Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Smári Jökull Jónsson og Agnar Már Másson skrifa 16. ágúst 2025 12:59 „Það var vel gengið frá öllum listaverkum og það var ekkert á gólfinu sem flæddi um,“ segir slökkviliðsmaður um ástandið á Kjarvalsstöðum. Annars staðar var staðan ekki eins góð. Samsett mynd Víða er tjón eftir mikið vatnaveður sem reið yfir höfuðborgarsvæðið síðdegis í gær. Vatn lak inn í kjallara á Kjarvalsstöðum í Reykjavík en málverk urður ekki fyrir skemmdum. Í heimahúsum fór vatn að flæða upp úr klósettum og niðurföllum. Gríðarlegt vatnsveður gekk yfir höfuðborgarsvæðið í gær en á fjörutíu mínútna tímabili var slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út átján sinnum vegna vatnsleka. Mestur viðbúnaður var við Kjarvalsstaði en þar flæddi vatn inn í kjallara þar sem listaverk eru geymd. Betur fór en á horfðist og er talið að tjón hafi aðeins orðið á innanstokksmunum að sögn Guðmundar Guðjónssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu. „Það var vel gengið frá öllum listaverkum og það var ekkert á gólfinu sem flæddi um. Sem betur fer náðist að dæla þessu í burtu áður en hlaust af tjón,“ segir Guðmundur hjá slökkviliðinu. Þá var slökkviliðið kallað að Hafnarhúsinu þar sem vatn hafði einnig komist inn sem og í heimahús. „Síðan eru þetta heimahús að vatn í flestum tilfellum kom upp úr klósettum eða niðurföllum. Það er ágætis áminning núna fyrir haustin að fylgjast vel með fráveitukerfinu okkar.“ Á tímabili voru allar stöðvar slökkviliðsins uppteknar í verkefnum og því þurfti að forgangsraða. „En við þurfum að fara á svæðið og meta hvert útkall fyrir sig. Svo hjálpuðum við íbúum í nokkrum húsum með því að fara með dælur til þeirra og skilja eftir þannig að íbúarnir sáu sjálfir um að dæla vatninu út, við sköffuðum bara búnað,“ segir Guðmundur. „Vissulega varð töluvert eignatjón hjá einhverjum íbúum á höfuðborgarsvæðinu þar sem innanstokksmunir og hlutir skemmdust þar sem flæddi upp úr niðurföllum og klósettum í kjöllurum. Við sáum eitthvað af tjóni en ég get ekki slegið á verðmæti, þetta getur verið töluvert tjón fyrir fólk.“ Þá urðu margir varir við þrumu- og eldingaveður sem gekk yfir á sama tíma. Sundlaugar voru tæmdar og þá er fólki ráðið frá að nýta heita potta við heimahús í slíku veðri. „Það er öruggast fyrir okkur það sjaldan þegar það gerist að það kemur eldingaveður á höfuðborgarsvæðinu að halda sig innandyra rétt á meðan það gengur yfir,“ sagði Guðmundur. Vatn Veður Slökkvilið Söfn Reykjavík Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Fleiri fréttir Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Sjá meira
Gríðarlegt vatnsveður gekk yfir höfuðborgarsvæðið í gær en á fjörutíu mínútna tímabili var slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út átján sinnum vegna vatnsleka. Mestur viðbúnaður var við Kjarvalsstaði en þar flæddi vatn inn í kjallara þar sem listaverk eru geymd. Betur fór en á horfðist og er talið að tjón hafi aðeins orðið á innanstokksmunum að sögn Guðmundar Guðjónssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu. „Það var vel gengið frá öllum listaverkum og það var ekkert á gólfinu sem flæddi um. Sem betur fer náðist að dæla þessu í burtu áður en hlaust af tjón,“ segir Guðmundur hjá slökkviliðinu. Þá var slökkviliðið kallað að Hafnarhúsinu þar sem vatn hafði einnig komist inn sem og í heimahús. „Síðan eru þetta heimahús að vatn í flestum tilfellum kom upp úr klósettum eða niðurföllum. Það er ágætis áminning núna fyrir haustin að fylgjast vel með fráveitukerfinu okkar.“ Á tímabili voru allar stöðvar slökkviliðsins uppteknar í verkefnum og því þurfti að forgangsraða. „En við þurfum að fara á svæðið og meta hvert útkall fyrir sig. Svo hjálpuðum við íbúum í nokkrum húsum með því að fara með dælur til þeirra og skilja eftir þannig að íbúarnir sáu sjálfir um að dæla vatninu út, við sköffuðum bara búnað,“ segir Guðmundur. „Vissulega varð töluvert eignatjón hjá einhverjum íbúum á höfuðborgarsvæðinu þar sem innanstokksmunir og hlutir skemmdust þar sem flæddi upp úr niðurföllum og klósettum í kjöllurum. Við sáum eitthvað af tjóni en ég get ekki slegið á verðmæti, þetta getur verið töluvert tjón fyrir fólk.“ Þá urðu margir varir við þrumu- og eldingaveður sem gekk yfir á sama tíma. Sundlaugar voru tæmdar og þá er fólki ráðið frá að nýta heita potta við heimahús í slíku veðri. „Það er öruggast fyrir okkur það sjaldan þegar það gerist að það kemur eldingaveður á höfuðborgarsvæðinu að halda sig innandyra rétt á meðan það gengur yfir,“ sagði Guðmundur.
Vatn Veður Slökkvilið Söfn Reykjavík Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Fleiri fréttir Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Sjá meira