Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. ágúst 2025 15:19 Svona var útsýnið frá Flötunum í Garðabæ yfir að Kauptúni þar sem auglýsingaskiltið skein skært síðastliðið laugardagskvöld. Baldur Rafn Bilun í búnaði olli því að nýtt auglýsingaskilti við Ikea skein á hæsta styrk um helgina og lýsti upp allan Garðabæ svo um munaði. Íbúi á Flötunum segist elska Ikea en honum hafi þótt ofurskært auglýsingaskiltið fullmikið, þótt hann hafi sloppið við að kveikja á útiljósunum heima hjá sér um helgina. Stefán Rúnar Dagsson, framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi, segir að skiltið sem um ræðir hafi verið sett upp í maí. „Þetta er ljósaskilti eins og er svo víða, en það sem gerist er að ljósneminn í því bilar. Það verður til þess að það verður full birta á skjánum sem á ekki að vera.“ Umræða um ofurbirtu frá skiltinu hafi farið af stað á samfélagsmiðlum á laugardaginn og strax hafi verið brugðist við. „Við fórum bara beinustu leið niður að skoða málið. Þá var alltof mikil birta, og á sunnudeginum var gerð ákveðin framkvæmd sem minnkaði ljósmagnið í skiltinu.“ „Svo erum við að vinna í því að koma þessu almennilega í lag, en það er búið að dempa þessa birtu sem var um helgina. Það var ekki ætlun okkar að valda ónæði,“ segir Stefán Rúnar. Þetta er kannski fullmikið af því góða.Baldur Rafn Baldur Rafn Gylfason vakti máls á þessu á íbúasíðu Garðabæjar á Facebook um helgina, en honum fannst málið hið furðulegasta. „Ég er annars ekkert á móti þessum lit eða þessari ágætu verslun, en ég get varla trúað öðru en að svona rosalegt ljósafyrirbæri eigi að fara í grenndarkynningu - ef ekki meira en það,“ sagði hann og birti myndir af skiltinu sem sást alla leið heim til hans á Flatirnar í Garðabæ. Í samtali við fréttastofu segir hann að meiningin hafi verið að spyrja spurninga en alls ekki vera með nein leiðindi. „Við vorum til dæmis að horfa á sjónvarpið í fyrradag, en við hrukkum alltaf við, héldum að það væri verið að sprengja rakettur eða eitthvað. Þá var bara skiltið að breytast, þetta semsagt flakkar milli auglýsinga.“ „Það elska allir Ikea en þetta er fullmikið kannski,“ segir Baldur. Garðabær Auglýsinga- og markaðsmál IKEA Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Stefán Rúnar Dagsson, framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi, segir að skiltið sem um ræðir hafi verið sett upp í maí. „Þetta er ljósaskilti eins og er svo víða, en það sem gerist er að ljósneminn í því bilar. Það verður til þess að það verður full birta á skjánum sem á ekki að vera.“ Umræða um ofurbirtu frá skiltinu hafi farið af stað á samfélagsmiðlum á laugardaginn og strax hafi verið brugðist við. „Við fórum bara beinustu leið niður að skoða málið. Þá var alltof mikil birta, og á sunnudeginum var gerð ákveðin framkvæmd sem minnkaði ljósmagnið í skiltinu.“ „Svo erum við að vinna í því að koma þessu almennilega í lag, en það er búið að dempa þessa birtu sem var um helgina. Það var ekki ætlun okkar að valda ónæði,“ segir Stefán Rúnar. Þetta er kannski fullmikið af því góða.Baldur Rafn Baldur Rafn Gylfason vakti máls á þessu á íbúasíðu Garðabæjar á Facebook um helgina, en honum fannst málið hið furðulegasta. „Ég er annars ekkert á móti þessum lit eða þessari ágætu verslun, en ég get varla trúað öðru en að svona rosalegt ljósafyrirbæri eigi að fara í grenndarkynningu - ef ekki meira en það,“ sagði hann og birti myndir af skiltinu sem sást alla leið heim til hans á Flatirnar í Garðabæ. Í samtali við fréttastofu segir hann að meiningin hafi verið að spyrja spurninga en alls ekki vera með nein leiðindi. „Við vorum til dæmis að horfa á sjónvarpið í fyrradag, en við hrukkum alltaf við, héldum að það væri verið að sprengja rakettur eða eitthvað. Þá var bara skiltið að breytast, þetta semsagt flakkar milli auglýsinga.“ „Það elska allir Ikea en þetta er fullmikið kannski,“ segir Baldur.
Garðabær Auglýsinga- og markaðsmál IKEA Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira