Rigning og rok í methlaupi Auðun Georg Ólafsson skrifar 22. ágúst 2025 13:15 Það er alls ekki víst að það verði sama rjómablíðan í Reykjavíkurmaraþoni í ár eins og var þegar þessari mynd var smellt af í hlaupinu árið 2018. Vísir/Vilhelm Veðurspáin fyrir morgundaginn aftrar ekki metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Nú hafa yfir sextán þúsund skráð sig til þátttöku sem slær fyrra met frá árinu 2014 sem stóð í 15.552. Siggi stormur segir að það gæti orðið allhvasst og rigning þegar flugeldasýningin fer fram um kvöldið. Uppselt er í hálfmaraþon og aðeins nokkrir miðar eftir í 10 km hlaupið, að sögn Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka. „Það hefur örugglega smitandi áhrif að taka þátt í þessum degi með einum eða öðrum hætti. Þeir sem hafa áður tekið þátt vita hvað það er einstök og jákvæð upplifun að hlaupa þessa leið og fá aðra með sér. Þetta er líka orðinn stór dagur fyrir góðgerðarfélög en hjá þeim mörgum er þetta-orðin ein af þeirra stærstu fjáröflunarviðburðum.“ Hægt er að skora á hlaupara á síðunni hlaupastyrkur.is en þegar þetta er skrifað hafa safnast yfir 240 milljónir. Spennandi verður að sjá hvort söfnunarmetið frá því í fyrra sem var 255 milljónir verði einnig slegið, að sögn Eddu. „Ég er vonast til að við náum að safna upp í 300 milljónir núna. Ef við náum því þá erum við komin upp í tvo milljarða sem safnast hefur til góðra mála frá upphafi söfnunarinnar.“ La la veðurspá Á morgun verður skýjað og suð-austan átt í kringum 8-13 metrar á sekúndu, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur, er ekkert að skafa utan af því og biður fólk um að klæða sig vel. „Það er lægðarsvæði suðvestur af landinu sem hefur verið að ýta burtu hæðinni sem við höfum notið í þessari viku. Það eru tvenn skil sem fylgja því lægðarsvæði sem er að nálgast,“ segir Siggi. „Þegar við vöknum í fyrramálið á höfuðborgarsvæðinu þá verður dáltil rigning fram til hádegis en þá styttir upp. Síðan verður þurrt meginhluta dagsins en þegar kemur fram á annað kvöld þá ganga vatnsmeiri skil yfir landið. Þá má búast við talsverðri rigningu í Reykjavík. Það hvessir svolítið en ég á ekki von á að það verði til trafala yfir daginn. Það verður einhver strekkingur í fyrramálið og fram á daginn en þegar kvöldskilin ganga inn á landið þá bætir í vind og gæti orðið allhvasst og rigning. Þeir sem ætla að vera í bænum annað kvöld þurfa að klæða sig í regnföt. Það verður of hvasst fyrir regnhlífar en góð vatnsheld regnföt ættu að duga.“ Hvernig er þá spáin fyrir flugeldasýninguna? „Þetta er einmitt spáin þegar flugeldarnir eru að fara í loftið. Best væri að flýta sýningunni því þessi skil eiga einmitt að ganga þá yfir. Þau eru svo vatnsmikil að skyggni verður takmarkað. Við höfum alveg séð það betra,“ segir Siggi stormur sem bætir því við að það verði þó milt í veðri, 14-15 stiga hiti. Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Veður Reykjavík Hlaup Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Uppselt er í hálfmaraþon og aðeins nokkrir miðar eftir í 10 km hlaupið, að sögn Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka. „Það hefur örugglega smitandi áhrif að taka þátt í þessum degi með einum eða öðrum hætti. Þeir sem hafa áður tekið þátt vita hvað það er einstök og jákvæð upplifun að hlaupa þessa leið og fá aðra með sér. Þetta er líka orðinn stór dagur fyrir góðgerðarfélög en hjá þeim mörgum er þetta-orðin ein af þeirra stærstu fjáröflunarviðburðum.“ Hægt er að skora á hlaupara á síðunni hlaupastyrkur.is en þegar þetta er skrifað hafa safnast yfir 240 milljónir. Spennandi verður að sjá hvort söfnunarmetið frá því í fyrra sem var 255 milljónir verði einnig slegið, að sögn Eddu. „Ég er vonast til að við náum að safna upp í 300 milljónir núna. Ef við náum því þá erum við komin upp í tvo milljarða sem safnast hefur til góðra mála frá upphafi söfnunarinnar.“ La la veðurspá Á morgun verður skýjað og suð-austan átt í kringum 8-13 metrar á sekúndu, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur, er ekkert að skafa utan af því og biður fólk um að klæða sig vel. „Það er lægðarsvæði suðvestur af landinu sem hefur verið að ýta burtu hæðinni sem við höfum notið í þessari viku. Það eru tvenn skil sem fylgja því lægðarsvæði sem er að nálgast,“ segir Siggi. „Þegar við vöknum í fyrramálið á höfuðborgarsvæðinu þá verður dáltil rigning fram til hádegis en þá styttir upp. Síðan verður þurrt meginhluta dagsins en þegar kemur fram á annað kvöld þá ganga vatnsmeiri skil yfir landið. Þá má búast við talsverðri rigningu í Reykjavík. Það hvessir svolítið en ég á ekki von á að það verði til trafala yfir daginn. Það verður einhver strekkingur í fyrramálið og fram á daginn en þegar kvöldskilin ganga inn á landið þá bætir í vind og gæti orðið allhvasst og rigning. Þeir sem ætla að vera í bænum annað kvöld þurfa að klæða sig í regnföt. Það verður of hvasst fyrir regnhlífar en góð vatnsheld regnföt ættu að duga.“ Hvernig er þá spáin fyrir flugeldasýninguna? „Þetta er einmitt spáin þegar flugeldarnir eru að fara í loftið. Best væri að flýta sýningunni því þessi skil eiga einmitt að ganga þá yfir. Þau eru svo vatnsmikil að skyggni verður takmarkað. Við höfum alveg séð það betra,“ segir Siggi stormur sem bætir því við að það verði þó milt í veðri, 14-15 stiga hiti.
Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Veður Reykjavík Hlaup Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira