Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Árni Sæberg skrifar 21. ágúst 2025 14:52 Gunnþór Ingvason er forstjóri Síldarvinnslunnar. Vísir/Arnar Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur gefið vilyrði fyrir að skrá sig fyrir hlutum í Arctic fish fyrir um tvo milljarða króna í hlutafjáraukningu félagsins. Félagið hefur boðað hlutafjáraukninguna til þess að bæta eiginfjárhlutfall sitt, en félagið tapaði um 637 milljónum króna á fyrri hluta þessa árs. Arctic fish, sem er að mestu í eigu norska fiskeldisrisans Mowi og Síldarvinnslunnar, birti í gær uppgjör fyrir fyrri hluta ársins. Í tilkynningu félagsins til Euronext kauphallarinnar í Noregi segir að framleiðsla hafi gengið vel á tímabilinu en á sama tíma hafi markaðsaðstæður verið erfiðar vegna lágs markaðsverðs lax. Slátruðu miklu meira en töpuðu samt Félagið hafi slátrað 2.020 tonnum á tímabilinu, samanborið við 1.275 tonn á sama tímabili í fyrra. Það gerir 58 prósenta aukningu milli ára. Aftur á móti hafi afkoma félagsins verið neikvæð um 2,19 evrur á hvert slátrað kíló. Það gerir tap upp á 637 milljónir króna á fyrri helmingi ársins, miðað við gengi dagsins í dag. Auka hlutafé til að uppfylla skilyrði lánasamninga Þá segir í tilkynningunni frá fyrirhugaðri hlutafjáraukningu upp á 35 milljónir evra, eða um fimm milljarða króna. Henni sé ætlað að bæta eiginfjárstöðu félagsins til þess að koma í veg fyrir gjaldfellingu lána félagsins. Gjaldfellingarákvæði tengd eiginfjárhlutfalli sé að finna í lánasamningum félagsins en ekki afkomutengd. Í tilkynningunni segir að tveir stærstu hlutahafar félagsins, Mowi sem fer með 51,8 prósenta hlut, og Síldavinnslan sem fer með 34,19 prósenta hlut, hafi þegar gefið vilyrði fyrir að skrá sig fyrir öllum hlutunum í samræmi við eignarhlutfall og á dagslokagengi félagsins í gær, 31,8 norskum krónum á hlut. Í tilkynningu Síldarvinnslunnar til Kauphallar segir þannig að félagið muni skrá sig fyrir 40 prósentum hlutanna fyrir samtals fjórtán milljónir evra. Það gerir rétt rúmlega tvo milljarða króna. Síldarvinnslan keypti upphaflega 34,19 prósenta hlut í Arctic fish árið 2022 á genginu 100 norskar krónur á hlut. Fiskeldi Síldarvinnslan Sjávarútvegur Fjarðabyggð Tengdar fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Síldarvinnslan í Neskaupstað hagnaðist um milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta hefur félagið sett allar fjárfestingar á ís og sér fram á að draga saman seglin í Fjarðabyggð vegna boðaðrar hækkunar veiðigjalda. 23. maí 2025 16:04 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Arctic fish, sem er að mestu í eigu norska fiskeldisrisans Mowi og Síldarvinnslunnar, birti í gær uppgjör fyrir fyrri hluta ársins. Í tilkynningu félagsins til Euronext kauphallarinnar í Noregi segir að framleiðsla hafi gengið vel á tímabilinu en á sama tíma hafi markaðsaðstæður verið erfiðar vegna lágs markaðsverðs lax. Slátruðu miklu meira en töpuðu samt Félagið hafi slátrað 2.020 tonnum á tímabilinu, samanborið við 1.275 tonn á sama tímabili í fyrra. Það gerir 58 prósenta aukningu milli ára. Aftur á móti hafi afkoma félagsins verið neikvæð um 2,19 evrur á hvert slátrað kíló. Það gerir tap upp á 637 milljónir króna á fyrri helmingi ársins, miðað við gengi dagsins í dag. Auka hlutafé til að uppfylla skilyrði lánasamninga Þá segir í tilkynningunni frá fyrirhugaðri hlutafjáraukningu upp á 35 milljónir evra, eða um fimm milljarða króna. Henni sé ætlað að bæta eiginfjárstöðu félagsins til þess að koma í veg fyrir gjaldfellingu lána félagsins. Gjaldfellingarákvæði tengd eiginfjárhlutfalli sé að finna í lánasamningum félagsins en ekki afkomutengd. Í tilkynningunni segir að tveir stærstu hlutahafar félagsins, Mowi sem fer með 51,8 prósenta hlut, og Síldavinnslan sem fer með 34,19 prósenta hlut, hafi þegar gefið vilyrði fyrir að skrá sig fyrir öllum hlutunum í samræmi við eignarhlutfall og á dagslokagengi félagsins í gær, 31,8 norskum krónum á hlut. Í tilkynningu Síldarvinnslunnar til Kauphallar segir þannig að félagið muni skrá sig fyrir 40 prósentum hlutanna fyrir samtals fjórtán milljónir evra. Það gerir rétt rúmlega tvo milljarða króna. Síldarvinnslan keypti upphaflega 34,19 prósenta hlut í Arctic fish árið 2022 á genginu 100 norskar krónur á hlut.
Fiskeldi Síldarvinnslan Sjávarútvegur Fjarðabyggð Tengdar fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Síldarvinnslan í Neskaupstað hagnaðist um milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta hefur félagið sett allar fjárfestingar á ís og sér fram á að draga saman seglin í Fjarðabyggð vegna boðaðrar hækkunar veiðigjalda. 23. maí 2025 16:04 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Síldarvinnslan í Neskaupstað hagnaðist um milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta hefur félagið sett allar fjárfestingar á ís og sér fram á að draga saman seglin í Fjarðabyggð vegna boðaðrar hækkunar veiðigjalda. 23. maí 2025 16:04