Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Lovísa Arnardóttir skrifar 20. ágúst 2025 11:01 Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, stýrir rannsókn lögreglu á þjófnaðinum. Sýn Enginn hefur enn verið handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ í gær. Milljónir voru í hraðbankanum. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn lögreglunnar. Hraðbankaþjófnaðurinn átti sér stað í hraðbankaútibúi Íslandsbanka í Þverholti Mosfellsbæjar aðfaranótt mánudags. Lögregla fékk tilkynningu um málið klukkan 4:14 en þjófarnir notuðu gröfu sem þeir stálu af framkvæmdasvæði í Blikastaðalandi til að stela hraðbankanum. Grafan fannst skammt frá. Ekki eru til upptökur af þjófnaðinum sjálfum en til eru einhverjar upptökur af þjófunum aka gröfunni í gegnum bæinn á leið sinni í Þverholt. Húsleit með sérsveit Lögregla framkvæmdi í gær, með aðstoð sérsveitar, tvær húsleitir í tengslum við rannsókn sína á málinu. Önnur var á heimili Stefáns Blackburn. Stefán er einn fimm sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða og var ákærður fyrir manndráp, fjárkúgun og frelsissviptingu og er því í gæsluvarðhaldi og var ekki heima þegar húsleitin fór fram. Stefáni er í málinu gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Hjördís sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að engar vísbendingar væru um tengsl í þessum tveimur málum. Hún sagði jafnframt lögreglu hafa fengið fjölda ábendinga og vinni að því að fara í gegnum myndefni sem þeim hefur borist af þjófunum við verknaðinn. Hún sagði jafnframt lögreglu hafa ákveðna einstaklinga grunaða en enginn hefur enn verið handtekinn. Mosfellsbær Lögreglumál Manndráp í Gufunesi Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Tengdar fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í tvær húsleitir með aðstoð sérsveitar í dag vegna rannsóknar sinnar á þjófnaði úr hraðbanka í Mosfellsbæ í nótt. Samkvæmt heimildum fréttastofu býr Stefán Blackburn, þekktur brotamaður, á öðru heimilinu sem lögreglan heimsótti í dag. 19. ágúst 2025 14:28 Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Í hádegisfréttum verður rætt við sérfræðing í alþjóðamálum sem leggur mat á fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta með forseta Úkraínu og öðrum leiðtogum Evrópuríkja í gær. Allt strandi á afstöðu Rússlands. 19. ágúst 2025 11:34 Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Bubbi Morthens, einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, hefur tjáð sig um hraðbankaþjófnað sem varð í Mosfellsbæ í nótt. Bubbi segir stuldinn hafa minnt sig á goðsagnapersónuna Hróa Hött. 19. ágúst 2025 15:21 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Hraðbankaþjófnaðurinn átti sér stað í hraðbankaútibúi Íslandsbanka í Þverholti Mosfellsbæjar aðfaranótt mánudags. Lögregla fékk tilkynningu um málið klukkan 4:14 en þjófarnir notuðu gröfu sem þeir stálu af framkvæmdasvæði í Blikastaðalandi til að stela hraðbankanum. Grafan fannst skammt frá. Ekki eru til upptökur af þjófnaðinum sjálfum en til eru einhverjar upptökur af þjófunum aka gröfunni í gegnum bæinn á leið sinni í Þverholt. Húsleit með sérsveit Lögregla framkvæmdi í gær, með aðstoð sérsveitar, tvær húsleitir í tengslum við rannsókn sína á málinu. Önnur var á heimili Stefáns Blackburn. Stefán er einn fimm sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða og var ákærður fyrir manndráp, fjárkúgun og frelsissviptingu og er því í gæsluvarðhaldi og var ekki heima þegar húsleitin fór fram. Stefáni er í málinu gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Hjördís sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að engar vísbendingar væru um tengsl í þessum tveimur málum. Hún sagði jafnframt lögreglu hafa fengið fjölda ábendinga og vinni að því að fara í gegnum myndefni sem þeim hefur borist af þjófunum við verknaðinn. Hún sagði jafnframt lögreglu hafa ákveðna einstaklinga grunaða en enginn hefur enn verið handtekinn.
Mosfellsbær Lögreglumál Manndráp í Gufunesi Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Tengdar fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í tvær húsleitir með aðstoð sérsveitar í dag vegna rannsóknar sinnar á þjófnaði úr hraðbanka í Mosfellsbæ í nótt. Samkvæmt heimildum fréttastofu býr Stefán Blackburn, þekktur brotamaður, á öðru heimilinu sem lögreglan heimsótti í dag. 19. ágúst 2025 14:28 Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Í hádegisfréttum verður rætt við sérfræðing í alþjóðamálum sem leggur mat á fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta með forseta Úkraínu og öðrum leiðtogum Evrópuríkja í gær. Allt strandi á afstöðu Rússlands. 19. ágúst 2025 11:34 Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Bubbi Morthens, einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, hefur tjáð sig um hraðbankaþjófnað sem varð í Mosfellsbæ í nótt. Bubbi segir stuldinn hafa minnt sig á goðsagnapersónuna Hróa Hött. 19. ágúst 2025 15:21 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Húsleit á heimili þekkts brotamanns Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í tvær húsleitir með aðstoð sérsveitar í dag vegna rannsóknar sinnar á þjófnaði úr hraðbanka í Mosfellsbæ í nótt. Samkvæmt heimildum fréttastofu býr Stefán Blackburn, þekktur brotamaður, á öðru heimilinu sem lögreglan heimsótti í dag. 19. ágúst 2025 14:28
Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Í hádegisfréttum verður rætt við sérfræðing í alþjóðamálum sem leggur mat á fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta með forseta Úkraínu og öðrum leiðtogum Evrópuríkja í gær. Allt strandi á afstöðu Rússlands. 19. ágúst 2025 11:34
Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Bubbi Morthens, einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, hefur tjáð sig um hraðbankaþjófnað sem varð í Mosfellsbæ í nótt. Bubbi segir stuldinn hafa minnt sig á goðsagnapersónuna Hróa Hött. 19. ágúst 2025 15:21