar- og tæknistörf. Við erum í raun bara mjög slegin yfir ummælum forstöðumanns netöryggissveitarinnar um þessa grein í heild sinni.“ Ummælin óábyrg Sigríður segir Guðmund Arnar einnig hafa farið með rangt mál í viðtali sínu í Reykjavík síðdegis fyrr í dag en þar sagði hann auðvelt aðgengi að tölvugetu í íslenskum gagnaverum gera Ísland fýsilegan kost peningaþvættara. Þessu hafnar Sigríður. „Íslenskur gagnaversiðnaður er í raun alþjóðlegur. Gagnaverin eru öll með starfsemi í öðrum löndum og það er ekkert öðruvísi farið hér á Íslandi en annars staðar, til dæmis í Svíþjóð, Danmörku eða Finnlandi,“ segir hún. „Við teljum þetta óábyrg ummæli af hálfu opinbers starfsmanns.“ Athugasemd ritstjórnar: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að netöryggissveitin CERT-IS heyrði undir Fjarskiptastofu. Hið rétta er að hún heyrir nú undir utanríkisráðuneytið í kjölfar breytinga á varnarmálalögum í sumar.
Rafmyntir Netöryggi Netglæpir Tækni Orkumál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Sjá meira