Innlent

Vendingar í hraðbankamálinu og hús­næði sem fólk vill ekki

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Héraðsdómur hefur hafnað beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um aðild að þjófnaði á hraðbanka í Mosfellsbæ. Verjandi mannsins telur ólíklegt að Landsréttur fallist á varðhald, rökstuddan grun skorti í málinu. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum.

Tæplega tíu ára drengur lést úr malaríu á Landspítalanum í vikunni eftir að hafa verið á ferðalagi í Úganda með fjölskyldu sinni. Sóttvarnalæknir segir veikindin mjög óalgeng hér á landi og hvetur fólk sem hyggst á ferðalög að leita sér ráðgjafar.

Fjármálaráðherra segir vandann við íslenskan fasteignamarkað þann að á markaði séu íbúðir sem fólk vilji ekki kaupa. Áhersla verði lögð á húsnæðismál á haustþinginu.

Hernám Ísraelshers á Gasaborg hófst í morgun og flýja íbúar í stórum stíl. Körfuknattleikssamband Íslands segist hafa beitt sér fyrir keppnisbanni á ísraelska liðið en ekki geta sniðgengið leik gegn liðinu á EM vegna alvarlegra afleiðinga.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 21. ágúst 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×