Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2025 13:26 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hyggst byrja að bora fyrir nýjum jarðgöngum árið 2027. Innviðaráðherra gefur ekkert upp um það hvaða framkvæmd stendur til að ráðast í fyrst, en kveðst ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ávarpaði innviðaþing í morgun þar sem hann sagði eitt af stefnumálum ríkisstjórnarinnar vera að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangnagerð. Engar framkvæmdir hafi verið í málaflokknum í fimm ár. „Ég mun mæla fyrir samgönguáætlun í lok október eða byrjun nóvember og þar mun ég tilkynna forgangsröðun jarðgangna. Eins og ég sagði áðan þá er líklegt að við getum farið í endurbætur á jarðgöngum á næsta ári og hafið jarðgangnagerð á hinu,“ segir Eyjólfur. Fyrsta verkefni ríkisstjórnarinnar sé að ná niður verðbólgu og vaxtastigi í landinu. Þá sé að hefjast greiningarvinna sem stuðst verði við þegar kemur að ákvarðanatöku um framkvæmdir. Hvaða göng verða fyrst á dagskrá? „Ég mun tilkynna það á Alþingi í þingsal í haust þegar ég mæli fyrir samgönguáætlun. Ég mun ekki upplýsa um það áður. Ég mun ekki upplýsa um forgangsröðun áður og ég hef verið spurður að þessu á öllum innviðafundunum um allt land,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur hefur að undanförnu farið um landið og haldið opna fundi í mörgum byggðarlögum um samgöngur- og innviðauppbyggingu. Rúv greindi frá því í gær að á fundi ráðherrans á Egilsstöðum hafi komið fram að Austfirðingar geti ekki gengið að því sem vísu að næstu jarðgöng verði á Austurlandi, og þá komi til greina að breyta forgangsröðun á jarðgöngum innan landshlutans. „Það sem ég var að spyrja eftir á Egilsstöðum var það hver rökin væru fyrir að Fjarðaheiðagöng ættu að vera í forgangi fram yfir Fjarðagöng, hver væru rökin á bak við það, það er það sem ég var að óska eftir. En ég er ekki bundin af fyrri ákvörðun varðandi forgang.“ Ekkert sé ákveðið í þeim efnum sem hann muni gefa upp nú. Það muni skýrast frekar með framlagningu samgönguáætlunar í haust. „Stórframkvæmdirnar fyrir austan sem eru framundan, það er Öxi, það er endurbættur vegur um suðurfirði, það eru Fjarðagöng og það eru Fjarðaheiðargöng. Það eru þessar stóru framkvæmdir þar og svo er það víða um land líka. Það eru Fljótagöng og Súðavíkurgöng og svo framvegis og það er gríðarlegt ákall úti um allt land að við förum í átak í samgöngum,“ segir Eyjólfur. „Við höfum ekki verið að sinna jarðgangnagerð síðan 2020, síðan Dýrafjarðargöngunum var lokið, og það er mjög mikilvægt að við séum að minnsta kosti að grafa ein jarðgöng á hverjum tíma og það er markmið ríkisstjórnarinnar.“ Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Sveitarstjórnarmál Jarðgöng á Íslandi Samgönguáætlun Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ávarpaði innviðaþing í morgun þar sem hann sagði eitt af stefnumálum ríkisstjórnarinnar vera að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangnagerð. Engar framkvæmdir hafi verið í málaflokknum í fimm ár. „Ég mun mæla fyrir samgönguáætlun í lok október eða byrjun nóvember og þar mun ég tilkynna forgangsröðun jarðgangna. Eins og ég sagði áðan þá er líklegt að við getum farið í endurbætur á jarðgöngum á næsta ári og hafið jarðgangnagerð á hinu,“ segir Eyjólfur. Fyrsta verkefni ríkisstjórnarinnar sé að ná niður verðbólgu og vaxtastigi í landinu. Þá sé að hefjast greiningarvinna sem stuðst verði við þegar kemur að ákvarðanatöku um framkvæmdir. Hvaða göng verða fyrst á dagskrá? „Ég mun tilkynna það á Alþingi í þingsal í haust þegar ég mæli fyrir samgönguáætlun. Ég mun ekki upplýsa um það áður. Ég mun ekki upplýsa um forgangsröðun áður og ég hef verið spurður að þessu á öllum innviðafundunum um allt land,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur hefur að undanförnu farið um landið og haldið opna fundi í mörgum byggðarlögum um samgöngur- og innviðauppbyggingu. Rúv greindi frá því í gær að á fundi ráðherrans á Egilsstöðum hafi komið fram að Austfirðingar geti ekki gengið að því sem vísu að næstu jarðgöng verði á Austurlandi, og þá komi til greina að breyta forgangsröðun á jarðgöngum innan landshlutans. „Það sem ég var að spyrja eftir á Egilsstöðum var það hver rökin væru fyrir að Fjarðaheiðagöng ættu að vera í forgangi fram yfir Fjarðagöng, hver væru rökin á bak við það, það er það sem ég var að óska eftir. En ég er ekki bundin af fyrri ákvörðun varðandi forgang.“ Ekkert sé ákveðið í þeim efnum sem hann muni gefa upp nú. Það muni skýrast frekar með framlagningu samgönguáætlunar í haust. „Stórframkvæmdirnar fyrir austan sem eru framundan, það er Öxi, það er endurbættur vegur um suðurfirði, það eru Fjarðagöng og það eru Fjarðaheiðargöng. Það eru þessar stóru framkvæmdir þar og svo er það víða um land líka. Það eru Fljótagöng og Súðavíkurgöng og svo framvegis og það er gríðarlegt ákall úti um allt land að við förum í átak í samgöngum,“ segir Eyjólfur. „Við höfum ekki verið að sinna jarðgangnagerð síðan 2020, síðan Dýrafjarðargöngunum var lokið, og það er mjög mikilvægt að við séum að minnsta kosti að grafa ein jarðgöng á hverjum tíma og það er markmið ríkisstjórnarinnar.“
Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Sveitarstjórnarmál Jarðgöng á Íslandi Samgönguáætlun Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira