„Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. ágúst 2025 22:02 Björn Gunnlaugsson, skólastjóri í Laugarnesskóla, segir símanotkun ekki vandamál meðal barna í Laugarnesskóla. Í skólanum eru börn í 1. til 6. bekk. Vísir/Bjarni Mennta- og barnamálaráðherra segir samræmdar reglur um símabann í grunnskólum í mótun. Skólastjóri telur að stjórnvöld eigi að snúa sér að brýnni málum og hvetur þau til að hætta vitleysunni. Fyrrverandi mennta-og barnamálaráðherra boðaði símabann í öllum grunnskólum landsins í febrúar á þessu ári. Áform um breytingar á lögum um grunnskóla varðandi snjalltæki voru svo kynnt í Samráðgátt stjórnvalda í sumar þar sem kom fram að samræma eigi reglur um tækin . Fimm skiluðu umsögnum í samráðsgátt. Í umsögn Barnaheilla kom til dæmis fram að miðlægt símabann sé ekki líklegt til að skila mestum árangri. En í könnun sem umboðsmaður barna gerði í fyrra kom í ljós að símar eru bannaðir í um helmingi grunnskóla. Núverandi mennta-og barnamálaráðherra segir verið að kanna hvernig eigi að útfæra samræmda símabannið. Samstarf við forseta „Útbúa reglur um þetta, hvernig bannið á að vera og hvernig á að nýta tæki eins og spjaldtæki í kennslu. Þetta er allt í skoðun núna,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Hann stefnir á samstarf við forseta Íslands í málaflokknum. „Við ætlum í samstarf við forsetinn með að ræða við krakkanna um samfélagsmiðlanna og hættuna þar. En það eru ekki allir jafn hrifnir af þessari stefnu og Björn Gunnlaugsson, skólastjóri í Laugarnesskóla, er einn þeirra. Hann segir kennara ekki í neinum vandræðum með símanotkun nemenda. Hann segir stjórnvöld á rangri leið. „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki að beita líkamsleit eða málmleitartækjum til að kanna og sanna að nemandi sé ekki með síma á sér. Það sem mér finnst að ætti að gerast næst væri að menn hættu þessari vitleysu. Það eru mun fleiri aðkallandi verkefni í skólakerfinu en að fólk sé með síma á sér.“ Símanotkun barna Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Vanda Sigurgeirsdóttir lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands og fyrrum formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir meira agaleysi meðal barna og minni samkennd. Það hafi alvarleg áhrif á möguleika þeirra til að læra. 26. ágúst 2025 09:09 Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Doktor í sálfræði segir aukningu í svefnvanda meðal ungs fólks hér á landi. Til að mynda nái minna en helmingur framhaldsskólanema ráðlögðum svefni. Skjánotkun spili þar inn í og sé vandamál hjá ungum sem öldnum. Tónlistarmaðurinn Mugison lýsir í leið gjörbreytingu á líðan sinni eftir að hann skildi símann eftir utan svefnherbergisins. 18. júlí 2025 11:02 Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir kjarasamningsviðræður kennara sem nú standa yfir þær dýrmætustu fyrr og síðar. Staðan í skólunum sé orðin óboðleg og álagið gífurlegt. Börn beiti miklu ofbeldi og það sé mikið agaleysi. 21. janúar 2025 09:38 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Fyrrverandi mennta-og barnamálaráðherra boðaði símabann í öllum grunnskólum landsins í febrúar á þessu ári. Áform um breytingar á lögum um grunnskóla varðandi snjalltæki voru svo kynnt í Samráðgátt stjórnvalda í sumar þar sem kom fram að samræma eigi reglur um tækin . Fimm skiluðu umsögnum í samráðsgátt. Í umsögn Barnaheilla kom til dæmis fram að miðlægt símabann sé ekki líklegt til að skila mestum árangri. En í könnun sem umboðsmaður barna gerði í fyrra kom í ljós að símar eru bannaðir í um helmingi grunnskóla. Núverandi mennta-og barnamálaráðherra segir verið að kanna hvernig eigi að útfæra samræmda símabannið. Samstarf við forseta „Útbúa reglur um þetta, hvernig bannið á að vera og hvernig á að nýta tæki eins og spjaldtæki í kennslu. Þetta er allt í skoðun núna,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Hann stefnir á samstarf við forseta Íslands í málaflokknum. „Við ætlum í samstarf við forsetinn með að ræða við krakkanna um samfélagsmiðlanna og hættuna þar. En það eru ekki allir jafn hrifnir af þessari stefnu og Björn Gunnlaugsson, skólastjóri í Laugarnesskóla, er einn þeirra. Hann segir kennara ekki í neinum vandræðum með símanotkun nemenda. Hann segir stjórnvöld á rangri leið. „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki að beita líkamsleit eða málmleitartækjum til að kanna og sanna að nemandi sé ekki með síma á sér. Það sem mér finnst að ætti að gerast næst væri að menn hættu þessari vitleysu. Það eru mun fleiri aðkallandi verkefni í skólakerfinu en að fólk sé með síma á sér.“
Símanotkun barna Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Vanda Sigurgeirsdóttir lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands og fyrrum formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir meira agaleysi meðal barna og minni samkennd. Það hafi alvarleg áhrif á möguleika þeirra til að læra. 26. ágúst 2025 09:09 Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Doktor í sálfræði segir aukningu í svefnvanda meðal ungs fólks hér á landi. Til að mynda nái minna en helmingur framhaldsskólanema ráðlögðum svefni. Skjánotkun spili þar inn í og sé vandamál hjá ungum sem öldnum. Tónlistarmaðurinn Mugison lýsir í leið gjörbreytingu á líðan sinni eftir að hann skildi símann eftir utan svefnherbergisins. 18. júlí 2025 11:02 Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir kjarasamningsviðræður kennara sem nú standa yfir þær dýrmætustu fyrr og síðar. Staðan í skólunum sé orðin óboðleg og álagið gífurlegt. Börn beiti miklu ofbeldi og það sé mikið agaleysi. 21. janúar 2025 09:38 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Vanda Sigurgeirsdóttir lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands og fyrrum formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir meira agaleysi meðal barna og minni samkennd. Það hafi alvarleg áhrif á möguleika þeirra til að læra. 26. ágúst 2025 09:09
Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Doktor í sálfræði segir aukningu í svefnvanda meðal ungs fólks hér á landi. Til að mynda nái minna en helmingur framhaldsskólanema ráðlögðum svefni. Skjánotkun spili þar inn í og sé vandamál hjá ungum sem öldnum. Tónlistarmaðurinn Mugison lýsir í leið gjörbreytingu á líðan sinni eftir að hann skildi símann eftir utan svefnherbergisins. 18. júlí 2025 11:02
Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir kjarasamningsviðræður kennara sem nú standa yfir þær dýrmætustu fyrr og síðar. Staðan í skólunum sé orðin óboðleg og álagið gífurlegt. Börn beiti miklu ofbeldi og það sé mikið agaleysi. 21. janúar 2025 09:38
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?