Lífið samstarf

Er hárið skemmt eða bara þurrt?

Regalo
Fríða Rut Heimisdóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Regalo ehf, útskýrir hér muninn á þurru hári og skemmdu og gefur góð ráð til að endurheimta heilbrigt hár.
Fríða Rut Heimisdóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Regalo ehf, útskýrir hér muninn á þurru hári og skemmdu og gefur góð ráð til að endurheimta heilbrigt hár.

Auðvelt er að rugla saman þurru hári og skemmdu. Tiltölulega auðvelt er að laga þurrt hár á skömmum tíma með raka og næringu en tíma tekur að byggja upp skemmt hár með markvissri umönnun. Við viljum öll hár sem glansar af heilbrigði en þegar hárið verður þurrt og ómeðfærilegt er auðvelt að grípa til rangra meðferða.

Fríða Rut Heimisdóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Regalo ehf, útskýrir hér muninn á þurru hári og skemmdu og gefur góð ráð til að endurheimta heilbrigt hár.

„Rakaskortur veldur þurru hári og hann má oftast rekja til þess að hársvörðurinn framleiðir ekki náttúrulegar olíur eða ytri yfirhúð hársins nær ekki að halda inni raka. Heitt vatn, umhverfisþættir eins og sól og hitabreytingar geta þurrkað hárið og einnig getur minni náttúrleg olíuframleiðsla hársvarðar verið aldurstengd. Þurrt hár virkar matt, glanslaus og oft úfið,“ útskýrir Fríða.

Skemmt hár hinsvegar skortir nauðsynleg prótín sem halda hárinu sterku. „Prótíntengi hafa þá brotnað, oft vegna krefjandi efna eða hitameðferðar, umhverfisáhrifa og mótunar á hárinu og ólíkt þurru hári hefur innri húðin á hárþræðinum skemmst. Skemmt hár lýsir sér í klofnum hárendum, hárið brotnar auðveldlega sérstaklega þegar það er blautt, ásamt breyttri áferð á hárinu og teygjanleika. Hægt er að gera ákveðið próf til að finna á hvort hárið er heilbrigt, þurrt eða skemmt."

  • Taktu eitt blautt hár milli fingra og togaðu varlega: Ef hárið teygist örlítið og fjaðrar til baka → heilbrigt. Ef það teygist mikið og brotnar síðan → skemmt. Ef hárið teygist alls ekki og virkar stíft → þurrt.

Þurrt hár og hvað á að gera

„Lykilatriðið er að hárið er ennþá heilbrigt að innan. Það er ytra (cuticle ) sem er þurrt og oftast er mjög auðvelt að laga með rakagefandi hárvörum og reglulegri næringu. Leita eftir innihaldsefnum eins glýseríni, hýalúrónsýru og nærandi olíum við val á hárvörum en forðast súlföt og alkóhól sem þurrka upp raka.

Kérastase Nutritive línan

„Hárvörurnar í Kérastase Nutritive línunni, Moisture Recovery frá Joico, Food For Soft frá Matrix eða True Soft frá Maria Nila gefa allar einstakan raka, vernda hárið gegn veðri og vindum og eru  mildar á hárið. 

Það er sérstaklega gott að djúpnæra þurrt hár og mæli ég með verðlaunavörunni 8H næturserum frá Kérarase sem nærir og gefur raka á meðan þú sefur.“

Food For Soft frá Matrix
Moisture Recovery frá Joico
True Soft frá Maria Nila

8H næturserum frá Kérarase

Skemmt hár

„Hár telst skemmt þegar það hefur hefur misst innri uppbyggingu sína. Þetta gerist venjulega þegar yfirhúðin (cuticle) er slitin og innri hluti hársins (cortex) verður berskjaldaður. Það þarf bæði raka og prótein til að styrkja háruppbygginguna og það tekur tíma. Skemmt hár hefur misst náttúrlegan styrk sinn, teygjanleika og glans og er einstaklega viðkvæmt fyrir því að brotna.“

Hvað veldur skemmdum?

Fríða segir algengasta skaðvaldinn hitatæki eins og sléttujárn og fleira, og þá sérstaklega ef ekki er notuð hitavörn áður en hárið er mótað. Einnig getur efnameðhöndlun, ítrekuð litun, sérstaklega endurtekin lýsing með aflitunarefnum valdið skemmdum. Sól gteur brennt hársvörð og hártrefjar og ofburstun með röngum hárbursta, að sofa með blautt hár, saltvatn, klór, vindur, kuldi, mengun og fleira hefur allt áhrif.

„Skemmt hár þarfnast próteina (eins og keratíns og amínósýra) til að endurheimta styrk, auk raka til að endurheimta sveigjanleika. Stöðug vörn til að fyrirbyggja skemmdir er lykilatriði,“ útskýrir Fríða.

Mismunandi stig skemmda

Fyrsta stigið er mildast þar sem ysta lag hársins hefur gliðnað og harðnað. Raki fer auðveldlega úr hárinu og hárið getur virkað þurrt og dauft en brotnar ekki því hárbörkurinn er enn óskemmdur. 

Hér þarf að einbeita sér að vörum sem veita varnir, glans og raka og mæli ég með Kérastase Nutritive línunni fyrir vernd, næringu og raka ásamt hinni einstöku Hydraspalsh frá Joico. Á þessu stigi mæli ég einnig með olíum eins argan olíu til að læsa inni raka og gefa glans

Hydraspalsh frá Joico

Annað stigið eru skemmdir þar sem uppbyggingun er veik og hárbörkurinn skemmdur eða vantar á köflum. Hárið er brotið og heldur ekki raka né lit, er teygjanlegt og hárbrot áberandi eins klofnir hárendar, hárið flækist auðveldlega. 

Hér mæli ég með próteinmeðferðum til að styrkja uppbyggingu hársins eins og Résistance línunni frá Kérastase , K-PAK RevitaLuxe frá Joico og Structure Repair frá Maria Nila sem allar eru með innihaldsefnum og skrefum sem byggja upp hárið.

Résistance línan frá Kérastase
Structure Repair frá Maria Nila
K-PAK RevitaLuxe frá Joico

Þriðja og alvarlegasta stigið þar sem bæði yfirhúð og hárbörkur eru illa farin. Próteinbönd eru rofin og hárið hefur misst styrk sinn. Hárið er einstaklega hrjúft, ómeðfærilegt og brotætt. 

Hér mæli ég með nýrri einstakri línu frá Première frá Kérastase sem koma á markað 2024 og er sérhönnuð eins og Joico K-Pak fyrir alvarlegar skemmdir, hér er mikilvægt að nota línurnar saman eins mælt er með til að hver og ein vara nái að vinna sína vinnu og hárið nái þeirri heilsu sem ætlast er.

Première línan frá Kérastase

„Ef þú ert enn í óvissu hvort hárið er þurrt, skemmt eða fullkomlega heilbrigt þá mæli ég með að bókaða tíma á næstu hárgreiðslustofu og fá ráð hjá fagfólki,“ segir Fríða.

Sölustaðir eru vefbúðirnar: www.beautybar.is og búð þeirra í Kringlunni. www.bold.is www.harland.is – Sjoppan Hárstofa www.miomio.is - Hárgreiðslustofa www.sapa.is og búð þeirra á Laugavegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.