Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2025 11:37 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. EPA Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur fyrir hönd danska ríkisins beðið grænlenskar konur, sem fengu lykkjur settar upp í sig á síðustu öld, opinberlega afsökunar. Frederiksen greindi frá þessu í morgun. „Við getum ekki breytt þessu. En við getum axlað ábyrgð. Þess vegna vil ég gjarnan, fyrir hönd Danmerkur, biðjast afsökunar,“ segir í yfirlýsingu Frederiksen. Afsökunarbeiðnin er send út fyrir hönd danska ríkisins og heimastjórnar Grænlands, Naalakkersuisut. Danskir og grænlenskir fjölmiðlar hafa á síðustu árum fjallað mikið um Lykkjumálið svokallaða sem snýr að því að lykkjur hafi um árabil verið settar upp í fjölmargar grænlenskar konur og stúlkur, allt niður í þrettán ára, og að þeim óafvitandi og án samþykkis. Var þetta gert í þeim tilgangi að hefta fólksfjölgun á Grænlandi. Forsætisráðherrann danski biðst í yfirlýsingunni afsökunar á þeim málum sem áttu sér stað fram til ársins 1992, en fyrir það bar danska ríkið ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni á Grænlandi. Jens-Frederik Nielsen, forsætisráðherra Grænlands, biðst svo afsökunar á þeim málum sem áttu sér stað eftir það. „Við viðurkennum að lykkjumálið hefur valdið mikilli reiði og sorg hjá fjölmörgum Grænlendingum og mörgum fjölskyldum á Grænlandi,“ segir í yfirlýsingu Frederiksen. Á vef DR segir að þetta hafi sérstaklega flest málin hafi komið upp á sjöunda og áttunda áratugnum. Danska ríkisstjórnin hóf opinbera rannsókn á málinu árið 2022 og átti henni að ljúka í síðasta lagi fyrir 1. september í ár. Alls hafa 143 grænlenskar konur höfðað mál á hendur danska ríkinu vegna málsins og farið fram á 43 milljónir danskra króna í skaðabætur vegna þess sem þær lýsa sem brot á mannréttindum sínum. Grænland Danmörk Lykkjumálið á Grænlandi Tengdar fréttir 143 grænlenskar konur stefna danska ríkinu Hundrað fjörutíu og þrjár grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu og farið fram á skaðabætur í lykkjumálinu svokallaða. Konurnar telja danska ríkið hafa brotið á mannréttindum þeirra og fara fram á skaðabætur upp á 300 þúsund danskar krónur hver, um sex milljónir íslenskra króna. 4. mars 2024 07:40 Grænlenskar konur sem voru settar á getnaðarvarnir gegn þeirra vilja krefjast bóta Hópur grænlenskra kvenna hefur nú farið í mál við danska ríkið vegna herferðar sem ráðist var í á sjöunda áratugi síðustu aldar sem snérist um að setja getnaðarvarnir í grænlenskar konur til að draga úr fæðingartíðni á Grænlandi. 3. október 2023 07:32 Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2. júní 2022 22:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Frederiksen greindi frá þessu í morgun. „Við getum ekki breytt þessu. En við getum axlað ábyrgð. Þess vegna vil ég gjarnan, fyrir hönd Danmerkur, biðjast afsökunar,“ segir í yfirlýsingu Frederiksen. Afsökunarbeiðnin er send út fyrir hönd danska ríkisins og heimastjórnar Grænlands, Naalakkersuisut. Danskir og grænlenskir fjölmiðlar hafa á síðustu árum fjallað mikið um Lykkjumálið svokallaða sem snýr að því að lykkjur hafi um árabil verið settar upp í fjölmargar grænlenskar konur og stúlkur, allt niður í þrettán ára, og að þeim óafvitandi og án samþykkis. Var þetta gert í þeim tilgangi að hefta fólksfjölgun á Grænlandi. Forsætisráðherrann danski biðst í yfirlýsingunni afsökunar á þeim málum sem áttu sér stað fram til ársins 1992, en fyrir það bar danska ríkið ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni á Grænlandi. Jens-Frederik Nielsen, forsætisráðherra Grænlands, biðst svo afsökunar á þeim málum sem áttu sér stað eftir það. „Við viðurkennum að lykkjumálið hefur valdið mikilli reiði og sorg hjá fjölmörgum Grænlendingum og mörgum fjölskyldum á Grænlandi,“ segir í yfirlýsingu Frederiksen. Á vef DR segir að þetta hafi sérstaklega flest málin hafi komið upp á sjöunda og áttunda áratugnum. Danska ríkisstjórnin hóf opinbera rannsókn á málinu árið 2022 og átti henni að ljúka í síðasta lagi fyrir 1. september í ár. Alls hafa 143 grænlenskar konur höfðað mál á hendur danska ríkinu vegna málsins og farið fram á 43 milljónir danskra króna í skaðabætur vegna þess sem þær lýsa sem brot á mannréttindum sínum.
Grænland Danmörk Lykkjumálið á Grænlandi Tengdar fréttir 143 grænlenskar konur stefna danska ríkinu Hundrað fjörutíu og þrjár grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu og farið fram á skaðabætur í lykkjumálinu svokallaða. Konurnar telja danska ríkið hafa brotið á mannréttindum þeirra og fara fram á skaðabætur upp á 300 þúsund danskar krónur hver, um sex milljónir íslenskra króna. 4. mars 2024 07:40 Grænlenskar konur sem voru settar á getnaðarvarnir gegn þeirra vilja krefjast bóta Hópur grænlenskra kvenna hefur nú farið í mál við danska ríkið vegna herferðar sem ráðist var í á sjöunda áratugi síðustu aldar sem snérist um að setja getnaðarvarnir í grænlenskar konur til að draga úr fæðingartíðni á Grænlandi. 3. október 2023 07:32 Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2. júní 2022 22:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
143 grænlenskar konur stefna danska ríkinu Hundrað fjörutíu og þrjár grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu og farið fram á skaðabætur í lykkjumálinu svokallaða. Konurnar telja danska ríkið hafa brotið á mannréttindum þeirra og fara fram á skaðabætur upp á 300 þúsund danskar krónur hver, um sex milljónir íslenskra króna. 4. mars 2024 07:40
Grænlenskar konur sem voru settar á getnaðarvarnir gegn þeirra vilja krefjast bóta Hópur grænlenskra kvenna hefur nú farið í mál við danska ríkið vegna herferðar sem ráðist var í á sjöunda áratugi síðustu aldar sem snérist um að setja getnaðarvarnir í grænlenskar konur til að draga úr fæðingartíðni á Grænlandi. 3. október 2023 07:32
Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2. júní 2022 22:00