Veður

Hiti að 21 stigi í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Á höfuðborgarsvæðinu á morgun, Menningarnótt, verður vindhraði kringum 10 metrar á sekúndu , sem er vindur sem finnst vel fyrir. Búast má við skýjuðu veðri.
Á höfuðborgarsvæðinu á morgun, Menningarnótt, verður vindhraði kringum 10 metrar á sekúndu , sem er vindur sem finnst vel fyrir. Búast má við skýjuðu veðri. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan fimm til þrettán metrum á sekúndu sunnan- og vestanlands, en átta til fimmtán á morgun. Skýjað verður á þessum slóðum og sums staðar dálítil væta, og mun bæta í úrkomu seinnipartinn á morgun.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Á Norður- og Austurlandi er útlit fyrir veður sem flestir myndu telja heppilegra helgarveður, þar verður vindur hægari en sunnan heiða og víða bjart og fallegt veður. Hiti á landinu í dag og á morgun á bilinu 12 til 21 stig, hlýjast norðaustantil og þar fer hiti væntanlega enn hærra á sunnudag,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Þar kemur fram að lægð suður af Hvarfi og hæðarhryggur austan við land beini lofti af suðlægum uppruna til landsins.

„Á höfuðborgarsvæðinu á morgun (Menningarnótt) verður vindhraði kringum 10 m/s, sem er vindur sem finnst vel fyrir. Búast má við skýjuðu veðri. Hann ætti að hanga þurr fyrir hádegi, en síðdegis er útlit fyrir dálitla vætu af og til og bætir síðan í rigningarkaflana um kvöldið. Hiti á bilinu 12 til 14 stig,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Suðaustan 8-15 m/s sunnan- og vestanlands, skýjað að mestu og sums staðar dálítil væta. Bætir í úrkomu um kvöldið. Hiti 13 til 18 stig. Hægari vindur og bjartviðri á Norður- og Austurlandi með hita 17 til 22 stig.

Á sunnudag: Suðaustan 5-13 og rigning eða súld með köflum, en þurrt norðaustantil á landinu. Hiti 15 til 25 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á mánudag og þriðjudag: Austlæg átt 5-10, en 10-15 við suðurströndina. Rigning af og til á sunnanverðu landinu, en yfirleitt þurrt norðantil. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðan- og vestanlands.

Á miðvikudag og fimmtudag: Austlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt á landinu. Hiti 10 til 20 stig, svalast við austurströndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×