Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Stefán Árni Pálsson skrifar 21. ágúst 2025 11:00 Of Monsters and Men hafa komið fram hjá öllum stærstu spjallþáttastjórnendum heimsins. Hljómsveitin Of Monsters and Men bar sigur úr býtum í Músíktilraunum árið 2010 þegar að meðlimir sveitarinnar voru um og yfir tvítugt. Boltinn rúllaði hratt og náði sveitin heimsathygli með útgáfu fyrstu plötunnar, My Head is an Animal ári síðar. Lítið hefur heyrst til sveitarinnar síðustu ár en síðasta plata þeirra, Fever Dream, kom út fyrir sex árum síðan. Nú er hins vegar ný plata væntanleg og tónleikaferðalag hefst í haust. Að því tilefni hittum við í Íslandi í dag þrjá af fimm meðlimum sveitarinnar í stúdíói þeirra í Garðabæ, Skarkala, og fórum yfir ferilinn. Meðlimir OMAM, eins og sveitin er oft kölluð, passa vel upp á hvort annað, sér í lagi þegar að hasarinn var mikill í árdaga sveitarinnar og heimsfrægðin bankaði að dyrum. Þá pössuðu þau upp á að halda jarðtengingu og gera enn en viðurkenna að vissulega hafi mörg súrrealísk móment einkennt þessi fyrstu ár. Til dæmis þegar að þau biðu eftir því að koma fram í spjallþætti Jay Leno og styttu stundirnar með að tala við fjölskyldur sínar á Facetime. Þá gerði spjallþáttastjórnandinn sér lítið fyrir og vinkaði familíunni. Milljarður í spilun Hljómsveitin hefur verið tilnefnd til ýmissa verðlauna, svo sem MTV Awards, Bilboard Music Awards og auðvitað Hlustendaverðlauna FM957, Bylgjunnar og X-ins. Lög sveitarinnar hafa heyrst í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og bíómyndum, svo sem The Secret Life of Walter Mitty, The Hunger Games, Sweet Tooth og Grey’s Anatomy. Það er óumdeilanlegt að fyrsti slagari sveitarinnar, Little Talks, er langvinsælasta lagið og braut nýverið þúsund milljóna múr Spotify. Já, það er búið að spila það rúmlega þúsund milljón sinnum. „Ég skil ekki alveg þessa tölu,“ segja meðlimir sveitarinnar í Íslandi í dag sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan. Ísland í dag Of Monsters and Men Tónlist Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
Boltinn rúllaði hratt og náði sveitin heimsathygli með útgáfu fyrstu plötunnar, My Head is an Animal ári síðar. Lítið hefur heyrst til sveitarinnar síðustu ár en síðasta plata þeirra, Fever Dream, kom út fyrir sex árum síðan. Nú er hins vegar ný plata væntanleg og tónleikaferðalag hefst í haust. Að því tilefni hittum við í Íslandi í dag þrjá af fimm meðlimum sveitarinnar í stúdíói þeirra í Garðabæ, Skarkala, og fórum yfir ferilinn. Meðlimir OMAM, eins og sveitin er oft kölluð, passa vel upp á hvort annað, sér í lagi þegar að hasarinn var mikill í árdaga sveitarinnar og heimsfrægðin bankaði að dyrum. Þá pössuðu þau upp á að halda jarðtengingu og gera enn en viðurkenna að vissulega hafi mörg súrrealísk móment einkennt þessi fyrstu ár. Til dæmis þegar að þau biðu eftir því að koma fram í spjallþætti Jay Leno og styttu stundirnar með að tala við fjölskyldur sínar á Facetime. Þá gerði spjallþáttastjórnandinn sér lítið fyrir og vinkaði familíunni. Milljarður í spilun Hljómsveitin hefur verið tilnefnd til ýmissa verðlauna, svo sem MTV Awards, Bilboard Music Awards og auðvitað Hlustendaverðlauna FM957, Bylgjunnar og X-ins. Lög sveitarinnar hafa heyrst í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og bíómyndum, svo sem The Secret Life of Walter Mitty, The Hunger Games, Sweet Tooth og Grey’s Anatomy. Það er óumdeilanlegt að fyrsti slagari sveitarinnar, Little Talks, er langvinsælasta lagið og braut nýverið þúsund milljóna múr Spotify. Já, það er búið að spila það rúmlega þúsund milljón sinnum. „Ég skil ekki alveg þessa tölu,“ segja meðlimir sveitarinnar í Íslandi í dag sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan.
Ísland í dag Of Monsters and Men Tónlist Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira