Neytendur

Ís­lendingar aldrei verið ferðaglaðari

Agnar Már Másson skrifar
Á að skella sér út í haust?
Á að skella sér út í haust? Vísir/Vilhelm

Vöruskiptahalli hefur aldrei verið meiri á Íslandi sem skýrist þó aðallega af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Á sama tíma hafa Íslendingar aldrei ferðast eins mikið til útlanda og í ár.

Í hagsjá Landsbankans kemur fram að vöruútflutningur frá Íslandi hafi aukist frá því í fyrra en samt hafi vöruskiptahalli aldrei verið meiri en nú. Er þar útskýrt að aukinn vöruinnflutningur, sérstaklega á fjárfestingavörum, nánar tiltekið tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera valdi þessu. 

Þessum innflutningi fylgi takmarkað gjaldeyrisflæði, vegna þess að tölvubúnaðurinn er keyptur erlendis af erlendum aðilum og fluttur hingað til lands. Ef ekki væri fyrir þennan aukna innflutning á tölvubúnaði er mjög líklegt að vöruskiptahalli væri í raun minni það sem af er þessu ári en í fyrra.

Íslendingar afar ferðaglaðir

Kemur enn fremur fram að ferðaþjónustan hafi skilað auknum tekjum í ár en á móti hefur utanlandsferðum Íslendinga fjölgað og uppsafnaður kortaveltujöfnuður við útlönd var enn neikvæður í lok júlí.

Margt bendi til aukins þjónustuútflutnings á árinu: kortavelta hefur aukist á milli ára og gistinóttum ferðamanna fjölgað þótt ferðamönnum hafi ekki fjölgað nema lítillega á árinu. 

Á sama tíma hafa erlendir ferðamenn aldrei verið fleirir en í júlí en þá komu ríflega 300 þúsund túristar til landsins.

Á sama tíma hafa Íslendingar aldrei ferðast jafnmikið til útlanda og á þessu ári og nýjar kortaveltutölur sýna að afgangur af kortaveltujöfnuði var minni í ár en í fyrra. 

Það sem af er ári er ennþá halli á greiðslukortajöfnuði, en síðustu tvö ár hefur kortaveltujöfnuðurinn verið jákvæður í júlímánuði. Hallinn skýrist af aukinni kortaveltu Íslendinga erlendis á þessu ári, því kortavelta ferðamanna innanlands hafi einnig aukist.

Metjúlí í ferðamennsku

Rúmlega 300 þúsund ferðamenn komu til landsins í júlí samkvæmt talningu Ferðamálastofu, en ferðamenn hafa aldrei áður verið fleiri en 300 þúsund í einum mánuði. Það sem af er ári hefur ferðamönnum fjölgað um 1,4% frá því í fyrra.

Erlend kortavelta hafi þannig þannig nokkuð, eða um 2,8% sé leiðrétt fyrir verðlagi, en um 16,7% sé leiðrétt fyrir gengi. Gistinóttum útlendinga á hótelum hafi líka fjölgað á árinu og í júní voru þær orðnar 5,4% fleiri það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×