„Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. ágúst 2025 22:56 Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður netöryggissveitar Fjarskiptastofu og Sigríður Mogensen er sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Vísir/Samsett Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segist furðulostin yfir ummælum Guðmundar Arnars Sigmundssonar, forstöðumanns netöryggissveitar Fjarskiptastofnunar um að Ísland sé útsett fyrir rafmyntaþvott glæpamanna. Ummælin séu óábyrgð af hálfu starfsmanns hins opinbera og ekki á rökum reist. Guðmundur Arnar, forstöðumaður netöryggissveitar Fjarskiptastofnunar, sagði í kvöldfréttum Sýnar að íslenska lagaumgjörðin, eftirlitsleysi og ódýr raforka geri Ísland að aðlaðandi kosti fyrir glæpamenn sem vilja þvætta illa fenginn gróða. „Það er náttúrulega ódýr orka hér, auðvelt aðgengi að gagnaverum. Mikil tæknileg geta. Það er boðið upp á góða innviði til þess að stunda svona námugröft í þessum rafmyntaheimi. Það er ekki nein sérstök löggjöf sem tekur á námugreftri í íslenskum gagnaverum og þeir sem reka gagnaverin eru ekkert endilega meðvitaðir um það sem fer fram inn í kerfunum sjálfum,“ sagði hann meðal annars. Raforkuverð jafnvel hærra hér en annars staðar Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, hafnar þessum fullyrðingum algjörlega. Þau fari víðast hvar á skjön við sannleikann, byggi á gömlum mýtum og séu til þess fallin að sverta orðstír mikilvægra fyrirtækja sem skili milljörðum í útflutningstekjur. Öll íslensk gagnaver lúti sama regluverki og í samanburðarlöndum okkar enda séu þau öll með starfsemi erlendis. Strangar kröfur séu gerðar á starfsemina og viðskiptavini sem fari allir í gegnum ítarlegt rýniferli. „Einnig viljum við sérstaklega taka það fram að ummæli Guðmundar Arnars um raforkuverð hér á landi eru ekki sannleikanum samkvæm. Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði. Þarna er um að ræða einhverja tíu, tuttugu ára gamla mýtu um að hér sé seld ódýr orka,“ segir Sigríður. Hún segir að ef allt sé tekið með í reikninginn greiði gagnaver hátt verð fyrir sína raforku sé miðað við aðrar atvinnugreinar. Þar að auki geti verðið á raforku á Íslandi verið hærra á Íslandi en í samanburðar- og samkeppnislöndum okkar, þegar öllu er á botninn hvolft. „Gagnverin þrjú sem starfa bæði á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum þekkja það einna best enda eru þau að kaupa raforku bæði á Íslandi og annars staðar,“ segir hún. Sambærilegt regluverk Sigríður segir jafnframt að regluverk um gagnaversiðnaðinn á Íslandi sé sambærilegt því sem er í gildi í Noregi og öðrum ríkjum evrópska efnahagssvæðisins. Alltaf megi gott bæta en íslensk gagnaver starfi í samræmi við evrópskt regluverk og séu í eigu evrópskra fjárfesta sem geri ríkar kröfur til sinna fjárfestinga og viðskiptavina. „Um er að ræða gríðarlega flott og mikilvæg fyrirtæki fyrir íslenskt hagkerfi sem skapa 10 milljarða í útflutningstekjur fyrir Ísland, verðmæt þekkingar- og tæknistörf. Við erum í raun bara mjög slegin yfir ummælum forstöðumanns netöryggissveitarinnar um þessa grein í heild sinni.“ Ummælin óábyrg Sigríður segir Guðmund Arnar einnig hafa farið með rangt mál í viðtali sínu í Reykjavík síðdegis fyrr í dag en þar sagði hann auðvelt aðgengi að tölvugetu í íslenskum gagnaverum gera Ísland fýsilegan kost peningaþvættara. Þessu hafnar Sigríður. „Íslenskur gagnaversiðnaður er í raun alþjóðlegur. Gagnaverin eru öll með starfsemi í öðrum löndum og að er ekkert öðruvísi farið hér á Íslandi en annars staðar, til dæmis í Svíþjóð, Danmörku eða Finnlandi,“ segir hún. „Við teljum þetta óábyrg ummæli af hálfu opinbers starfsmanns.“ Rafmyntir Netöryggi Netglæpir Tækni Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Guðmundur Arnar, forstöðumaður netöryggissveitar Fjarskiptastofnunar, sagði í kvöldfréttum Sýnar að íslenska lagaumgjörðin, eftirlitsleysi og ódýr raforka geri Ísland að aðlaðandi kosti fyrir glæpamenn sem vilja þvætta illa fenginn gróða. „Það er náttúrulega ódýr orka hér, auðvelt aðgengi að gagnaverum. Mikil tæknileg geta. Það er boðið upp á góða innviði til þess að stunda svona námugröft í þessum rafmyntaheimi. Það er ekki nein sérstök löggjöf sem tekur á námugreftri í íslenskum gagnaverum og þeir sem reka gagnaverin eru ekkert endilega meðvitaðir um það sem fer fram inn í kerfunum sjálfum,“ sagði hann meðal annars. Raforkuverð jafnvel hærra hér en annars staðar Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, hafnar þessum fullyrðingum algjörlega. Þau fari víðast hvar á skjön við sannleikann, byggi á gömlum mýtum og séu til þess fallin að sverta orðstír mikilvægra fyrirtækja sem skili milljörðum í útflutningstekjur. Öll íslensk gagnaver lúti sama regluverki og í samanburðarlöndum okkar enda séu þau öll með starfsemi erlendis. Strangar kröfur séu gerðar á starfsemina og viðskiptavini sem fari allir í gegnum ítarlegt rýniferli. „Einnig viljum við sérstaklega taka það fram að ummæli Guðmundar Arnars um raforkuverð hér á landi eru ekki sannleikanum samkvæm. Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði. Þarna er um að ræða einhverja tíu, tuttugu ára gamla mýtu um að hér sé seld ódýr orka,“ segir Sigríður. Hún segir að ef allt sé tekið með í reikninginn greiði gagnaver hátt verð fyrir sína raforku sé miðað við aðrar atvinnugreinar. Þar að auki geti verðið á raforku á Íslandi verið hærra á Íslandi en í samanburðar- og samkeppnislöndum okkar, þegar öllu er á botninn hvolft. „Gagnverin þrjú sem starfa bæði á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum þekkja það einna best enda eru þau að kaupa raforku bæði á Íslandi og annars staðar,“ segir hún. Sambærilegt regluverk Sigríður segir jafnframt að regluverk um gagnaversiðnaðinn á Íslandi sé sambærilegt því sem er í gildi í Noregi og öðrum ríkjum evrópska efnahagssvæðisins. Alltaf megi gott bæta en íslensk gagnaver starfi í samræmi við evrópskt regluverk og séu í eigu evrópskra fjárfesta sem geri ríkar kröfur til sinna fjárfestinga og viðskiptavina. „Um er að ræða gríðarlega flott og mikilvæg fyrirtæki fyrir íslenskt hagkerfi sem skapa 10 milljarða í útflutningstekjur fyrir Ísland, verðmæt þekkingar- og tæknistörf. Við erum í raun bara mjög slegin yfir ummælum forstöðumanns netöryggissveitarinnar um þessa grein í heild sinni.“ Ummælin óábyrg Sigríður segir Guðmund Arnar einnig hafa farið með rangt mál í viðtali sínu í Reykjavík síðdegis fyrr í dag en þar sagði hann auðvelt aðgengi að tölvugetu í íslenskum gagnaverum gera Ísland fýsilegan kost peningaþvættara. Þessu hafnar Sigríður. „Íslenskur gagnaversiðnaður er í raun alþjóðlegur. Gagnaverin eru öll með starfsemi í öðrum löndum og að er ekkert öðruvísi farið hér á Íslandi en annars staðar, til dæmis í Svíþjóð, Danmörku eða Finnlandi,“ segir hún. „Við teljum þetta óábyrg ummæli af hálfu opinbers starfsmanns.“
Rafmyntir Netöryggi Netglæpir Tækni Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira