Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. ágúst 2025 21:54 Gamli inngangurinn að húsnæði MÍR við Hverfisgötu 105. Vísir/Vilhelm Sósíalistaflokkur Íslands er kominn með nýtt húsnæði sem hann deilir með menningarfélaginu MÍR, Menningartengslum Íslands og Rússlands. Flokknum var hent út úr húsnæði sínu í Bolholti í sumar. Húsnæðið er að Hverfisgötu 105, er tæpir 300 fermetrar að stærð og er að fullu í eigu MÍR. Heimildin greindi frá því að Sósíalistar væru fluttir þangað inn. Sæþór Benjamín Randall, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir að leigusamningur hafi ekki verið undirritaður formlega en það sé mikill vilji hjá báðum aðilum. „Það er eitthvað óvíst hver er með umboð til að skrifa undir samninginn hjá þeim, en þetta eru formsatriði sem á eftir að ganga frá,“ segir Sæþór. Nýtt húsnæði sé ódýrara en gamla húsnæðið í Bolholti, og betri staður fyrir stjórnmálaflokk. „Gamla framkvæmdastjórnin í flokknum var náttúrulega bara að hugsa um húsnæði sem hentaði Samstöðinni. Húsnæðið í Bolholti var mjög dýrt og ekki fullkomið fyrir stjórnmálaflokk.“ Fundarhöld um díalektíska efnishyggju Sæþór segir að fyrstu kynni hans af húsnæðinu hafi verið á fundi á vegum DíaMat, félags um díalektíska efnishyggju sem er skráð trú- og lífsskoðunarfélag á Íslandi. „DíaMat héldu fund hjá MÍR, það voru haldnar ræður í þessu húsnæði, og við hugsuðum að þetta húsnæði gæti hentað mjög vel,“ segir hann. MÍR hafi tekið mjög vel á móti Sósíalistaflokknum. Hins vegar sé ekki um neitt samstarf að ræða milli félagsins og flokksins, húsnæðið hafi bara hentað vel. Ekkert pólitískt samstarf Sigurður Hergeir Einarsson, formaður MÍR, segir að svona hafi málin einfaldlega þróast þegar Sósíalistaflokkurinn klofnaði. Ekkert pólitískt samstarf sé í farvatninu. „Neineinei. MÍR er menningarfélag og Sósíalistar eru pólitískur flokkur. MÍR heldur sig fyrir utan pólitík, þótt menn hafi alveg skoðanir á pólitík.“ Þannig þið sitjið bara og hlustið á Rachmaninoff og lesið Dostoevsky? „Jájá, við höfum farið á námskeið hjá Gunnari Þorra Péturssyni í Karamazov-bræðrum, sem er alveg stórkostleg bók.“ „En það er mikill munur á menningarfélagi og pólitískum flokk.“ Sigurður segir aðalfund MÍR munu fara fram í september, þar sem menn verða kjörnir í stjórn og farið verði yfir ýmis mál. Til stóð að halda aðalfund í félaginu í maí síðastliðnum, en hópur fólks kom í veg fyrir að hann yrði haldinn. Deilur hafa staðið um framtíð félagsins allt frá því að stjórn félagsins samþykkti að leggja það niður í núverandi mynd og breyta því í styrktarsjóð árið 2022. Sjá nánar um deilurnar innan MÍR hér. Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Félagasamtök Tengdar fréttir Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Reyna á að koma á fót sáttanefnd eftir að hópur fólks kom í veg fyrir að aðalfundur menningarfélagsins MÍR yrði haldinn í síðustu viku. Hætta varð við síðasta fund í miðjum klíðum eftir að til handalögmála kom við húsnæði félagsins. 20. maí 2025 07:31 Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Húsnæðið er að Hverfisgötu 105, er tæpir 300 fermetrar að stærð og er að fullu í eigu MÍR. Heimildin greindi frá því að Sósíalistar væru fluttir þangað inn. Sæþór Benjamín Randall, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir að leigusamningur hafi ekki verið undirritaður formlega en það sé mikill vilji hjá báðum aðilum. „Það er eitthvað óvíst hver er með umboð til að skrifa undir samninginn hjá þeim, en þetta eru formsatriði sem á eftir að ganga frá,“ segir Sæþór. Nýtt húsnæði sé ódýrara en gamla húsnæðið í Bolholti, og betri staður fyrir stjórnmálaflokk. „Gamla framkvæmdastjórnin í flokknum var náttúrulega bara að hugsa um húsnæði sem hentaði Samstöðinni. Húsnæðið í Bolholti var mjög dýrt og ekki fullkomið fyrir stjórnmálaflokk.“ Fundarhöld um díalektíska efnishyggju Sæþór segir að fyrstu kynni hans af húsnæðinu hafi verið á fundi á vegum DíaMat, félags um díalektíska efnishyggju sem er skráð trú- og lífsskoðunarfélag á Íslandi. „DíaMat héldu fund hjá MÍR, það voru haldnar ræður í þessu húsnæði, og við hugsuðum að þetta húsnæði gæti hentað mjög vel,“ segir hann. MÍR hafi tekið mjög vel á móti Sósíalistaflokknum. Hins vegar sé ekki um neitt samstarf að ræða milli félagsins og flokksins, húsnæðið hafi bara hentað vel. Ekkert pólitískt samstarf Sigurður Hergeir Einarsson, formaður MÍR, segir að svona hafi málin einfaldlega þróast þegar Sósíalistaflokkurinn klofnaði. Ekkert pólitískt samstarf sé í farvatninu. „Neineinei. MÍR er menningarfélag og Sósíalistar eru pólitískur flokkur. MÍR heldur sig fyrir utan pólitík, þótt menn hafi alveg skoðanir á pólitík.“ Þannig þið sitjið bara og hlustið á Rachmaninoff og lesið Dostoevsky? „Jájá, við höfum farið á námskeið hjá Gunnari Þorra Péturssyni í Karamazov-bræðrum, sem er alveg stórkostleg bók.“ „En það er mikill munur á menningarfélagi og pólitískum flokk.“ Sigurður segir aðalfund MÍR munu fara fram í september, þar sem menn verða kjörnir í stjórn og farið verði yfir ýmis mál. Til stóð að halda aðalfund í félaginu í maí síðastliðnum, en hópur fólks kom í veg fyrir að hann yrði haldinn. Deilur hafa staðið um framtíð félagsins allt frá því að stjórn félagsins samþykkti að leggja það niður í núverandi mynd og breyta því í styrktarsjóð árið 2022. Sjá nánar um deilurnar innan MÍR hér.
Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Félagasamtök Tengdar fréttir Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Reyna á að koma á fót sáttanefnd eftir að hópur fólks kom í veg fyrir að aðalfundur menningarfélagsins MÍR yrði haldinn í síðustu viku. Hætta varð við síðasta fund í miðjum klíðum eftir að til handalögmála kom við húsnæði félagsins. 20. maí 2025 07:31 Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Reyna á að koma á fót sáttanefnd eftir að hópur fólks kom í veg fyrir að aðalfundur menningarfélagsins MÍR yrði haldinn í síðustu viku. Hætta varð við síðasta fund í miðjum klíðum eftir að til handalögmála kom við húsnæði félagsins. 20. maí 2025 07:31
Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00