RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. ágúst 2025 23:31 Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor emerítus í íslenskri málfræði. Vísir/Samsett Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir Ríkisútvarpið ekki bara grafa undan íslenskunni heldur einnig undan eigin tilvist með því að birta auglýsingu Sýnar. Um er að ræða auglýsingu þar sem vakin er athygli á útsendingu Sýnar á leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hún hefst á orðunum „Here it is. The Premier League is back!“ Allt tal í auglýsingunni er á ensku og eina íslenskan í henni kemur fram á textaspjaldi í lok auglýsingarinnar. Eiríkur Rögnvaldsson skrifaði grein í dag þar sem hann segir auglýsinguna ganga í berhögg við lög og málstefnu Ríkisútvarpsins. Hann hafi einnig skrifað Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra bréf í þeirri von að Ríkisútvarpið birti ekki auglýsinguna aftur í sömu mynd. Áhyggjuefni og óskiljanlegt Í grein sinni segir Eiríkur að auglýsingin samræmist engan veginn sjöttu grein laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu en þau kveða meðal annars á um að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslensku. Ekki nóg með það heldur segir Eiríkur auglýsinguna jafnframt „skýlaust brot“ á grein 7.5 í málstefnu Ríkisútvarpsins þar sem segir að auglýsingar skuli almennt vera á íslensku en að heimilt sé að erlendir söngtextar séu hluti auglýsingar. Erlent tal í auglýsingum sé heimilt ef sérstök ástæða sé fyrir því en að því skuli fylgja þýðing. „Það er áhyggjuefni og raunar óskiljanlegt að svona augljóst brot á lögum og málstefnu skuli komast í gegn hjá auglýsingadeild Ríkisútvarpsins og ég vonast til að það séu mistök en ekki „einbeittur brotavilji“ sem liggi þar að baki,“ segir Eiríkur. Í augljósri andstöðu við lög Hann segir að auðvelt væri að setja íslenskan texta við auglýsinuna svo hún samræmist lögum og málstefnu Ríkisútvarpsins. Verði hún birt áfram óbreytt verði málstefnan orðið að marklausu plaggi. „Þótt einhverjum kunni að virðast það sparðatíningur að fetta fingur út í eina auglýsingu á ensku, og birting umræddrar auglýsingar sé vonandi mistök eins og áður segir, er það í sjálfu sér grafalvarlegt að slík mistök skuli gerð og er lýsandi dæmi um það hversu sljó við erum orðin gagnvart enskunni í umhverfinu,“ skrifar Eiríkur. Hann segir meira hanga á spýtunni. „Samkvæmt fyrstu grein laga um Ríkisútvarpið nr. 23/2013 er eitt meginhlutverk þess að „leggja rækt við íslenska tungu“, og til þessa hlutverks er oft vísað til þess að rökstyðja og réttlæta tilvist ríkisrekins fjölmiðils. Með því að birta auglýsingu á ensku í augljósri andstöðu við bæði lög og eigin málstefnu er Ríkisútvarpið því ekki eingöngu að grafa undan íslenskunni, heldur einnig undan eigin tilvist.“ Uppfært 18. ágúst klukkan 14:08 Auglýsingin hefur verið tekin úr birtingu hjá RÚV. Vísir er í eigu Sýnar. Ríkisútvarpið Sýn Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Fjölmiðlar Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Um er að ræða auglýsingu þar sem vakin er athygli á útsendingu Sýnar á leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hún hefst á orðunum „Here it is. The Premier League is back!“ Allt tal í auglýsingunni er á ensku og eina íslenskan í henni kemur fram á textaspjaldi í lok auglýsingarinnar. Eiríkur Rögnvaldsson skrifaði grein í dag þar sem hann segir auglýsinguna ganga í berhögg við lög og málstefnu Ríkisútvarpsins. Hann hafi einnig skrifað Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra bréf í þeirri von að Ríkisútvarpið birti ekki auglýsinguna aftur í sömu mynd. Áhyggjuefni og óskiljanlegt Í grein sinni segir Eiríkur að auglýsingin samræmist engan veginn sjöttu grein laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu en þau kveða meðal annars á um að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslensku. Ekki nóg með það heldur segir Eiríkur auglýsinguna jafnframt „skýlaust brot“ á grein 7.5 í málstefnu Ríkisútvarpsins þar sem segir að auglýsingar skuli almennt vera á íslensku en að heimilt sé að erlendir söngtextar séu hluti auglýsingar. Erlent tal í auglýsingum sé heimilt ef sérstök ástæða sé fyrir því en að því skuli fylgja þýðing. „Það er áhyggjuefni og raunar óskiljanlegt að svona augljóst brot á lögum og málstefnu skuli komast í gegn hjá auglýsingadeild Ríkisútvarpsins og ég vonast til að það séu mistök en ekki „einbeittur brotavilji“ sem liggi þar að baki,“ segir Eiríkur. Í augljósri andstöðu við lög Hann segir að auðvelt væri að setja íslenskan texta við auglýsinuna svo hún samræmist lögum og málstefnu Ríkisútvarpsins. Verði hún birt áfram óbreytt verði málstefnan orðið að marklausu plaggi. „Þótt einhverjum kunni að virðast það sparðatíningur að fetta fingur út í eina auglýsingu á ensku, og birting umræddrar auglýsingar sé vonandi mistök eins og áður segir, er það í sjálfu sér grafalvarlegt að slík mistök skuli gerð og er lýsandi dæmi um það hversu sljó við erum orðin gagnvart enskunni í umhverfinu,“ skrifar Eiríkur. Hann segir meira hanga á spýtunni. „Samkvæmt fyrstu grein laga um Ríkisútvarpið nr. 23/2013 er eitt meginhlutverk þess að „leggja rækt við íslenska tungu“, og til þessa hlutverks er oft vísað til þess að rökstyðja og réttlæta tilvist ríkisrekins fjölmiðils. Með því að birta auglýsingu á ensku í augljósri andstöðu við bæði lög og eigin málstefnu er Ríkisútvarpið því ekki eingöngu að grafa undan íslenskunni, heldur einnig undan eigin tilvist.“ Uppfært 18. ágúst klukkan 14:08 Auglýsingin hefur verið tekin úr birtingu hjá RÚV. Vísir er í eigu Sýnar.
Ríkisútvarpið Sýn Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Fjölmiðlar Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira