„Það er æfing á morgun“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. ágúst 2025 22:20 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var strax kominn með hugann við næsta leik gegn Víkingi Vísir/Ernir Davíð Smári Lamude var í skýjunum eftir að hafa unnið Val 0-1 í úrslitum Mjólkurbikarsins. Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill í sögu Vestra og Davíð var afar ánægður með að vera hluti af þeirri sögu. „Þetta var ólýsanleg stund. Ég er hrikalega stoltur og það er hrikalega gaman að fá að taka þátt í þessu með þessu fólki og þessum stuðningsmönnum. Þetta var stórkostlegt,“ sagði Davíð Smári og hélt áfram. „Mér fannst við byrja leikinn stressaðir. Við náðum ekki að tengja sendingar og héldum illa í boltann en svo kom tuttugu mínútna kafli þar sem við vorum frábærir. Varnarleikurinn var á köflum stórkostlegur og markið sem Jeppe Pedersen skoraði var úr efstu hillu. Við þurftum einhverja töfra til að brjóta Valsmenn því þeir eru skipulagðir varnarlega.“ Aðspurður út í varnarleik liðsins verandi einu marki yfir var Davíð Smári mjög sáttur með hvernig liðið barðist fyrir öllum boltum sem skilaði því að Valsmönnum tókst ekki að skora. „Mér fannst leikplan Vals vera eins og við reiknuðum með þeir ætluðu að reyna að finna vasana fyrir framan varnarlínuna okkar en við vorum grimmir og gáfum þeim fá tækifæri. Síðan fóru þeir að gefa boltann fyrir markið og þeir fengu aðeins of margar fyrirgjafir fyrir minn smekk. Síðan endaði leikurinn þannig að það var farið í langa bolta fyrir aftan varnarlínu okkar og það er okkar lifibrauð að eiga við það.“ Davíð Smári hafði lítið pælt í því hvaða þýðingu þessi bikarmeistaratitill hafi fyrir hann persónulega sem þjálfara. „Ég hef ekki hugsað svo langt. Ég legg mig allan fram við það sem ég geri og það er orðið sem fer af mér og liðið stendur fyrir það sama. Ég er mjög stoltur að fá að skrifa nafn Vestra og mitt nafn á þennan bikar með stórum nöfnum og félögum. Þjálfararnir sem eru þarna eru stór nöfn og það gleður mig og ég er stoltur að fá að vera í þeirra hópi.“ Aðspurður út í hvernig leikmenn Vestra fái að fagna bikarmeistaratitlinum hugsandi til þess að næsti leikur væri á þriðjudaginn gegn Víkingi sagði Davíð að það væri æfing á morgun. „Þeir fá að fagna þessu stutt. Það er æfing á morgun og leikur gegn Víkingi á þriðjudaginn. Deildin er að spilast þannig að hver leikur er úrslitaleikur og við verðum að horfa á þennan leik gegn Víkingi sem úrslitaleik,“ sagði Davíð að lokum. Vestri Mjólkurbikar karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
„Þetta var ólýsanleg stund. Ég er hrikalega stoltur og það er hrikalega gaman að fá að taka þátt í þessu með þessu fólki og þessum stuðningsmönnum. Þetta var stórkostlegt,“ sagði Davíð Smári og hélt áfram. „Mér fannst við byrja leikinn stressaðir. Við náðum ekki að tengja sendingar og héldum illa í boltann en svo kom tuttugu mínútna kafli þar sem við vorum frábærir. Varnarleikurinn var á köflum stórkostlegur og markið sem Jeppe Pedersen skoraði var úr efstu hillu. Við þurftum einhverja töfra til að brjóta Valsmenn því þeir eru skipulagðir varnarlega.“ Aðspurður út í varnarleik liðsins verandi einu marki yfir var Davíð Smári mjög sáttur með hvernig liðið barðist fyrir öllum boltum sem skilaði því að Valsmönnum tókst ekki að skora. „Mér fannst leikplan Vals vera eins og við reiknuðum með þeir ætluðu að reyna að finna vasana fyrir framan varnarlínuna okkar en við vorum grimmir og gáfum þeim fá tækifæri. Síðan fóru þeir að gefa boltann fyrir markið og þeir fengu aðeins of margar fyrirgjafir fyrir minn smekk. Síðan endaði leikurinn þannig að það var farið í langa bolta fyrir aftan varnarlínu okkar og það er okkar lifibrauð að eiga við það.“ Davíð Smári hafði lítið pælt í því hvaða þýðingu þessi bikarmeistaratitill hafi fyrir hann persónulega sem þjálfara. „Ég hef ekki hugsað svo langt. Ég legg mig allan fram við það sem ég geri og það er orðið sem fer af mér og liðið stendur fyrir það sama. Ég er mjög stoltur að fá að skrifa nafn Vestra og mitt nafn á þennan bikar með stórum nöfnum og félögum. Þjálfararnir sem eru þarna eru stór nöfn og það gleður mig og ég er stoltur að fá að vera í þeirra hópi.“ Aðspurður út í hvernig leikmenn Vestra fái að fagna bikarmeistaratitlinum hugsandi til þess að næsti leikur væri á þriðjudaginn gegn Víkingi sagði Davíð að það væri æfing á morgun. „Þeir fá að fagna þessu stutt. Það er æfing á morgun og leikur gegn Víkingi á þriðjudaginn. Deildin er að spilast þannig að hver leikur er úrslitaleikur og við verðum að horfa á þennan leik gegn Víkingi sem úrslitaleik,“ sagði Davíð að lokum.
Vestri Mjólkurbikar karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira