Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Stefán Árni Pálsson skrifar 21. ágúst 2025 11:00 Of Monsters and Men hafa komið fram hjá öllum stærstu spjallþáttastjórnendum heimsins. Hljómsveitin Of Monsters and Men bar sigur úr býtum í Músíktilraunum árið 2010 þegar að meðlimir sveitarinnar voru um og yfir tvítugt. Boltinn rúllaði hratt og náði sveitin heimsathygli með útgáfu fyrstu plötunnar, My Head is an Animal ári síðar. Lítið hefur heyrst til sveitarinnar síðustu ár en síðasta plata þeirra, Fever Dream, kom út fyrir sex árum síðan. Nú er hins vegar ný plata væntanleg og tónleikaferðalag hefst í haust. Að því tilefni hittum við í Íslandi í dag þrjá af fimm meðlimum sveitarinnar í stúdíói þeirra í Garðabæ, Skarkala, og fórum yfir ferilinn. Meðlimir OMAM, eins og sveitin er oft kölluð, passa vel upp á hvort annað, sér í lagi þegar að hasarinn var mikill í árdaga sveitarinnar og heimsfrægðin bankaði að dyrum. Þá pössuðu þau upp á að halda jarðtengingu og gera enn en viðurkenna að vissulega hafi mörg súrrealísk móment einkennt þessi fyrstu ár. Til dæmis þegar að þau biðu eftir því að koma fram í spjallþætti Jay Leno og styttu stundirnar með að tala við fjölskyldur sínar á Facetime. Þá gerði spjallþáttastjórnandinn sér lítið fyrir og vinkaði familíunni. Milljarður í spilun Hljómsveitin hefur verið tilnefnd til ýmissa verðlauna, svo sem MTV Awards, Bilboard Music Awards og auðvitað Hlustendaverðlauna FM957, Bylgjunnar og X-ins. Lög sveitarinnar hafa heyrst í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og bíómyndum, svo sem The Secret Life of Walter Mitty, The Hunger Games, Sweet Tooth og Grey’s Anatomy. Það er óumdeilanlegt að fyrsti slagari sveitarinnar, Little Talks, er langvinsælasta lagið og braut nýverið þúsund milljóna múr Spotify. Já, það er búið að spila það rúmlega þúsund milljón sinnum. „Ég skil ekki alveg þessa tölu,“ segja meðlimir sveitarinnar í Íslandi í dag sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan. Ísland í dag Of Monsters and Men Tónlist Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Boltinn rúllaði hratt og náði sveitin heimsathygli með útgáfu fyrstu plötunnar, My Head is an Animal ári síðar. Lítið hefur heyrst til sveitarinnar síðustu ár en síðasta plata þeirra, Fever Dream, kom út fyrir sex árum síðan. Nú er hins vegar ný plata væntanleg og tónleikaferðalag hefst í haust. Að því tilefni hittum við í Íslandi í dag þrjá af fimm meðlimum sveitarinnar í stúdíói þeirra í Garðabæ, Skarkala, og fórum yfir ferilinn. Meðlimir OMAM, eins og sveitin er oft kölluð, passa vel upp á hvort annað, sér í lagi þegar að hasarinn var mikill í árdaga sveitarinnar og heimsfrægðin bankaði að dyrum. Þá pössuðu þau upp á að halda jarðtengingu og gera enn en viðurkenna að vissulega hafi mörg súrrealísk móment einkennt þessi fyrstu ár. Til dæmis þegar að þau biðu eftir því að koma fram í spjallþætti Jay Leno og styttu stundirnar með að tala við fjölskyldur sínar á Facetime. Þá gerði spjallþáttastjórnandinn sér lítið fyrir og vinkaði familíunni. Milljarður í spilun Hljómsveitin hefur verið tilnefnd til ýmissa verðlauna, svo sem MTV Awards, Bilboard Music Awards og auðvitað Hlustendaverðlauna FM957, Bylgjunnar og X-ins. Lög sveitarinnar hafa heyrst í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og bíómyndum, svo sem The Secret Life of Walter Mitty, The Hunger Games, Sweet Tooth og Grey’s Anatomy. Það er óumdeilanlegt að fyrsti slagari sveitarinnar, Little Talks, er langvinsælasta lagið og braut nýverið þúsund milljóna múr Spotify. Já, það er búið að spila það rúmlega þúsund milljón sinnum. „Ég skil ekki alveg þessa tölu,“ segja meðlimir sveitarinnar í Íslandi í dag sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan.
Ísland í dag Of Monsters and Men Tónlist Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira