Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2025 09:36 Armand Duplantis er einn af stærstu frjálsíþróttastjörnum heims og virðist duglegur að sinna aðdáendum. Getty/Beata Zawrzel Þegar unga stangarstökkskonan Klaara Kivistö, þá 14 ára gömul, gaf heimsmethafanum Armand Duplantis armband óraði hana ekki fyrir því að hann myndi enn hafa það á úlnliðnum, til heilla, þremur árum síðar. Duplantis hefur sett hvert heimsmetið á fætur öðru á síðustu árum, eða alls þrettán met frá árinu 2020 þegar hann fór yfir 6,17 metra og sló met Renaud Lavillenie. Núna er metið 6,29 metrar. Síðustu þrjú ár hefur hann oftar en ekki verið með armband sem hann fékk að gjöf frá stelpu í Helsinki 2022, í tengslum við árlega frjálsíþróttakeppni á milli Svíþjóðar og Finnlands. Það var svo ekki fyrr en í gær sem að Duplantis komst að því hver stelpan var, þegar Aftonbladet í Svíþjóð lét hann vita en blaðið hafði þá fengið póst frá pabba Kivistö, eftir fyrri frétt um armbandið. „Ég hafði litið upp til hans í mörg ár og datt í hug að gera armband í sænsku fánalitunum og með nafninu hans,“ sagði Kivistö við Aftonbladet. „Hann virtist í alvöru þakklátur og ég var mjög glöð,“ sagði Kivistö en spáði svo ekki mikið meira í það fyrr en þremur árum seinna, þegar hún var að horfa á Duplantis keppa í sjónvarpinu. „Þá sá ég að Mondo var með armbandið „mitt“. Ég trúði ekki eigin augum. Ég fór svo á Instagram og sá fjölda mynda af honum með armbandið, ekki bara í keppni heldur einnig á öðrum vettvangi. Ég er oft búin að „læka“ myndirnar hans á Instagram en pældi aldrei í armbandinu,“ sagði Kivistö. Ungur aðdáandi Duplantis með skilti á Demantamóti í Póllandi fyrr í þessum mánuði.Getty/Beata Zawrzel Duplantis var fljótur að kveikja þegar Aftonbladet sýndi honum mynd af stelpunni sem gaf honum armbandið, þó að þrjú ár væru liðin. „Var það hún sem gaf mér armbandið?! Já, núna man ég þetta. En ég þarf eiginlega nýtt svo getið þið hjálpað mér að ná sambandi við hana? Þetta var svo fallegt. Ég er búinn að vera með þetta allt þetta ár. Það hefur fært mér mikla lukku,“ sagði Duplantis við Aftonbladet. Kivistö var að sjálfsögðu til í að búa til nýtt armband og hefur Duplantis lofað að gefa henni góða gjöf í staðinn. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
Duplantis hefur sett hvert heimsmetið á fætur öðru á síðustu árum, eða alls þrettán met frá árinu 2020 þegar hann fór yfir 6,17 metra og sló met Renaud Lavillenie. Núna er metið 6,29 metrar. Síðustu þrjú ár hefur hann oftar en ekki verið með armband sem hann fékk að gjöf frá stelpu í Helsinki 2022, í tengslum við árlega frjálsíþróttakeppni á milli Svíþjóðar og Finnlands. Það var svo ekki fyrr en í gær sem að Duplantis komst að því hver stelpan var, þegar Aftonbladet í Svíþjóð lét hann vita en blaðið hafði þá fengið póst frá pabba Kivistö, eftir fyrri frétt um armbandið. „Ég hafði litið upp til hans í mörg ár og datt í hug að gera armband í sænsku fánalitunum og með nafninu hans,“ sagði Kivistö við Aftonbladet. „Hann virtist í alvöru þakklátur og ég var mjög glöð,“ sagði Kivistö en spáði svo ekki mikið meira í það fyrr en þremur árum seinna, þegar hún var að horfa á Duplantis keppa í sjónvarpinu. „Þá sá ég að Mondo var með armbandið „mitt“. Ég trúði ekki eigin augum. Ég fór svo á Instagram og sá fjölda mynda af honum með armbandið, ekki bara í keppni heldur einnig á öðrum vettvangi. Ég er oft búin að „læka“ myndirnar hans á Instagram en pældi aldrei í armbandinu,“ sagði Kivistö. Ungur aðdáandi Duplantis með skilti á Demantamóti í Póllandi fyrr í þessum mánuði.Getty/Beata Zawrzel Duplantis var fljótur að kveikja þegar Aftonbladet sýndi honum mynd af stelpunni sem gaf honum armbandið, þó að þrjú ár væru liðin. „Var það hún sem gaf mér armbandið?! Já, núna man ég þetta. En ég þarf eiginlega nýtt svo getið þið hjálpað mér að ná sambandi við hana? Þetta var svo fallegt. Ég er búinn að vera með þetta allt þetta ár. Það hefur fært mér mikla lukku,“ sagði Duplantis við Aftonbladet. Kivistö var að sjálfsögðu til í að búa til nýtt armband og hefur Duplantis lofað að gefa henni góða gjöf í staðinn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn