Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. ágúst 2025 15:05 Fólk á hliðarlínunni náði myndum af Guðmundi hlaupa berfættur á malbikinu. Hann birti síðan myndir af blóðugum tám sínum eftir hlaupið. Einkaþjálfarinn Guðmundur Emil Jóhannsson, betur þekktur sem Gummi Emil, hljóp berfættur heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í gær og kom í mark á tæplega sjö klukkutímum með illa farnar tær. Guðmundur hafði lýst því yfir fyrr í ár að hann hygðist hlaupa heilt maraþon á tánum ef honum tækist að safna milljón fyrir Barnaspítala Hringsins og myndi í öllu falli hlaupa 21 kílómetra á tánum og 21 kílómetra á skóm. Fyrir hlaupið náði Guðmundur að safna rúmlega 283 þúsund krónum, eða um 28 prósent af markmiði sínu, en ákvað þrátt fyrir það að hlaupa allt hlaupið á tánum. Guðmundur, sem starfar sem einkaþjálfari hjá World Class, hefur vakið mikla athygli síðustu ár vegna þess að hann ferðast gjarnan um bæinn ber að ofan og fer reglulega fáklæddur í fjallgöngur. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Gumma fyrir rétt rúmu ári síðan þar sem þeir ræddu um steranotkun, klæðaburð Gumma og lífið almennt. Síðustu vikur hefur Guðmundur verið í ströngu hlaupaprógrammi til að æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið en langhlaup eru töluvert frábrugðnari þeim lyftingum sem Gummi stundar vanalega. Fjöldi fólks var því spenntur að sjá hvernig Gumma myndi ganga. Veðmálafyrirtækið Coolbet gekk meira að segja svo langt að setja stuðla á það hvort Guðmundur myndi klára hlaupið undir eða yfir fimm og hálfum klukkutíma. View this post on Instagram A post shared by COOLBET ÍSLAND (@coolbetisland) Á hlaupasíðunni Corsa er Guðmundur skráður eins og hann hafi verið dæmdur úr leik en síðasti skráði tími hans er sex klukkutímar og þrjár eftir 38 kílómetra. Ástæðan fyrir því er að þátttakendur í maraþoninu hafa sex klukkustundir og hálftíma til að ljúka keppni og fá engan skráðan tíma eftir það. Eftir klukkan þrjú hefst sömuleiðis undirbúningur fyrir tónleikana á Arnarhóli, sem hefjast seinna um kvöldið, með tilheyrandi grindverkum og hindrunum á brautinni. Guðmundur nýtti sér grasið óspart enda mun þægilegra að hlaupa berfættur á því en malbiki. Samkvæmt heimildum fréttastofu lét Guðmundar það ekkert á sig fá að skipuleggjendur væru búnir að reisa grindverk á brautinni og fór hringinn í kringum Arnarhól áður en hann kom á endanum í mark eftir sex klukkutíma og fimmtíu mínútur. Hann birti síðan mynd af blóðugum tám sínum á Instagram og skrifaði: „Þekki ég einhvern hjúkrunarfræðing? Sem gæti tékkað á þessu“ Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Fleiri fréttir Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Sjá meira
Guðmundur hafði lýst því yfir fyrr í ár að hann hygðist hlaupa heilt maraþon á tánum ef honum tækist að safna milljón fyrir Barnaspítala Hringsins og myndi í öllu falli hlaupa 21 kílómetra á tánum og 21 kílómetra á skóm. Fyrir hlaupið náði Guðmundur að safna rúmlega 283 þúsund krónum, eða um 28 prósent af markmiði sínu, en ákvað þrátt fyrir það að hlaupa allt hlaupið á tánum. Guðmundur, sem starfar sem einkaþjálfari hjá World Class, hefur vakið mikla athygli síðustu ár vegna þess að hann ferðast gjarnan um bæinn ber að ofan og fer reglulega fáklæddur í fjallgöngur. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Gumma fyrir rétt rúmu ári síðan þar sem þeir ræddu um steranotkun, klæðaburð Gumma og lífið almennt. Síðustu vikur hefur Guðmundur verið í ströngu hlaupaprógrammi til að æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið en langhlaup eru töluvert frábrugðnari þeim lyftingum sem Gummi stundar vanalega. Fjöldi fólks var því spenntur að sjá hvernig Gumma myndi ganga. Veðmálafyrirtækið Coolbet gekk meira að segja svo langt að setja stuðla á það hvort Guðmundur myndi klára hlaupið undir eða yfir fimm og hálfum klukkutíma. View this post on Instagram A post shared by COOLBET ÍSLAND (@coolbetisland) Á hlaupasíðunni Corsa er Guðmundur skráður eins og hann hafi verið dæmdur úr leik en síðasti skráði tími hans er sex klukkutímar og þrjár eftir 38 kílómetra. Ástæðan fyrir því er að þátttakendur í maraþoninu hafa sex klukkustundir og hálftíma til að ljúka keppni og fá engan skráðan tíma eftir það. Eftir klukkan þrjú hefst sömuleiðis undirbúningur fyrir tónleikana á Arnarhóli, sem hefjast seinna um kvöldið, með tilheyrandi grindverkum og hindrunum á brautinni. Guðmundur nýtti sér grasið óspart enda mun þægilegra að hlaupa berfættur á því en malbiki. Samkvæmt heimildum fréttastofu lét Guðmundar það ekkert á sig fá að skipuleggjendur væru búnir að reisa grindverk á brautinni og fór hringinn í kringum Arnarhól áður en hann kom á endanum í mark eftir sex klukkutíma og fimmtíu mínútur. Hann birti síðan mynd af blóðugum tám sínum á Instagram og skrifaði: „Þekki ég einhvern hjúkrunarfræðing? Sem gæti tékkað á þessu“
Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Fleiri fréttir Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Sjá meira