Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Lovísa Arnardóttir skrifar 26. ágúst 2025 10:33 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn stærsti flokkurinn í borginni. Það sýna nýjar niðurstöður borgarvita Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Píratar bæta við sig fylgi í borgarstjórn miðað við fylgi sem var í júní á þessu ári. Kosningar til sveitarstjórnar fara fram næsta vor. Meirihluti Samfylkingar, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins, Pírata og Vinstri grænna er samkvæmt þessum tölum með 46,8 prósent fylgisins og því ekki með meirihluta þess. Í júní, í síðustu mælingu Maskínu, var Samfylkingin stærst með 29,4 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn er nú orðinn stærstur samkvæmt könnun Maskínu og er með 29,2 prósenta fylgi. Samfylkingin missir á sama tíma fylgi og mælist nú með 25 prósenta fylgi. Viðreisn bætir við sig um tveimur prósentum og er núna í 14,4 prósenta fylgi og Píratar bæta einnig við sig og fara úr 5,8 prósent í júní í 7,4 prósent. Fylgi flokka í borginni. Á myndinni má sjá síðustu fjórar mælingar Maskínu. Maskína Sósíalistaflokkurinn missir um prósentustig miðað við það sem var í júní og mælist nú aðeins með 5,2 prósenta fylgi og Vinstri græn missa sömuleiðis fylgi og mælast nú með 4,6 prósenta fylgi en voru með 5,7 í júní. Fylgi Framsóknar er enn lágt og er í 3,3 prósentum. Miðflokkurinn mælist með sex prósenta fylgi í Reykjavík og Flokkur fólksins með 4,6 prósent. Fylgi þeirra hefur verið nokkuð stöðugt í síðustu könnunin. Fylgið á hreyfinu Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar hefur verið á nokkurri hreyfingu síðasta árið. Fylgi Sjálfstæðisflokksins náði hámarki í apríl á þessu ári þegar það mældist hjá Maskínu 31,8 prósent en Samfylkingarinnar náði hámarki í júní þegar það var 29,4 prósent. Flokkarnir virðast svo alveg hafa skipt um sæti í nýjustu könnunni. Þróun frá síðustu kosningum í könnun Maskínu. Maskína Ef litið er til aldurs, kyns og búsetu má sjá að nokkuð fleiri karlar sjá fyrir sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en konur og að fylgi flokksins er mest hjá þeim sem eru á sextugsaldri. Þá má einnig sjá að Sjálfstæðisflokkurinn sækir töluvert meira af sínu fylgi til kjósenda sem búa austan Elliðaár og eru í hæsta tekjuflokki með 1,6 milljón eða meira í laun. Fylgi Samfylkingar er nokkuð svipað sama hvert er litið en þó mest hjá þeim sem eru 60 ára og eldri og töluvert meira í vesturhluta borgarinnar en austurhluta hennar. Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Meirihluti Samfylkingar, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins, Pírata og Vinstri grænna er samkvæmt þessum tölum með 46,8 prósent fylgisins og því ekki með meirihluta þess. Í júní, í síðustu mælingu Maskínu, var Samfylkingin stærst með 29,4 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn er nú orðinn stærstur samkvæmt könnun Maskínu og er með 29,2 prósenta fylgi. Samfylkingin missir á sama tíma fylgi og mælist nú með 25 prósenta fylgi. Viðreisn bætir við sig um tveimur prósentum og er núna í 14,4 prósenta fylgi og Píratar bæta einnig við sig og fara úr 5,8 prósent í júní í 7,4 prósent. Fylgi flokka í borginni. Á myndinni má sjá síðustu fjórar mælingar Maskínu. Maskína Sósíalistaflokkurinn missir um prósentustig miðað við það sem var í júní og mælist nú aðeins með 5,2 prósenta fylgi og Vinstri græn missa sömuleiðis fylgi og mælast nú með 4,6 prósenta fylgi en voru með 5,7 í júní. Fylgi Framsóknar er enn lágt og er í 3,3 prósentum. Miðflokkurinn mælist með sex prósenta fylgi í Reykjavík og Flokkur fólksins með 4,6 prósent. Fylgi þeirra hefur verið nokkuð stöðugt í síðustu könnunin. Fylgið á hreyfinu Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar hefur verið á nokkurri hreyfingu síðasta árið. Fylgi Sjálfstæðisflokksins náði hámarki í apríl á þessu ári þegar það mældist hjá Maskínu 31,8 prósent en Samfylkingarinnar náði hámarki í júní þegar það var 29,4 prósent. Flokkarnir virðast svo alveg hafa skipt um sæti í nýjustu könnunni. Þróun frá síðustu kosningum í könnun Maskínu. Maskína Ef litið er til aldurs, kyns og búsetu má sjá að nokkuð fleiri karlar sjá fyrir sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en konur og að fylgi flokksins er mest hjá þeim sem eru á sextugsaldri. Þá má einnig sjá að Sjálfstæðisflokkurinn sækir töluvert meira af sínu fylgi til kjósenda sem búa austan Elliðaár og eru í hæsta tekjuflokki með 1,6 milljón eða meira í laun. Fylgi Samfylkingar er nokkuð svipað sama hvert er litið en þó mest hjá þeim sem eru 60 ára og eldri og töluvert meira í vesturhluta borgarinnar en austurhluta hennar.
Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira