Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Árni Sæberg skrifar 21. ágúst 2025 14:52 Gunnþór Ingvason er forstjóri Síldarvinnslunnar. Vísir/Arnar Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur gefið vilyrði fyrir að skrá sig fyrir hlutum í Arctic fish fyrir um tvo milljarða króna í hlutafjáraukningu félagsins. Félagið hefur boðað hlutafjáraukninguna til þess að bæta eiginfjárhlutfall sitt, en félagið tapaði um 637 milljónum króna á fyrri hluta þessa árs. Arctic fish, sem er að mestu í eigu norska fiskeldisrisans Mowi og Síldarvinnslunnar, birti í gær uppgjör fyrir fyrri hluta ársins. Í tilkynningu félagsins til Euronext kauphallarinnar í Noregi segir að framleiðsla hafi gengið vel á tímabilinu en á sama tíma hafi markaðsaðstæður verið erfiðar vegna lágs markaðsverðs lax. Slátruðu miklu meira en töpuðu samt Félagið hafi slátrað 2.020 tonnum á tímabilinu, samanborið við 1.275 tonn á sama tímabili í fyrra. Það gerir 58 prósenta aukningu milli ára. Aftur á móti hafi afkoma félagsins verið neikvæð um 2,19 evrur á hvert slátrað kíló. Það gerir tap upp á 637 milljónir króna á fyrri helmingi ársins, miðað við gengi dagsins í dag. Auka hlutafé til að uppfylla skilyrði lánasamninga Þá segir í tilkynningunni frá fyrirhugaðri hlutafjáraukningu upp á 35 milljónir evra, eða um fimm milljarða króna. Henni sé ætlað að bæta eiginfjárstöðu félagsins til þess að koma í veg fyrir gjaldfellingu lána félagsins. Gjaldfellingarákvæði tengd eiginfjárhlutfalli sé að finna í lánasamningum félagsins en ekki afkomutengd. Í tilkynningunni segir að tveir stærstu hlutahafar félagsins, Mowi sem fer með 51,8 prósenta hlut, og Síldavinnslan sem fer með 34,19 prósenta hlut, hafi þegar gefið vilyrði fyrir að skrá sig fyrir öllum hlutunum í samræmi við eignarhlutfall og á dagslokagengi félagsins í gær, 31,8 norskum krónum á hlut. Í tilkynningu Síldarvinnslunnar til Kauphallar segir þannig að félagið muni skrá sig fyrir 40 prósentum hlutanna fyrir samtals fjórtán milljónir evra. Það gerir rétt rúmlega tvo milljarða króna. Síldarvinnslan keypti upphaflega 34,19 prósenta hlut í Arctic fish árið 2022 á genginu 100 norskar krónur á hlut. Fiskeldi Síldarvinnslan Sjávarútvegur Fjarðabyggð Tengdar fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Síldarvinnslan í Neskaupstað hagnaðist um milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta hefur félagið sett allar fjárfestingar á ís og sér fram á að draga saman seglin í Fjarðabyggð vegna boðaðrar hækkunar veiðigjalda. 23. maí 2025 16:04 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Sjá meira
Arctic fish, sem er að mestu í eigu norska fiskeldisrisans Mowi og Síldarvinnslunnar, birti í gær uppgjör fyrir fyrri hluta ársins. Í tilkynningu félagsins til Euronext kauphallarinnar í Noregi segir að framleiðsla hafi gengið vel á tímabilinu en á sama tíma hafi markaðsaðstæður verið erfiðar vegna lágs markaðsverðs lax. Slátruðu miklu meira en töpuðu samt Félagið hafi slátrað 2.020 tonnum á tímabilinu, samanborið við 1.275 tonn á sama tímabili í fyrra. Það gerir 58 prósenta aukningu milli ára. Aftur á móti hafi afkoma félagsins verið neikvæð um 2,19 evrur á hvert slátrað kíló. Það gerir tap upp á 637 milljónir króna á fyrri helmingi ársins, miðað við gengi dagsins í dag. Auka hlutafé til að uppfylla skilyrði lánasamninga Þá segir í tilkynningunni frá fyrirhugaðri hlutafjáraukningu upp á 35 milljónir evra, eða um fimm milljarða króna. Henni sé ætlað að bæta eiginfjárstöðu félagsins til þess að koma í veg fyrir gjaldfellingu lána félagsins. Gjaldfellingarákvæði tengd eiginfjárhlutfalli sé að finna í lánasamningum félagsins en ekki afkomutengd. Í tilkynningunni segir að tveir stærstu hlutahafar félagsins, Mowi sem fer með 51,8 prósenta hlut, og Síldavinnslan sem fer með 34,19 prósenta hlut, hafi þegar gefið vilyrði fyrir að skrá sig fyrir öllum hlutunum í samræmi við eignarhlutfall og á dagslokagengi félagsins í gær, 31,8 norskum krónum á hlut. Í tilkynningu Síldarvinnslunnar til Kauphallar segir þannig að félagið muni skrá sig fyrir 40 prósentum hlutanna fyrir samtals fjórtán milljónir evra. Það gerir rétt rúmlega tvo milljarða króna. Síldarvinnslan keypti upphaflega 34,19 prósenta hlut í Arctic fish árið 2022 á genginu 100 norskar krónur á hlut.
Fiskeldi Síldarvinnslan Sjávarútvegur Fjarðabyggð Tengdar fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Síldarvinnslan í Neskaupstað hagnaðist um milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta hefur félagið sett allar fjárfestingar á ís og sér fram á að draga saman seglin í Fjarðabyggð vegna boðaðrar hækkunar veiðigjalda. 23. maí 2025 16:04 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Sjá meira
Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Síldarvinnslan í Neskaupstað hagnaðist um milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta hefur félagið sett allar fjárfestingar á ís og sér fram á að draga saman seglin í Fjarðabyggð vegna boðaðrar hækkunar veiðigjalda. 23. maí 2025 16:04