Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. ágúst 2025 11:03 Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Vísir/Ívar Fannar Fjölmiðlanefnd hefur sektað Ríkisútvarpið um hálfa milljón króna vegna of langs auglýsingatíma fyrir Áramótaskaupið árið 2024. Auglýsing fyrir útvarpsstöð fjölmiðilsins varð þeim að falli. Fjölmiðlanefnd barst kvörtun í byrjun árs um tiltekna auglýsingu sem birst hafði ítrekað á sjónvarpsstöðvum Ríkisútvarpsins þar sem Rás 2, útvarpsstöð miðilsins, var auglýst. Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið mega auglýsingar á hverri klukkustund alls vera átta mínútur. Af þessum átta mínútum teljast ekki með „tilkynningar frá Ríkisútvarpinu um myndmiðlunarefni þess og stoðframleiðslu sem leiðir beint af því efni.“ Nefndin tók kvörtunina til skoðunar og afmarkaði tímarammann við 31. desember á milli klukkan tíu og ellefu að kvöldi til, klukkustundina áður en hið gífurvinsæla Áramótaskaup er sent út. Samkvæmt Ríkisútvarpinu voru auglýsingarnar klukkustundina fyrir skaupið alls 7 mínútur og 59 sekúndur. Á þessari klukkustund var einnig sýnd umrædd auglýsing fyrir Rás 2, sem er alls ein mínúta og 37 sekúndur að lengd. Ríkisútvarpið taldi að birting á auglýsingunni félli ekki undir átta mínútna auglýsingatímann þar sem um væri að ræða kynningu á þeirra eigin vöru sem væri ekki til sölu heldur öllum opin. Þar sem auglýsingar fyrir myndmiðlunarefni fjölmiðilsins væru leyfilegar umfram átta mínúturnar ættu því auglýsingar fyrir hljóðmiðlun þeirra einnig að falla þar undir. Slík túlkun á lögunum hafi verið við lýði án athugasemda. Eftir að svör Ríkisútvarpsins bárust tók Fjölmiðlanefnd málið aftur fyrir. Þar var ákveðið að með hugtakinu stoðframleiðslu sé einungis átt við framleiðslu eða vörur sem tengjast myndmiðlunarefni, en þar sem Rás 2 er útvarpsstöð sé auglýsing stöðvarinnar hljóðmiðlunarefni. Auglýsing fyrir dagskrá Rásar 2 eigi því að falla undir áðurnefndar átta mínútur af auglýsingum á hverja klukkustund. Líkt og kom fram voru auglýsingar fyrir Áramótaskaupið alls 7 mínútur og 59 sekúndur en um er að ræða eitt dýrasta og vinsælasta auglýsingapláss. Með úrskurði Fjölmiðlanefndar falli hins vegar auglýsing fyrir Rás 2 undir tímann og voru því auglýsingarnar alls 9 mínútur og 36 sekúndur, eða alls 96 sekúndum yfir leyfilegu hámarki. Ríkisútvarpið hafi því brotið gegn 4. mgr. 7. gr. laga um Ríkisútvarpið og þurfa því að greiða fimm hundruð þúsund króna sekt samkvæmt úrskurði Fjölmiðlanefndar. Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Áramótaskaupið Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Fjölmiðlanefnd barst kvörtun í byrjun árs um tiltekna auglýsingu sem birst hafði ítrekað á sjónvarpsstöðvum Ríkisútvarpsins þar sem Rás 2, útvarpsstöð miðilsins, var auglýst. Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið mega auglýsingar á hverri klukkustund alls vera átta mínútur. Af þessum átta mínútum teljast ekki með „tilkynningar frá Ríkisútvarpinu um myndmiðlunarefni þess og stoðframleiðslu sem leiðir beint af því efni.“ Nefndin tók kvörtunina til skoðunar og afmarkaði tímarammann við 31. desember á milli klukkan tíu og ellefu að kvöldi til, klukkustundina áður en hið gífurvinsæla Áramótaskaup er sent út. Samkvæmt Ríkisútvarpinu voru auglýsingarnar klukkustundina fyrir skaupið alls 7 mínútur og 59 sekúndur. Á þessari klukkustund var einnig sýnd umrædd auglýsing fyrir Rás 2, sem er alls ein mínúta og 37 sekúndur að lengd. Ríkisútvarpið taldi að birting á auglýsingunni félli ekki undir átta mínútna auglýsingatímann þar sem um væri að ræða kynningu á þeirra eigin vöru sem væri ekki til sölu heldur öllum opin. Þar sem auglýsingar fyrir myndmiðlunarefni fjölmiðilsins væru leyfilegar umfram átta mínúturnar ættu því auglýsingar fyrir hljóðmiðlun þeirra einnig að falla þar undir. Slík túlkun á lögunum hafi verið við lýði án athugasemda. Eftir að svör Ríkisútvarpsins bárust tók Fjölmiðlanefnd málið aftur fyrir. Þar var ákveðið að með hugtakinu stoðframleiðslu sé einungis átt við framleiðslu eða vörur sem tengjast myndmiðlunarefni, en þar sem Rás 2 er útvarpsstöð sé auglýsing stöðvarinnar hljóðmiðlunarefni. Auglýsing fyrir dagskrá Rásar 2 eigi því að falla undir áðurnefndar átta mínútur af auglýsingum á hverja klukkustund. Líkt og kom fram voru auglýsingar fyrir Áramótaskaupið alls 7 mínútur og 59 sekúndur en um er að ræða eitt dýrasta og vinsælasta auglýsingapláss. Með úrskurði Fjölmiðlanefndar falli hins vegar auglýsing fyrir Rás 2 undir tímann og voru því auglýsingarnar alls 9 mínútur og 36 sekúndur, eða alls 96 sekúndum yfir leyfilegu hámarki. Ríkisútvarpið hafi því brotið gegn 4. mgr. 7. gr. laga um Ríkisútvarpið og þurfa því að greiða fimm hundruð þúsund króna sekt samkvæmt úrskurði Fjölmiðlanefndar.
Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Áramótaskaupið Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira