Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Lovísa Arnardóttir skrifar 23. ágúst 2025 14:26 Helga Hrafni leiðist þegar fólk er skammað fyrir að tala vitlaust. Hann segir ekkert rétt eða rangt í íslenskri tungu. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, segist hafa komið öllum Íslendingum til varnar, ekki bara mennta- og barnamálaráðherra, í pistli sem hann skrifaði í vikunni um „linnulaust væl Íslendinga yfir málfari“ í tilefni af viðtali við ráðherra í Bítinu og málfarsvillum hans þar. Málfarsvillur ráðherrans vöktu hneykslan einhverra hlustenda Bylgjunnar síðasta fimmtudag. Í viðtalinu sagði ráðherra til dæmis „mér hlakkar til“, „ég vill“ og „einkanir“ í stað „ég hlakka til“, „ég vil“ og „einkunnir“. Málfræðingur sagði málfar hans ekki koma á óvart, það væri útbreitt, en almenningur geri ríkari kröfu til menntamálaráðherra en almennings um rétt málfar. Sjálfur sagðist ráðherrann ekki hafa miklar áhyggjur af málfari sínu. Helgi Hrafn skrifaði færslu um málið á Facebook-síðu sinni og ræddi það svo í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Vælið um málfar fólks væri linnulaust og fólk fái iðulega skammir þegar það segi eða skrifi eitthvað vitlaust. „Ef við segjum eitthvað öðruvísi en þykir fínt fáum við skammir,“ segir Helgi Hrafn. Það sé það menntamálaráðherra hafi lent í núna. Ekkert til sem heiti rétt íslenska Helgi segir að honum þyki þetta afar leiðinlegt. Hann sé ekki menntaður í íslensku eða málfræði en lesi sér mikið til um tungumál og málfræði. „Ég hef ekki enn fundið málfræðing eða lesið eitthvað eftir málfræðing eða einhvern sem er með sérþekkingu á tungumálafræði sem finnur því stað í fræðunum að það sé til eitthvað í fræðunum sem við getum kallað rétt mál. Þetta er rosalega rótgróin hugmynd í menningu Íslendinga og það er hluti af því að vera í þessu menningu,“ segir Helgi Hrafn. Hann segir vissulega ákveðna staðla til og málstefnu en það geri tungumálið sem þar er fjallað um ekki réttara eða betra. Það sé búið að velja einhverja ákveðna útgáfu sem fólk ætli að nota en það þýði ekki að það sé réttari eða betri útgáfa. „Öll tungumál þróast, alveg stanslaust, með hverri einustu kynslóð,“ segir Helgi og að hann til dæmis tali aðeins öðruvísi en foreldrar sínir sem hafi eins talað aðeins öðruvísi en foreldrar þeirra. Hann segir Íslendinga upp til hópa íhaldssama þegar kemur að málfræði. Hann sé það sjálfur, vilji tala nokkuð hefðbundna íslensku og hafi metnað fyrir því. „En þegar fólk er að atast í öðru fólki yfir málfari, það er frá fræðilegu sjónarmiði, kjánalegt.“ Íslenska þróast eins og önnur tungumál Helgi Hrafn segir íslensku hafa þróast eins og önnur tungumál og að það hafi orðið nokkur málhreinsun í tungumálinu. Íslendingar skilji eldri heimildir betri en aðrar þjóðir en það þýði ekki að aðrar þjóðir skilji ekki menningu sína. Það sé hægt að þýða gömul rit í nútímamál. „Við tölum ekki forníslensku í dag. Við tölum ekki sama tungumál og víkingarnir töluðu. Við erum næst því miðað við norsku, sænsku, dönsku og færeysku, en bara næst því. Þetta er annað tungumál og það er allt í lagi.“ Hvað varðar þágufallssýki ráðherrans og annarra segir Helgi í raun skrítið í íslenskri málfræði að sagnir taki með sér ákveðið fall. Hvaða fall það sé stjórnist meira af hefð og máltilfinningu en einhverri ákveðinni reglu. Það séu þó tvær sagnir, að hlakka og vilja, sem séu sérstakar því þær séu í bága við máltilfinninguna sem börn þroskist með, ef þau eru ekki sérstaklega leiðrétt. Þess vegna séu til dæmis flest börn með þágufallssýki. Þannig sé máltilfinningin. „Mig/mér hlakkar“ sé því eðlilegt miðað við máltilfinninguna þó svo að hefðbundið málfar geri ráð fyrir því að sagt sé „ég hlakka“. Þá segir hann þágufallssýkina einnig til marks um það að enn sé munur á þolfalli og þágufalli í íslensku tungumáli. Meiningarmunurinn sé ekki alltaf augljós, á því sem fólk sé að segja, en stundum sé hann augljós. „Ég er með þig“ sé til dæmis annað en „ég er með þér“. Þágufallssýkin bendi þannig til þess að börn fái einhverja náttúrulega máltilfinningu fyrir muninum og það sé merki um að þágufallið hafi enn merkingu. Gott að læra rétt tungumál en leiðinlegt að ávíta Helgi Hrafn segir ekkert að því að börn læri um tungumálið eins og þau sem fullorðin eru lærðu um það. Það sem honum þyki leiðinlegt sé þegar fólk er ávítað fyrir það að nota tungumálið ekki rétt eða fyrir vitlaust málfar. Hvort þingmenn og ráðherrar eigi að nota rétt málfar segir Helgi meira máli skipta að sem flestir skilji það sem fólk ætli sér að segja. „Það er ekki spurning um málfræði, það er spurning um það hvernig þú kemur hlutunum frá þér og í hvaða samhengi.“ Helgi segir gaman að tala um málfræði og íslenska tungu og hvetur fólk til að gera það og það séu falin í því menningarleg verðmæti en óþarfi að hnýta í eða skamma fólk fyrir að tala ekki samkvæmt einhverri ákveðinni útgáfu af tungumálinu. Íslensk tunga Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vill að fólk hætti að leiðrétta „mér langar“ og „það var barið mig“ Töluverð hugarfarsbreyting hefur orðið á meðal íslenskra málfræðinga á undanförnum áratugum. Þær einkennast af stórauknu umburðarlyndi gagnvart málbreytingum, því sem áður voru kallaðar málvillur. 13. apríl 2022 15:00 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Fleiri fréttir Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Sjá meira
Málfarsvillur ráðherrans vöktu hneykslan einhverra hlustenda Bylgjunnar síðasta fimmtudag. Í viðtalinu sagði ráðherra til dæmis „mér hlakkar til“, „ég vill“ og „einkanir“ í stað „ég hlakka til“, „ég vil“ og „einkunnir“. Málfræðingur sagði málfar hans ekki koma á óvart, það væri útbreitt, en almenningur geri ríkari kröfu til menntamálaráðherra en almennings um rétt málfar. Sjálfur sagðist ráðherrann ekki hafa miklar áhyggjur af málfari sínu. Helgi Hrafn skrifaði færslu um málið á Facebook-síðu sinni og ræddi það svo í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Vælið um málfar fólks væri linnulaust og fólk fái iðulega skammir þegar það segi eða skrifi eitthvað vitlaust. „Ef við segjum eitthvað öðruvísi en þykir fínt fáum við skammir,“ segir Helgi Hrafn. Það sé það menntamálaráðherra hafi lent í núna. Ekkert til sem heiti rétt íslenska Helgi segir að honum þyki þetta afar leiðinlegt. Hann sé ekki menntaður í íslensku eða málfræði en lesi sér mikið til um tungumál og málfræði. „Ég hef ekki enn fundið málfræðing eða lesið eitthvað eftir málfræðing eða einhvern sem er með sérþekkingu á tungumálafræði sem finnur því stað í fræðunum að það sé til eitthvað í fræðunum sem við getum kallað rétt mál. Þetta er rosalega rótgróin hugmynd í menningu Íslendinga og það er hluti af því að vera í þessu menningu,“ segir Helgi Hrafn. Hann segir vissulega ákveðna staðla til og málstefnu en það geri tungumálið sem þar er fjallað um ekki réttara eða betra. Það sé búið að velja einhverja ákveðna útgáfu sem fólk ætli að nota en það þýði ekki að það sé réttari eða betri útgáfa. „Öll tungumál þróast, alveg stanslaust, með hverri einustu kynslóð,“ segir Helgi og að hann til dæmis tali aðeins öðruvísi en foreldrar sínir sem hafi eins talað aðeins öðruvísi en foreldrar þeirra. Hann segir Íslendinga upp til hópa íhaldssama þegar kemur að málfræði. Hann sé það sjálfur, vilji tala nokkuð hefðbundna íslensku og hafi metnað fyrir því. „En þegar fólk er að atast í öðru fólki yfir málfari, það er frá fræðilegu sjónarmiði, kjánalegt.“ Íslenska þróast eins og önnur tungumál Helgi Hrafn segir íslensku hafa þróast eins og önnur tungumál og að það hafi orðið nokkur málhreinsun í tungumálinu. Íslendingar skilji eldri heimildir betri en aðrar þjóðir en það þýði ekki að aðrar þjóðir skilji ekki menningu sína. Það sé hægt að þýða gömul rit í nútímamál. „Við tölum ekki forníslensku í dag. Við tölum ekki sama tungumál og víkingarnir töluðu. Við erum næst því miðað við norsku, sænsku, dönsku og færeysku, en bara næst því. Þetta er annað tungumál og það er allt í lagi.“ Hvað varðar þágufallssýki ráðherrans og annarra segir Helgi í raun skrítið í íslenskri málfræði að sagnir taki með sér ákveðið fall. Hvaða fall það sé stjórnist meira af hefð og máltilfinningu en einhverri ákveðinni reglu. Það séu þó tvær sagnir, að hlakka og vilja, sem séu sérstakar því þær séu í bága við máltilfinninguna sem börn þroskist með, ef þau eru ekki sérstaklega leiðrétt. Þess vegna séu til dæmis flest börn með þágufallssýki. Þannig sé máltilfinningin. „Mig/mér hlakkar“ sé því eðlilegt miðað við máltilfinninguna þó svo að hefðbundið málfar geri ráð fyrir því að sagt sé „ég hlakka“. Þá segir hann þágufallssýkina einnig til marks um það að enn sé munur á þolfalli og þágufalli í íslensku tungumáli. Meiningarmunurinn sé ekki alltaf augljós, á því sem fólk sé að segja, en stundum sé hann augljós. „Ég er með þig“ sé til dæmis annað en „ég er með þér“. Þágufallssýkin bendi þannig til þess að börn fái einhverja náttúrulega máltilfinningu fyrir muninum og það sé merki um að þágufallið hafi enn merkingu. Gott að læra rétt tungumál en leiðinlegt að ávíta Helgi Hrafn segir ekkert að því að börn læri um tungumálið eins og þau sem fullorðin eru lærðu um það. Það sem honum þyki leiðinlegt sé þegar fólk er ávítað fyrir það að nota tungumálið ekki rétt eða fyrir vitlaust málfar. Hvort þingmenn og ráðherrar eigi að nota rétt málfar segir Helgi meira máli skipta að sem flestir skilji það sem fólk ætli sér að segja. „Það er ekki spurning um málfræði, það er spurning um það hvernig þú kemur hlutunum frá þér og í hvaða samhengi.“ Helgi segir gaman að tala um málfræði og íslenska tungu og hvetur fólk til að gera það og það séu falin í því menningarleg verðmæti en óþarfi að hnýta í eða skamma fólk fyrir að tala ekki samkvæmt einhverri ákveðinni útgáfu af tungumálinu.
Íslensk tunga Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vill að fólk hætti að leiðrétta „mér langar“ og „það var barið mig“ Töluverð hugarfarsbreyting hefur orðið á meðal íslenskra málfræðinga á undanförnum áratugum. Þær einkennast af stórauknu umburðarlyndi gagnvart málbreytingum, því sem áður voru kallaðar málvillur. 13. apríl 2022 15:00 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Fleiri fréttir Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Sjá meira
Vill að fólk hætti að leiðrétta „mér langar“ og „það var barið mig“ Töluverð hugarfarsbreyting hefur orðið á meðal íslenskra málfræðinga á undanförnum áratugum. Þær einkennast af stórauknu umburðarlyndi gagnvart málbreytingum, því sem áður voru kallaðar málvillur. 13. apríl 2022 15:00