Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. ágúst 2025 15:19 Svona var útsýnið frá Flötunum í Garðabæ yfir að Kauptúni þar sem auglýsingaskiltið skein skært síðastliðið laugardagskvöld. Baldur Rafn Bilun í búnaði olli því að nýtt auglýsingaskilti við Ikea skein á hæsta styrk um helgina og lýsti upp allan Garðabæ svo um munaði. Íbúi á Flötunum segist elska Ikea en honum hafi þótt ofurskært auglýsingaskiltið fullmikið, þótt hann hafi sloppið við að kveikja á útiljósunum heima hjá sér um helgina. Stefán Rúnar Dagsson, framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi, segir að skiltið sem um ræðir hafi verið sett upp í maí. „Þetta er ljósaskilti eins og er svo víða, en það sem gerist er að ljósneminn í því bilar. Það verður til þess að það verður full birta á skjánum sem á ekki að vera.“ Umræða um ofurbirtu frá skiltinu hafi farið af stað á samfélagsmiðlum á laugardaginn og strax hafi verið brugðist við. „Við fórum bara beinustu leið niður að skoða málið. Þá var alltof mikil birta, og á sunnudeginum var gerð ákveðin framkvæmd sem minnkaði ljósmagnið í skiltinu.“ „Svo erum við að vinna í því að koma þessu almennilega í lag, en það er búið að dempa þessa birtu sem var um helgina. Það var ekki ætlun okkar að valda ónæði,“ segir Stefán Rúnar. Þetta er kannski fullmikið af því góða.Baldur Rafn Baldur Rafn Gylfason vakti máls á þessu á íbúasíðu Garðabæjar á Facebook um helgina, en honum fannst málið hið furðulegasta. „Ég er annars ekkert á móti þessum lit eða þessari ágætu verslun, en ég get varla trúað öðru en að svona rosalegt ljósafyrirbæri eigi að fara í grenndarkynningu - ef ekki meira en það,“ sagði hann og birti myndir af skiltinu sem sást alla leið heim til hans á Flatirnar í Garðabæ. Í samtali við fréttastofu segir hann að meiningin hafi verið að spyrja spurninga en alls ekki vera með nein leiðindi. „Við vorum til dæmis að horfa á sjónvarpið í fyrradag, en við hrukkum alltaf við, héldum að það væri verið að sprengja rakettur eða eitthvað. Þá var bara skiltið að breytast, þetta semsagt flakkar milli auglýsinga.“ „Það elska allir Ikea en þetta er fullmikið kannski,“ segir Baldur. Garðabær Auglýsinga- og markaðsmál IKEA Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira
Stefán Rúnar Dagsson, framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi, segir að skiltið sem um ræðir hafi verið sett upp í maí. „Þetta er ljósaskilti eins og er svo víða, en það sem gerist er að ljósneminn í því bilar. Það verður til þess að það verður full birta á skjánum sem á ekki að vera.“ Umræða um ofurbirtu frá skiltinu hafi farið af stað á samfélagsmiðlum á laugardaginn og strax hafi verið brugðist við. „Við fórum bara beinustu leið niður að skoða málið. Þá var alltof mikil birta, og á sunnudeginum var gerð ákveðin framkvæmd sem minnkaði ljósmagnið í skiltinu.“ „Svo erum við að vinna í því að koma þessu almennilega í lag, en það er búið að dempa þessa birtu sem var um helgina. Það var ekki ætlun okkar að valda ónæði,“ segir Stefán Rúnar. Þetta er kannski fullmikið af því góða.Baldur Rafn Baldur Rafn Gylfason vakti máls á þessu á íbúasíðu Garðabæjar á Facebook um helgina, en honum fannst málið hið furðulegasta. „Ég er annars ekkert á móti þessum lit eða þessari ágætu verslun, en ég get varla trúað öðru en að svona rosalegt ljósafyrirbæri eigi að fara í grenndarkynningu - ef ekki meira en það,“ sagði hann og birti myndir af skiltinu sem sást alla leið heim til hans á Flatirnar í Garðabæ. Í samtali við fréttastofu segir hann að meiningin hafi verið að spyrja spurninga en alls ekki vera með nein leiðindi. „Við vorum til dæmis að horfa á sjónvarpið í fyrradag, en við hrukkum alltaf við, héldum að það væri verið að sprengja rakettur eða eitthvað. Þá var bara skiltið að breytast, þetta semsagt flakkar milli auglýsinga.“ „Það elska allir Ikea en þetta er fullmikið kannski,“ segir Baldur.
Garðabær Auglýsinga- og markaðsmál IKEA Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira