Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Jón Þór Stefánsson skrifar 19. ágúst 2025 08:46 Maðurinn fannst illa haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar. Vísir/Anton Brink Maður sem hafði réttarstöðu sakbornings í Gufunesmálinu svokallaða játaði að hafa stolið riffli nokkrum dögum áður en atburðirnir sem málið varðar áttu sér stað. Lögregla taldi að til hafi staðið að nota vopnið í tengslum við Gufunesmálið. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur staðfesti í lok marsmánaðar, en hefur fyrst nú verið birtur opinberlega. Í málinu eru fimmmenningar ákærðir, þar af þrír fyrir manndráp, frelsissviptingu, og rán og einn fyrir hlutdeild í því. Þeim er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Maðurinn sem játaði að hafa stolið riflinum er ekki einn þeirra ákærðu. Þjófnaðurinn fimmtán dögum áður Í úrskurði héraðsdóms segir að í lok febrúar, um fimmtán dögum áður en rannsóknin á Gufunesmálinu hófst, hafi lögreglunni borist tilkynning um þjófnað. Í henni sagði að umræddur maður hafi komið inn í verslunina og síðar sama dag hefði eigandi hennar komist að því að einn riffill væri horfinn úr versluninni. Tveimur dögum síðar var maðurinn handtekinn ásamt öðrum mönnum sem eru sagðir eiga sér sögu hjá lögreglu. Maðurinn sagði að riffillinn væri undir framsæti bíls hans. Lögreglan mun hafa fundið byssuna þar en þá var búið að bæta við hana hljóðdeyfi og fæti. Maðurinn var handtekinn og í skýrslutöku játaði maðurinn þjófnaðinn. Við handtökuna lagði lögreglan hald á farsíma mannsins. Vildi ekki veita aðgang að símanum vegna gamalla afbrota Maðurinn fékk síðan réttarstöðu sakbornings í Gufunesmálinu þegar það kom upp og var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna þess. Lögreglan vildi þá fá aðgang að síma mannsins sem neitaði því og vildi meina að í honum væru að finna persónulegar upplýsingar. Síðar mun hann hafa breytt framburði sínum sagt að hann vildi ekki að lögregla gæti séð atriði sem þar væru að finna sem sýndu að hann hefði brotið af sér. Þá er hann sagður hafa ýtt „sérstaklega á eftir því“ að umrætt mál yrði afgreitt sem hefðbundinn þjófnaður. Í úrskurðinum er haft eftir lögreglu að hann kunni að hafa átt sér samverkamenn við þjófnaðinn á skotvopninu. Þá telji lögregla líklegt að hann hafi með einum eða öðrum hætti ætlað að nota skotvopnið í tengslum við Gufunesmálið. Umræddur úrskurður varðaði það hvort lögreglan myndi fá heimild til að rannsaka innihald síma mannsins. Héraðsdómur féllst á það og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Dómsmál Skotvopn Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur staðfesti í lok marsmánaðar, en hefur fyrst nú verið birtur opinberlega. Í málinu eru fimmmenningar ákærðir, þar af þrír fyrir manndráp, frelsissviptingu, og rán og einn fyrir hlutdeild í því. Þeim er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Maðurinn sem játaði að hafa stolið riflinum er ekki einn þeirra ákærðu. Þjófnaðurinn fimmtán dögum áður Í úrskurði héraðsdóms segir að í lok febrúar, um fimmtán dögum áður en rannsóknin á Gufunesmálinu hófst, hafi lögreglunni borist tilkynning um þjófnað. Í henni sagði að umræddur maður hafi komið inn í verslunina og síðar sama dag hefði eigandi hennar komist að því að einn riffill væri horfinn úr versluninni. Tveimur dögum síðar var maðurinn handtekinn ásamt öðrum mönnum sem eru sagðir eiga sér sögu hjá lögreglu. Maðurinn sagði að riffillinn væri undir framsæti bíls hans. Lögreglan mun hafa fundið byssuna þar en þá var búið að bæta við hana hljóðdeyfi og fæti. Maðurinn var handtekinn og í skýrslutöku játaði maðurinn þjófnaðinn. Við handtökuna lagði lögreglan hald á farsíma mannsins. Vildi ekki veita aðgang að símanum vegna gamalla afbrota Maðurinn fékk síðan réttarstöðu sakbornings í Gufunesmálinu þegar það kom upp og var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna þess. Lögreglan vildi þá fá aðgang að síma mannsins sem neitaði því og vildi meina að í honum væru að finna persónulegar upplýsingar. Síðar mun hann hafa breytt framburði sínum sagt að hann vildi ekki að lögregla gæti séð atriði sem þar væru að finna sem sýndu að hann hefði brotið af sér. Þá er hann sagður hafa ýtt „sérstaklega á eftir því“ að umrætt mál yrði afgreitt sem hefðbundinn þjófnaður. Í úrskurðinum er haft eftir lögreglu að hann kunni að hafa átt sér samverkamenn við þjófnaðinn á skotvopninu. Þá telji lögregla líklegt að hann hafi með einum eða öðrum hætti ætlað að nota skotvopnið í tengslum við Gufunesmálið. Umræddur úrskurður varðaði það hvort lögreglan myndi fá heimild til að rannsaka innihald síma mannsins. Héraðsdómur féllst á það og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu.
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Dómsmál Skotvopn Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira