Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Agnar Már Másson skrifar 17. ágúst 2025 11:01 Aðalmeðferð hefst eftir rúma viku. Vísir/Anton Blaðaviðtal við 19 ára mann sem er ákærður fyrir manndráp í Gufunesi í mars hefur verið lagt fram sem eitt af gögnum málsins. Það er aftur á móti lögmaður annars sakbornings sem leggur fram viðtalið, en þar neitaði maðurinn sök og gaf eina ítarlegustu lýsingu á málsatvikum sem fram hefur komið. Blaðamaður DV tók í byrjun mánaðar viðtal við Matthías Björn Erlingsson, sem er 19 ára, en mbl.is greinir frá því í dag að viðtalið sé hluti af gögnum málsins. Væntanlega verður hann Matthías spurður út í innihald viðtalsins en aðalmeðferð í málinu hefst þann 25. ágúst. Matthías er ákærður ásamt tveimur öðrum, Lúkasi Geir Ingvarssyni og Stefáni Blackburn, fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og tilraun til fjárkúgunar í tengslum við andlát Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, 65 ára, sem lést eftir langvarandi misþyrmingar í mars. Þá er ung kona einnig ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni og annar maður fyrir fjárkúgun. Matthías neitaði sök í viðtalinu við DV og sagði sig hafa verið leiksopp annarra sakborninga. Vildi hann meina að þáttur konunnar, sem ákærð er fyrir hlutdeild í frelsissviptingu, væri meiri en hans. Matthías harmaði atburðinn og sagðist hafa beðið fjölskylduna afsökunar, þrátt fyrir að telja sig saklausan. Það vekur athygli að lögmaður Lúkasar Geirs hafi lagt viðtalið fram en ekki lögmaður Matthíasar, að því er fram kemur í grein mbl.is, sem segir sínar heimildir herma að lögmenn telji viðtalið ígildi skýrslugjafar. Stefán Blackburn, sem er 33 ára, á að baki langan sakarferil meðal annars fyrir ofbeldisbrot. Lúkas Geir er 22 ára en hann hefur hlotið skilorðsbundinn dóm fyrir að höfuðkúpubrjóta mann í miðbæ Reykjavíkur árið 2021. Fjallað var um það í byrjun mánaðar að Lúkas Geir hefði gert tilraun til að láta Matthías Björn taka á sig sökina í málinu á meðan þremenningarnir sættu einangrun í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Vísir hefur fjallað um bréf sem Lúkas skrifaði, ætlað Matthíasi, sem erlendur fangi fann á útisvæði fangelsisins og afhenti fangaverði. Í bréfinu, sem var handskrifað, er vísað til ungs aldurs Matthíasar Björns og fullyrt að hann fengi í mesta lagi átján mánaða dóm ef hann tæki á sig sökina. Hann kæmi út sem „legend“ eða goðsögn. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Þrýst var á nítján ára sakborning í Gufunesmálinu um að taka á sig alla sök fyrir að hafa misþyrmt og myrt mann á sjötugsaldri í mars síðastliðnum. Annar sakborningur reyndi að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. 6. ágúst 2025 19:49 Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43 Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu. 7. ágúst 2025 18:35 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Blaðamaður DV tók í byrjun mánaðar viðtal við Matthías Björn Erlingsson, sem er 19 ára, en mbl.is greinir frá því í dag að viðtalið sé hluti af gögnum málsins. Væntanlega verður hann Matthías spurður út í innihald viðtalsins en aðalmeðferð í málinu hefst þann 25. ágúst. Matthías er ákærður ásamt tveimur öðrum, Lúkasi Geir Ingvarssyni og Stefáni Blackburn, fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og tilraun til fjárkúgunar í tengslum við andlát Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, 65 ára, sem lést eftir langvarandi misþyrmingar í mars. Þá er ung kona einnig ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni og annar maður fyrir fjárkúgun. Matthías neitaði sök í viðtalinu við DV og sagði sig hafa verið leiksopp annarra sakborninga. Vildi hann meina að þáttur konunnar, sem ákærð er fyrir hlutdeild í frelsissviptingu, væri meiri en hans. Matthías harmaði atburðinn og sagðist hafa beðið fjölskylduna afsökunar, þrátt fyrir að telja sig saklausan. Það vekur athygli að lögmaður Lúkasar Geirs hafi lagt viðtalið fram en ekki lögmaður Matthíasar, að því er fram kemur í grein mbl.is, sem segir sínar heimildir herma að lögmenn telji viðtalið ígildi skýrslugjafar. Stefán Blackburn, sem er 33 ára, á að baki langan sakarferil meðal annars fyrir ofbeldisbrot. Lúkas Geir er 22 ára en hann hefur hlotið skilorðsbundinn dóm fyrir að höfuðkúpubrjóta mann í miðbæ Reykjavíkur árið 2021. Fjallað var um það í byrjun mánaðar að Lúkas Geir hefði gert tilraun til að láta Matthías Björn taka á sig sökina í málinu á meðan þremenningarnir sættu einangrun í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Vísir hefur fjallað um bréf sem Lúkas skrifaði, ætlað Matthíasi, sem erlendur fangi fann á útisvæði fangelsisins og afhenti fangaverði. Í bréfinu, sem var handskrifað, er vísað til ungs aldurs Matthíasar Björns og fullyrt að hann fengi í mesta lagi átján mánaða dóm ef hann tæki á sig sökina. Hann kæmi út sem „legend“ eða goðsögn.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Þrýst var á nítján ára sakborning í Gufunesmálinu um að taka á sig alla sök fyrir að hafa misþyrmt og myrt mann á sjötugsaldri í mars síðastliðnum. Annar sakborningur reyndi að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. 6. ágúst 2025 19:49 Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43 Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu. 7. ágúst 2025 18:35 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Þrýst var á nítján ára sakborning í Gufunesmálinu um að taka á sig alla sök fyrir að hafa misþyrmt og myrt mann á sjötugsaldri í mars síðastliðnum. Annar sakborningur reyndi að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. 6. ágúst 2025 19:49
Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43
Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu. 7. ágúst 2025 18:35