„Hefði viljað þriðja markið“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 24. ágúst 2025 20:37 Hallgrímur var ánægður með sína menn í dag. Vísir/Anton Brink “Ég er virkilega ánægður. Mjög ánægður með fyrri hálfleikinn þar sem mér fannst við spila mjög vel, skorum tvö mörk og hefðum jafnvel geta gert fleiri held ég,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 2-0 sigur á Fram í dag. „Góð frammistaða á móti erfiðu liði. Við erum búnir að mæta þeim tvisvar í sumar, þeir fóru illa með okkur í fyrra skiptið og í seinna skiptið var það mjög jafn leikur sem við unnum á seinustu sekúndunum þannig að við vissum að þetta yrði erfitt en við vorum vel undirbúnir og mér fannst við gera vel í því sem þeir eru góðir í. Þeir eru með fljóta gaura frammi, setja langa bolta fram og berjast um þá og þar eru þeir bara hættulegir en við náðum að díla vel við það í dag og ég er virkilega ánægður með leikinn.“ KA voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en í seinni lögðust þeir heldur lágt að mati Hallgríms. „Vörnin og sóknin var frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fannst mér við verða of passífir. Ég var farinn að tjá mig svolítið á bekknum að ég vildi ekki að við yrðum passífir og bíða eftir að vinna 2-0. Ég vildi bara halda áfram að spila, því þá þurfa leikmenn Fram að fara ofar á völlinn og þá myndast pláss. Ég hefði vilja sækja þriðja markið en kannski er það að vera frekur þjálfari að biðja um meira en góðan sigur.“ Spurður út í það hvort hans menn hafi svarað kallinum með að fara ofar á völlinn. „Þeir gerðu aðeins af því, við komust til dæmis í skyndisókn þrír á tvo þar sem við hefðum geta gert út um leikinn.“ Hallgímur var mjög ánægður með leikmennina sem komu inn á völlinn í þeim síðari. „Það var góð orka í leikmönnunum sem komu inn á. Það hefur einkennt okkur í langan tíma að við erum með góðan hóp. Þeir sem hafa komið inn á af bekknum hafa komið með eitthvað extra inn á völlinn og það gerðist í dag líka þannig ég er virkilega ánægður með frammistöðuna í dag.“ Deildin er mjög þétt, stutt upp og stutt niður. KA er eftir leikinn í dag í sjöunda sæti og á möguleika á að lenda í topp sex þegar tveir leikir eru eftir fyrir skiptingu. „Nú ætlum við bara að horfa aðeins upp næstu tvo leiki, þetta var ótrúlega mikilvægur sigur í þeirri vegferð. Það er góður möguleiki á að enda í efri helming fyrir skiptingu deildarinnar. Við eigum verðugt verkefni framundan á móti Stjörnunni. Þeir eru með flott lið og búnir að bæta við sig þannig við förum þangað vel undirbúnir og hungraðir því að þetta er í augsýn. Þetta er í okkar höndum, ef við vinnum báða leikina að þá förum við í topp sex og við ætlum að gera allt sem við getum til að fara í Garðabæinn og vinna þar.“ KA Besta deild karla Fótbolti Fram Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Fleiri fréttir Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Sjá meira
„Góð frammistaða á móti erfiðu liði. Við erum búnir að mæta þeim tvisvar í sumar, þeir fóru illa með okkur í fyrra skiptið og í seinna skiptið var það mjög jafn leikur sem við unnum á seinustu sekúndunum þannig að við vissum að þetta yrði erfitt en við vorum vel undirbúnir og mér fannst við gera vel í því sem þeir eru góðir í. Þeir eru með fljóta gaura frammi, setja langa bolta fram og berjast um þá og þar eru þeir bara hættulegir en við náðum að díla vel við það í dag og ég er virkilega ánægður með leikinn.“ KA voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en í seinni lögðust þeir heldur lágt að mati Hallgríms. „Vörnin og sóknin var frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fannst mér við verða of passífir. Ég var farinn að tjá mig svolítið á bekknum að ég vildi ekki að við yrðum passífir og bíða eftir að vinna 2-0. Ég vildi bara halda áfram að spila, því þá þurfa leikmenn Fram að fara ofar á völlinn og þá myndast pláss. Ég hefði vilja sækja þriðja markið en kannski er það að vera frekur þjálfari að biðja um meira en góðan sigur.“ Spurður út í það hvort hans menn hafi svarað kallinum með að fara ofar á völlinn. „Þeir gerðu aðeins af því, við komust til dæmis í skyndisókn þrír á tvo þar sem við hefðum geta gert út um leikinn.“ Hallgímur var mjög ánægður með leikmennina sem komu inn á völlinn í þeim síðari. „Það var góð orka í leikmönnunum sem komu inn á. Það hefur einkennt okkur í langan tíma að við erum með góðan hóp. Þeir sem hafa komið inn á af bekknum hafa komið með eitthvað extra inn á völlinn og það gerðist í dag líka þannig ég er virkilega ánægður með frammistöðuna í dag.“ Deildin er mjög þétt, stutt upp og stutt niður. KA er eftir leikinn í dag í sjöunda sæti og á möguleika á að lenda í topp sex þegar tveir leikir eru eftir fyrir skiptingu. „Nú ætlum við bara að horfa aðeins upp næstu tvo leiki, þetta var ótrúlega mikilvægur sigur í þeirri vegferð. Það er góður möguleiki á að enda í efri helming fyrir skiptingu deildarinnar. Við eigum verðugt verkefni framundan á móti Stjörnunni. Þeir eru með flott lið og búnir að bæta við sig þannig við förum þangað vel undirbúnir og hungraðir því að þetta er í augsýn. Þetta er í okkar höndum, ef við vinnum báða leikina að þá förum við í topp sex og við ætlum að gera allt sem við getum til að fara í Garðabæinn og vinna þar.“
KA Besta deild karla Fótbolti Fram Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Fleiri fréttir Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Sjá meira