„Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. ágúst 2025 10:27 Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, segir minniháttar mistök hafa átt sér stað en var ánægður með hvernig Reykjavíkurmaraþonið heppnaðist. íbr / vísir / lýður Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir skipulagið, eða skort þar á, í kringum Reykjavíkurmaraþonið. Formaður ÍBR segir að breytingum fylgi mistök en þau muni ekki endurtaka sig og heilt yfir hafi hlaupið verið ótrúlega vel skipulagt. Óánægju gætti innan hlaupasamfélagsins með framkvæmd maraþonsins og heitar umræður mynduðust í Facebook-hópnum „Hlauparar á Íslandi“ þar sem skipulag og skiptingu í flokka var harðlega gagnrýnt. Sjá einnig: Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og rugls í ræsingu Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, segir Reykjavíkurmaraþonið í ár hafa tekist einstaklega vel, en vegna breytinga hafi mistök verið gerð við ræsingu. „Við vorum núna í fyrsta skipti að ræsa í tveimur hollum. Keppnishollið annars vegar og almenna hollið hins vegar. Það sem gerist þarna í ræsingunni um morguninn, þetta klikkar aðeins og tefst örlítið, vegna þess að fólk virðist ekki alveg hafa verið búið að lesa almennilega skilaboðin. Hollin blönduðust og við vorum kannski ekki alveg búin að átta okkur á því að við þyrftum að passa upp á það myndi ekki gerast“ segir Ingvar og áréttar að breytingum fylgi oft mistök, en þau muni ekki endurtaka sig. „Þegar það er verið að gera breytingar og prófa nýja hluti, þá gera menn stundum örlítil mistök og það verða einhverjir árekstrar, en við lærum sannarlega af þessu og þetta mun ekki koma fyrir aftur“ sagði Ingvar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Best skipulagða, best mælda og best tímatekna hlaupið á Íslandi“ Ástæðan fyrir þessari skiptingu í almennan- og keppnisflokk er ádeila ÍBR og Frjálsíþróttasambandsins FRÍ. Ágreiningurinn milli sambandanna nær nokkur ár aftur í tímann en snýst aðallega um að FRÍ vill að hlaupið sé vottað samkvæmt þeirra stöðlum og að allir þátttakendur séu sjálfkrafa skráðir í afrekaskrá FRÍ. ÍBR finnst óþarfi að láta alla þátttakendur greiða fyrir vottun og skráningu í afrekaskrá FRÍ, þar sem hlaupið er nú þegar vottað af alþjóðasamtökum. Sameiginlega lausnin sem samböndin fundu var að bjóða upp á hvort tveggja, keppnisflokk sem er skráður í afrekaskrá FRÍ og almennan flokk sem er það ekki og greiðir lægra gjald. „Við höfum bent á að Reykjavíkurmaraþonið var vottað af alþjóðasamtökum og er í raun best skipulagða, best mælda og best tímatekna hlaupið á Íslandi. Við höfum sagt það sjálfsagt að þeir sem hafi áhuga á því að fá tíma sína vottaða og skráða í afrekaskrá, til þess að taka þátt í erlendum hlaupum, að þeir myndu greiða fyrir það einhverjar krónur. En við vildum ekki endilega, afþví að hlaupið er líka lýðheilsuviðburður og söfnunarviðburður, að þessir aðilar séu rukkaðir sérstaklega fyrir að komast í afrekaskrá… Þá var eðlilegt að við myndum skipta þessu upp og það varð niðurstaðan, hjá báðum. Nú förum við yfir þetta, það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ segir Ingvar en viðurkennir mistök við ræsingu. „Við töldum að við gætum ræst þetta saman. Við höfum áður skipt í hraðahólf og hefðum getað gert þetta þannig. En það var ekki vilji fyrir því og þá var þetta niðurstaðan.“ Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Óánægju gætti innan hlaupasamfélagsins með framkvæmd maraþonsins og heitar umræður mynduðust í Facebook-hópnum „Hlauparar á Íslandi“ þar sem skipulag og skiptingu í flokka var harðlega gagnrýnt. Sjá einnig: Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og rugls í ræsingu Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, segir Reykjavíkurmaraþonið í ár hafa tekist einstaklega vel, en vegna breytinga hafi mistök verið gerð við ræsingu. „Við vorum núna í fyrsta skipti að ræsa í tveimur hollum. Keppnishollið annars vegar og almenna hollið hins vegar. Það sem gerist þarna í ræsingunni um morguninn, þetta klikkar aðeins og tefst örlítið, vegna þess að fólk virðist ekki alveg hafa verið búið að lesa almennilega skilaboðin. Hollin blönduðust og við vorum kannski ekki alveg búin að átta okkur á því að við þyrftum að passa upp á það myndi ekki gerast“ segir Ingvar og áréttar að breytingum fylgi oft mistök, en þau muni ekki endurtaka sig. „Þegar það er verið að gera breytingar og prófa nýja hluti, þá gera menn stundum örlítil mistök og það verða einhverjir árekstrar, en við lærum sannarlega af þessu og þetta mun ekki koma fyrir aftur“ sagði Ingvar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Best skipulagða, best mælda og best tímatekna hlaupið á Íslandi“ Ástæðan fyrir þessari skiptingu í almennan- og keppnisflokk er ádeila ÍBR og Frjálsíþróttasambandsins FRÍ. Ágreiningurinn milli sambandanna nær nokkur ár aftur í tímann en snýst aðallega um að FRÍ vill að hlaupið sé vottað samkvæmt þeirra stöðlum og að allir þátttakendur séu sjálfkrafa skráðir í afrekaskrá FRÍ. ÍBR finnst óþarfi að láta alla þátttakendur greiða fyrir vottun og skráningu í afrekaskrá FRÍ, þar sem hlaupið er nú þegar vottað af alþjóðasamtökum. Sameiginlega lausnin sem samböndin fundu var að bjóða upp á hvort tveggja, keppnisflokk sem er skráður í afrekaskrá FRÍ og almennan flokk sem er það ekki og greiðir lægra gjald. „Við höfum bent á að Reykjavíkurmaraþonið var vottað af alþjóðasamtökum og er í raun best skipulagða, best mælda og best tímatekna hlaupið á Íslandi. Við höfum sagt það sjálfsagt að þeir sem hafi áhuga á því að fá tíma sína vottaða og skráða í afrekaskrá, til þess að taka þátt í erlendum hlaupum, að þeir myndu greiða fyrir það einhverjar krónur. En við vildum ekki endilega, afþví að hlaupið er líka lýðheilsuviðburður og söfnunarviðburður, að þessir aðilar séu rukkaðir sérstaklega fyrir að komast í afrekaskrá… Þá var eðlilegt að við myndum skipta þessu upp og það varð niðurstaðan, hjá báðum. Nú förum við yfir þetta, það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ segir Ingvar en viðurkennir mistök við ræsingu. „Við töldum að við gætum ræst þetta saman. Við höfum áður skipt í hraðahólf og hefðum getað gert þetta þannig. En það var ekki vilji fyrir því og þá var þetta niðurstaðan.“
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira