Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni Smári Jökull Jónsson skrifar 22. ágúst 2025 20:27 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra Íslands, segir ríkisstjórnina glíma við áskoranir á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina meðvitaða um ábyrgð sína í efnahagsmálum en spáð er aukinni verðbólgu næstu mánuði. Unnið sé í aðgerðapakka í húsnæðismálum og að áherslur ríkisstjórnarinnar muni sjást í haust. Seðlabankinn tilkynnti um óbreytta stýrivexti í vikunni. Var þetta í fyrsta sinn síðan í október í fyrra sem stýrivextir voru ekki lækkaðir en seðlabankastjóri biðlaði til almennings að sýna þolinmæði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina fulla ábyrgðar í þessum málum, verið sé að taka til í kerfinu og hlutirnir verði unnir hraðar sé þess þörf. „Mér finnst hins vegar skipta máli að taka fram að frá því boðað var til kosninga þá hafa vextir lækkað um 1,5%, það er um 50 þúsund krónur á meðalheimili á hverjum einasta mánuði. Við höfum séð framfarir en við viljum sjá frekari lækkanir en við þurfum líka að standa undir þeim,“ sagði Kristrún í kvöldfréttum Sýnar. Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans kom jafnframt fram að verðbólga, sem var 4% í júlí og lækkaði um 0,2% frá því í mánuðinum þar á undan, muni aukast á ný á næstu mánuðum en hjaðna þegar kemur fram á næsta ár. Kristrún segir lykilatriði að ríkisstjórnin taki ábyrgð á ástandinu og ætli sér að gera það sem þarf til að ná niður verðbólguvæntingum. Að ná niður verðbólgunni og stýrivöxtum var eitt af stærstu málum Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. „Að minnsta kosti samkvæmt Seðlabankanum þá eru horfurnar ekki nægilega góðar þegar kemur að verðbólgu, það er of mikil þensla í kerfinu. Við erum með áskoranir á húsnæðismarkaði og það er eitt af því sem ríkisstjórnin er að skoða alvarlega að flýta ákveðnum aðgerðum í því.“ Í gær kallaði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og nefndi sérstaklega aðstæður leigjenda. Kristrún sagði von á aðgerðum strax í haust. „Við erum að horfa á leigumarkaðinn hvernig við getum hamið leiguverðshækkanir. Ef við finnum ekki aðrar leiðir til þess þá þarf alvarlega að skoða leigubremsu en þetta er í vinnslu.“ Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Leigumarkaður Verðlag Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Seðlabankinn tilkynnti um óbreytta stýrivexti í vikunni. Var þetta í fyrsta sinn síðan í október í fyrra sem stýrivextir voru ekki lækkaðir en seðlabankastjóri biðlaði til almennings að sýna þolinmæði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina fulla ábyrgðar í þessum málum, verið sé að taka til í kerfinu og hlutirnir verði unnir hraðar sé þess þörf. „Mér finnst hins vegar skipta máli að taka fram að frá því boðað var til kosninga þá hafa vextir lækkað um 1,5%, það er um 50 þúsund krónur á meðalheimili á hverjum einasta mánuði. Við höfum séð framfarir en við viljum sjá frekari lækkanir en við þurfum líka að standa undir þeim,“ sagði Kristrún í kvöldfréttum Sýnar. Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans kom jafnframt fram að verðbólga, sem var 4% í júlí og lækkaði um 0,2% frá því í mánuðinum þar á undan, muni aukast á ný á næstu mánuðum en hjaðna þegar kemur fram á næsta ár. Kristrún segir lykilatriði að ríkisstjórnin taki ábyrgð á ástandinu og ætli sér að gera það sem þarf til að ná niður verðbólguvæntingum. Að ná niður verðbólgunni og stýrivöxtum var eitt af stærstu málum Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. „Að minnsta kosti samkvæmt Seðlabankanum þá eru horfurnar ekki nægilega góðar þegar kemur að verðbólgu, það er of mikil þensla í kerfinu. Við erum með áskoranir á húsnæðismarkaði og það er eitt af því sem ríkisstjórnin er að skoða alvarlega að flýta ákveðnum aðgerðum í því.“ Í gær kallaði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og nefndi sérstaklega aðstæður leigjenda. Kristrún sagði von á aðgerðum strax í haust. „Við erum að horfa á leigumarkaðinn hvernig við getum hamið leiguverðshækkanir. Ef við finnum ekki aðrar leiðir til þess þá þarf alvarlega að skoða leigubremsu en þetta er í vinnslu.“
Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Leigumarkaður Verðlag Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira