Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2025 09:00 Greta Thunberg mundar gjallarhornið á mótmælum aðgerðasinna við norska olíuhreinsistöð í Mongstad. Vísir/EPA Fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Noregs og leiðtogi Framfaraflokksins vill vísa Gretu Thunberg, sænska aðgerðasinnanum, úr landi vegna þess að hún tók þátt í mótmælum við norska olíuhreinsistöð. Forsætisráðherrann hafnar því. Thunberg var í hópi um tvö hundruð manns á vegum róttæku aðgerðasamtakanna Útrýmingarbyltingarinnar (e. Extinction Rebellion) sem lokuðu vegum að olíuhreinsistöð í Mongstad í Noregi í gærmorgun. Mótmælin héldu áfram í dag en lögregla segir að þau hafi verið friðsamleg. Krafa mótmælendanna er að norsk stjórnvöld leggi fram áætlanir um hvernig þau ætla að skipta út olíu. Noregur er eitt af helstu olíuframleiðsluríkjum heims. Mótmælin falla illa í kramið hjá Sylvi Listhaug, leiðtoga hægrisinnaða Framfaraflokksins. Í hlaðvarpsviðtali á móti Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra, lýsti hún Thunberg sem „sænskum glæpagengisfélaga“. Vísaði hún þar væntanlega til ofbeldisöldu í Svíþjóð vegna átaka skipulagðra glæpasamtaka. „Mér finnst að það ætti að vísa henni úr landi,“ sagði Listhaug sem var eitt sinn ráðherra innflytjendamála í Noregi. Støre sagðist ósammála því. Það væri lögreglunnar að greiða úr árgreiningi við mótmælendurna við olíuhreinsistöðina. Þingkosningar fara fram í Noregi 8. september. Verkamannaflokkur Støre mælist stærstur í skoðanakönnunum og útlit er fyrir að samsteypustjórn hans haldi velli. Framfaraflokkur Listhaug mælist næststærstur í skoðanakönnunum með um fjórðungsfylgi. Noregur Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Innflytjendamál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Thunberg var í hópi um tvö hundruð manns á vegum róttæku aðgerðasamtakanna Útrýmingarbyltingarinnar (e. Extinction Rebellion) sem lokuðu vegum að olíuhreinsistöð í Mongstad í Noregi í gærmorgun. Mótmælin héldu áfram í dag en lögregla segir að þau hafi verið friðsamleg. Krafa mótmælendanna er að norsk stjórnvöld leggi fram áætlanir um hvernig þau ætla að skipta út olíu. Noregur er eitt af helstu olíuframleiðsluríkjum heims. Mótmælin falla illa í kramið hjá Sylvi Listhaug, leiðtoga hægrisinnaða Framfaraflokksins. Í hlaðvarpsviðtali á móti Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra, lýsti hún Thunberg sem „sænskum glæpagengisfélaga“. Vísaði hún þar væntanlega til ofbeldisöldu í Svíþjóð vegna átaka skipulagðra glæpasamtaka. „Mér finnst að það ætti að vísa henni úr landi,“ sagði Listhaug sem var eitt sinn ráðherra innflytjendamála í Noregi. Støre sagðist ósammála því. Það væri lögreglunnar að greiða úr árgreiningi við mótmælendurna við olíuhreinsistöðina. Þingkosningar fara fram í Noregi 8. september. Verkamannaflokkur Støre mælist stærstur í skoðanakönnunum og útlit er fyrir að samsteypustjórn hans haldi velli. Framfaraflokkur Listhaug mælist næststærstur í skoðanakönnunum með um fjórðungsfylgi.
Noregur Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Innflytjendamál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira