Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Lovísa Arnardóttir skrifar 27. ágúst 2025 21:52 Sigurður Ingi sagðist hafa verið undir þrýstingi frá mörgum um að breyta leigubílalögum. Að hans mati eigi að setja aftur á stöðvaskyldu. Sigurður Ingi var innviðaráðherra frá 2021 til apríl 2024 og svo aftur frá október og til desember sama ár. Vísir/Anton Brink og Vilhelm Samgöngustofa hafnar órökstuddum fullyrðingum Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi innviðaráðherra, um að stofnunin framfylgi ekki lögum um leigubifreiðaakstur. Þau segja starfsfólk vinna af heilindum og þau taki allri gagnrýni alvarlega. Sigurður Ingi var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um stöðu á leigubílamarkaði þar sem hann sagðist hafa verið undir miklum þrýstingi frá þingmönnum, fjölmiðlum og EES við að ná frumvarpi um leigubílstjóra í gegnum þingið þegar hann var innviðaráðherra. Þegar lögunum var breytt 2022 var stöðvaskylda afnumin og sett inn ákvæði um að framkvæma þurfi bakgrunnsathugun til að fá leyfi til leigubílaaksturs frá Samgöngustofu. Breytingarnar tóku gildi 2023 en Sigurður Ingi sagði í viðtalinu það augljóst, miðað við stöðuna á leigubílamarkaði í dag, að eftirlitsaðilar eins og Samgöngustofa og lögregla væru ekki að framfylgja lögunum. Segja starfsfólk stofnunarinnar vinna af heilindum Í svari til fréttastofu frá Samgöngustofu um þessi ummæli hafnar stofnunin fullyrðingum fyrrverandi ráðherra „Þvert á móti eru gildandi lög og reglugerðir grundvöllur starfseminnar, í leigubifreiðamálum sem öðrum. Starfsfólk Samgöngustofu vinnur af heilindum að þeim verkefnum sem stofnuninni eru falin. Þau felast meðal annars í að veita starfsleyfi, sinna eftirliti með því að leyfishafar uppfylli sett skilyrði og beita þeim heimildum sem lögin kveða á um. Það á einnig við um lög um leigubifreiðaakstur,“ segir í svarinu. Þá segir að stofnunin taki allri gagnrýni alvarlega og nýti ábendingar um það sem betur megi fara til umbóta. „Órökstuddar fullyrðingar af því tagi sem fram komu í viðtalinu eru hins vegar hvorki viðeigandi né til þess fallnar að efla traust á mikilvægu hlutverki stofnunarinnar um að efla öryggi í samgöngum.“ Ráðherra vill breyta lögum aftur Eyjólfur Ármannsson, núverandi innviðaráðherra, hefur talað fyrir því að breyta lögunum aftur og koma á stöðvaskyldu á ný. Hann sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis fyrr í þessum mánuði að búið væri að „eyðileggja“ leigubílastéttina. Tilefnið var myndband af leigubílstjóra að rífast við erlenda ferðamenn. Fjallað hefur verið um breytta stöðu á leigubílamarkaði á Vísi síðustu vikur. Til dæmis hefur komið fram að á síðustu tveimur árum hafi níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Í sömu frétt kom fram að frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hafi Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum, rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. Vanti litaðar númeraplötur og stöðvaskyldu Daníel O Einarsson, leigubílstjóri og formaður bifreiðastjórafélagsins Frama, ræddi stöðuna á leigubílamarkaði í Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði þar að nóg væri að gera reglugerðarbreytingu til að laga ástandið á leigubílamarkaði. Hann gaf ekki mikið fyrir orð Sigurðar Inga í Reykjavík síðdegis í gær og sagði málið ekki svo einfalt að aðeins væri hægt að kenna breytingu um stöðvaskyldu um ástandið. Það hefði verið meira í eldri lögum en það. Til dæmis að nýir leigubílstjórar hafi þurft að aka fyrst um sinn á reynslutímabili á meðan starfsþjálfun fór fram. „Við viljum fá málefnalega umræðu um þetta,“ segir Daníel og að það hafi alltaf verið það sem félagið hafi óskað eftir í aðdraganda þess að lögunum var breytt. Þeir hafi efnt til mótmæla en ekkert hafi verið hlustað á leigubílstjóra. Hvað varðar ástand við Keflavíkurflugvöll segir Daníel að til dæmis í Finnlandi sé verið að taka upp sérlitaðar númeraplötur sem auðveldi eftirlit lögreglu og aðgengi í framkvæmd á eftirliti. Þessu hafi Frami kallað eftir. Daníel sagði eins Sigurð Inga ekki hafa farið með rétt mál þegar hann sagði lögreglu ekki hafa sinnt eftirliti sem skyldi. Daníel sagði lögregluna hafa staðið sig með prýði á bæði höfuðborgarsvæðinu og við flugvöllinn. Þeir hafi fá tól að bregðast við en geri það sem þeir geti. „Þetta er eiginlega lagaleysa en það sem myndu auðvelda öllum strax er að hafa stöðvaskyldu og litaðar númeraplötur. Þá veit fólk að það gengur að löglegum leigubíl sem er undir eftirliti.“ Sárnar orð fyrrverandi ráðherra Daníel segir ekki ganga að engar fjöldatakmarkanir séu á því hversu margir sinni starfi leigubílstjóra. Það séu margir nýir í greininni og margir vilji gera vel en það eigi ekki um alla. Frami hafi varað við því og það sé sárt að fyrrverandi ráðherra „Okkur þykir það sárt að hér komi fyrrverandi ráðherra og geti krafsað yfir eigin mistök í þessu máli. Að hafa ekki hlustað á okkur og tekið viðvörunum alvarlega. Við vorum með þetta á silfurfati frá Norðurlöndum,“ segir Daníel. Leigubílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ferðaþjónusta Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. 23. ágúst 2025 09:32 „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu. 20. ágúst 2025 17:30 „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Ferðamálastjóri segir mál leigubílstjórans Saint Paul Edeh ekki vera fyrsta slíka málið sem hann heyrir af en að það teljist samt til frávika. Yfirgnæfandi meirihluti ferðamanna njóti dvalar sinnar hér á landi. 14. ágúst 2025 18:05 Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Leigubílstjórinn Saint Paul Edeh hnakkreifst við tvær ferðakonur frá Mexíkó við Bláa lónið eftir að ágreiningurinn kom upp um fargjald. Konurnar töldu leigubílstjórann ofrukka sig en hann virðist skella skotti bílsins á höfuð annarrar þeirra þegar hún reynir að sækja farangur sinn án þess að borga, en Edeh hafnar því. 14. ágúst 2025 11:50 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Sigurður Ingi var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um stöðu á leigubílamarkaði þar sem hann sagðist hafa verið undir miklum þrýstingi frá þingmönnum, fjölmiðlum og EES við að ná frumvarpi um leigubílstjóra í gegnum þingið þegar hann var innviðaráðherra. Þegar lögunum var breytt 2022 var stöðvaskylda afnumin og sett inn ákvæði um að framkvæma þurfi bakgrunnsathugun til að fá leyfi til leigubílaaksturs frá Samgöngustofu. Breytingarnar tóku gildi 2023 en Sigurður Ingi sagði í viðtalinu það augljóst, miðað við stöðuna á leigubílamarkaði í dag, að eftirlitsaðilar eins og Samgöngustofa og lögregla væru ekki að framfylgja lögunum. Segja starfsfólk stofnunarinnar vinna af heilindum Í svari til fréttastofu frá Samgöngustofu um þessi ummæli hafnar stofnunin fullyrðingum fyrrverandi ráðherra „Þvert á móti eru gildandi lög og reglugerðir grundvöllur starfseminnar, í leigubifreiðamálum sem öðrum. Starfsfólk Samgöngustofu vinnur af heilindum að þeim verkefnum sem stofnuninni eru falin. Þau felast meðal annars í að veita starfsleyfi, sinna eftirliti með því að leyfishafar uppfylli sett skilyrði og beita þeim heimildum sem lögin kveða á um. Það á einnig við um lög um leigubifreiðaakstur,“ segir í svarinu. Þá segir að stofnunin taki allri gagnrýni alvarlega og nýti ábendingar um það sem betur megi fara til umbóta. „Órökstuddar fullyrðingar af því tagi sem fram komu í viðtalinu eru hins vegar hvorki viðeigandi né til þess fallnar að efla traust á mikilvægu hlutverki stofnunarinnar um að efla öryggi í samgöngum.“ Ráðherra vill breyta lögum aftur Eyjólfur Ármannsson, núverandi innviðaráðherra, hefur talað fyrir því að breyta lögunum aftur og koma á stöðvaskyldu á ný. Hann sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis fyrr í þessum mánuði að búið væri að „eyðileggja“ leigubílastéttina. Tilefnið var myndband af leigubílstjóra að rífast við erlenda ferðamenn. Fjallað hefur verið um breytta stöðu á leigubílamarkaði á Vísi síðustu vikur. Til dæmis hefur komið fram að á síðustu tveimur árum hafi níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Í sömu frétt kom fram að frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hafi Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum, rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. Vanti litaðar númeraplötur og stöðvaskyldu Daníel O Einarsson, leigubílstjóri og formaður bifreiðastjórafélagsins Frama, ræddi stöðuna á leigubílamarkaði í Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði þar að nóg væri að gera reglugerðarbreytingu til að laga ástandið á leigubílamarkaði. Hann gaf ekki mikið fyrir orð Sigurðar Inga í Reykjavík síðdegis í gær og sagði málið ekki svo einfalt að aðeins væri hægt að kenna breytingu um stöðvaskyldu um ástandið. Það hefði verið meira í eldri lögum en það. Til dæmis að nýir leigubílstjórar hafi þurft að aka fyrst um sinn á reynslutímabili á meðan starfsþjálfun fór fram. „Við viljum fá málefnalega umræðu um þetta,“ segir Daníel og að það hafi alltaf verið það sem félagið hafi óskað eftir í aðdraganda þess að lögunum var breytt. Þeir hafi efnt til mótmæla en ekkert hafi verið hlustað á leigubílstjóra. Hvað varðar ástand við Keflavíkurflugvöll segir Daníel að til dæmis í Finnlandi sé verið að taka upp sérlitaðar númeraplötur sem auðveldi eftirlit lögreglu og aðgengi í framkvæmd á eftirliti. Þessu hafi Frami kallað eftir. Daníel sagði eins Sigurð Inga ekki hafa farið með rétt mál þegar hann sagði lögreglu ekki hafa sinnt eftirliti sem skyldi. Daníel sagði lögregluna hafa staðið sig með prýði á bæði höfuðborgarsvæðinu og við flugvöllinn. Þeir hafi fá tól að bregðast við en geri það sem þeir geti. „Þetta er eiginlega lagaleysa en það sem myndu auðvelda öllum strax er að hafa stöðvaskyldu og litaðar númeraplötur. Þá veit fólk að það gengur að löglegum leigubíl sem er undir eftirliti.“ Sárnar orð fyrrverandi ráðherra Daníel segir ekki ganga að engar fjöldatakmarkanir séu á því hversu margir sinni starfi leigubílstjóra. Það séu margir nýir í greininni og margir vilji gera vel en það eigi ekki um alla. Frami hafi varað við því og það sé sárt að fyrrverandi ráðherra „Okkur þykir það sárt að hér komi fyrrverandi ráðherra og geti krafsað yfir eigin mistök í þessu máli. Að hafa ekki hlustað á okkur og tekið viðvörunum alvarlega. Við vorum með þetta á silfurfati frá Norðurlöndum,“ segir Daníel.
Leigubílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ferðaþjónusta Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. 23. ágúst 2025 09:32 „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu. 20. ágúst 2025 17:30 „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Ferðamálastjóri segir mál leigubílstjórans Saint Paul Edeh ekki vera fyrsta slíka málið sem hann heyrir af en að það teljist samt til frávika. Yfirgnæfandi meirihluti ferðamanna njóti dvalar sinnar hér á landi. 14. ágúst 2025 18:05 Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Leigubílstjórinn Saint Paul Edeh hnakkreifst við tvær ferðakonur frá Mexíkó við Bláa lónið eftir að ágreiningurinn kom upp um fargjald. Konurnar töldu leigubílstjórann ofrukka sig en hann virðist skella skotti bílsins á höfuð annarrar þeirra þegar hún reynir að sækja farangur sinn án þess að borga, en Edeh hafnar því. 14. ágúst 2025 11:50 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. 23. ágúst 2025 09:32
„Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu. 20. ágúst 2025 17:30
„Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Ferðamálastjóri segir mál leigubílstjórans Saint Paul Edeh ekki vera fyrsta slíka málið sem hann heyrir af en að það teljist samt til frávika. Yfirgnæfandi meirihluti ferðamanna njóti dvalar sinnar hér á landi. 14. ágúst 2025 18:05
Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Leigubílstjórinn Saint Paul Edeh hnakkreifst við tvær ferðakonur frá Mexíkó við Bláa lónið eftir að ágreiningurinn kom upp um fargjald. Konurnar töldu leigubílstjórann ofrukka sig en hann virðist skella skotti bílsins á höfuð annarrar þeirra þegar hún reynir að sækja farangur sinn án þess að borga, en Edeh hafnar því. 14. ágúst 2025 11:50