Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2025 21:26 Inga Sæland er félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Einar Húsnæðismálaráðherra segir þéttingarstefnuna sem rekin hafi verið hér á landi ekki hafa slegið í gegn. Hún segir að skoða þurfi greiðslumatskerfi vegna íbúðakaupa og segir lánveitendur fá belti, axlabönd og björgunarbát á meðan öll áhætta sé á þeim sem leita þurfi til þeirra. Í tengslum við stýrivaxtaákvörðun í vikunni sagði Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra að það húsnæði sem væri til sölu hér á landi virtist ekki vera það sem neytendur vildu kaupa. Var hann þá að svara orðum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra sem sagði ekki skorta á umsvif í byggingariðnaði. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir að einstaklingar, sem hafi þurft að breyta lánum að undanförnu sem áður höfðu fasta og lægri vexti, fái snjóhengjuna á sig og að ólíðandi sé að ungu fólki sé boðið upp á það að borga íbúðir sínar upp fjórum eða fimm sinnum. „Húsnæði sem er til sölu er óhagkvæmt nema fyrir suma. Vegna þess að þetta er alltof dýrt, þessar nýbyggingar, þetta er alltof dýrt. Fólk kýs líka þegar það fer í stærstu fjárfestingu, sem það er hjá flestum á ævinni, að kaupa sér þak yfir höfuðið, þá vill það gjarnan fá bílastæði og gjarnan fá sólarglennu inn um gluggan einhvern tíman. Húsnæði í þessari þéttingarstefnu sem hefur verið rekin er ekki að slá í gegn nema hjá sumum,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra í kvöldfréttum Sýnar. Segir að skoða þurfi greiðslumatskerfið Inga segir að sérstaklega þurfi að taka utan um fyrstu kaupendur en í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kom fram að 80% einstaklinga sem vilji kaupa íbúð komist ekki í gegnum greiðslumat. „Ég er að láta vinna í því hvernig stendur á því að þú ert bær til að greiða 250-400 þúsund krónur á mánuði í húsaleigu en þú mátt ekki greiða borga 250-400 þúsund krónur af láni í staðinn.“ Hún segir að það væri í lófa lagið að þeir einstaklingar sem staðið hafi í skilum með leigu fái að kaupa sér þak yfir höfuðið. „Þetta greiðslumatskerfi eins og það er núna þar sem lánveitandinn er með belti, axlabönd og í björgunarbát og allt saman. Alltaf öll áhætta og allt saman á þeim sem þurfa að leita til þeirra. Þetta er kerfi sem við þurfum að fara að skoða betur.“ Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Seðlabankinn Neytendur Skipulag Fasteignamarkaður Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Í tengslum við stýrivaxtaákvörðun í vikunni sagði Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra að það húsnæði sem væri til sölu hér á landi virtist ekki vera það sem neytendur vildu kaupa. Var hann þá að svara orðum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra sem sagði ekki skorta á umsvif í byggingariðnaði. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir að einstaklingar, sem hafi þurft að breyta lánum að undanförnu sem áður höfðu fasta og lægri vexti, fái snjóhengjuna á sig og að ólíðandi sé að ungu fólki sé boðið upp á það að borga íbúðir sínar upp fjórum eða fimm sinnum. „Húsnæði sem er til sölu er óhagkvæmt nema fyrir suma. Vegna þess að þetta er alltof dýrt, þessar nýbyggingar, þetta er alltof dýrt. Fólk kýs líka þegar það fer í stærstu fjárfestingu, sem það er hjá flestum á ævinni, að kaupa sér þak yfir höfuðið, þá vill það gjarnan fá bílastæði og gjarnan fá sólarglennu inn um gluggan einhvern tíman. Húsnæði í þessari þéttingarstefnu sem hefur verið rekin er ekki að slá í gegn nema hjá sumum,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra í kvöldfréttum Sýnar. Segir að skoða þurfi greiðslumatskerfið Inga segir að sérstaklega þurfi að taka utan um fyrstu kaupendur en í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kom fram að 80% einstaklinga sem vilji kaupa íbúð komist ekki í gegnum greiðslumat. „Ég er að láta vinna í því hvernig stendur á því að þú ert bær til að greiða 250-400 þúsund krónur á mánuði í húsaleigu en þú mátt ekki greiða borga 250-400 þúsund krónur af láni í staðinn.“ Hún segir að það væri í lófa lagið að þeir einstaklingar sem staðið hafi í skilum með leigu fái að kaupa sér þak yfir höfuðið. „Þetta greiðslumatskerfi eins og það er núna þar sem lánveitandinn er með belti, axlabönd og í björgunarbát og allt saman. Alltaf öll áhætta og allt saman á þeim sem þurfa að leita til þeirra. Þetta er kerfi sem við þurfum að fara að skoða betur.“
Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Seðlabankinn Neytendur Skipulag Fasteignamarkaður Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira