Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 22:14 Samsett Fjölmiðlanefnd hefur sektað Símann hf. um eina milljón króna fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu sem hafði ekki leyfi til að reka slíka starfsemi hér á landi. Málið hófst er Íslenskar getraunir sendu kvörtun til Fjölmiðlanefndar þann 20. mars 2024 þar sem segir að auglýsingar fyrir netspilavítið Rizk hafi verið birtar á sjónvarpsstöðinni Síminn Sport, sem er í eigu Símans. Í kvörtuninni kom fram að á vefsíðunni sé boðið upp á alls konar leiki þar sem spilað sé upp á peninga en aðilinn sem stæði að síðunni hefði ekki leyfi til að reka happdrætti á Íslandi. Þá var krafist þess að Fjölmiðlanefnd skyldi taka málið til skoðunar. Líkt og fjallað var um á Vísi í byrjun ársins 2024 voru birtar auglýsingar undir nafni vefsíðunnar Rizk.fun en þar má finna ókeypis leiki sem finnast alla jafna í netspilavítum. Hins vegar ef leitað er að Rizk í leitarvélum eða .fun breytt í .com breytist vefsíðan í veðmálasíðu. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar var auglýsingin birt alls 272 sinnum á tímabilinu 21. desember 2023 til 26. mars 2024 á sjónvarpsrás Símans. Í auglýsingunni má sjá ofurhetju og orðið Rizk með stórum stöfum en orðið Fun í minni stöfum fyrir neðan. Ef vel er gáð sést glitta í punkt fyrir framan orðið Fun sem gefur til kynna slóðina fyrir vefsíðuna. Gáfu lítið fyrir rök Símans Fjölmiðlanefnd óskaði eftir svörum frá Símanum sem mótmælti þeim sjónarmiðum sem komu fram í kvörtun Íslenskra getrauna. Í svarinu segir að ef um villandi auglýsingu væri að ræða væri það ekki á ábyrgð fjölmiðlaveitna heldur Neytendastofu, sem hefur eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá væri hvergi verið að auglýsa veðmálasíðu Rizk heldur einungis leikjasíðuna Rizk.fun en á þeirri síðu væri skýrt tekið fram að þar væri ekki spilað upp á peninga. Í svari Símans er auglýsingunni einnig líkt við bjórauglýsingar, þar sem leyfilegt er að auglýsa óáfengan bjór sem er af sama vörumerki og áfengur bjór. Einnig er áréttað að auglýsingin feli þó ekki í sér auglýsingu um veðmálastarfsemi. Eftir að svör Símans bárust kom Fjölmiðlanefnd saman en tók hún ekki undir sjónarmið Símans að aðeins væri um að ræða auglýsingu fyrir leikjavefsíðu Rizk. Eftir aðra umferð þar sem Síminn færði rök fyrir því að það væri ekki hlutverk fjölmiðla að rannsaka ítarlega viðskiptaáætlanir þeirra sem kaupa auglýsingar hjá miðlinum. Einnig gagnrýndu þau að Fjölmiðlanefnd gerði ráð fyrir að Rizk.fun hefði verið búin til sem auglýsingasíða fyrir veðmálaútgáfu síðunnar. Andsvör Símans breyttu þó ekki skoðun nefndarinnar á stöðunni og töldu þau að Síminn hefði brotið gegn fjórðu málsgrein 37. greinar laga um fjölmiðla sem bannar fjölmiðlum að auglýsa happdrættis- og veðmálastarfsemi sem hefur ekki leyfi lögum samkvæmt hér á landi. Vegna brotsins var Síminn sektaður um eina milljón króna. Tekið var mið af því að Síminn hefur ekki áður brotið umrædd lög. Síminn Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Málið hófst er Íslenskar getraunir sendu kvörtun til Fjölmiðlanefndar þann 20. mars 2024 þar sem segir að auglýsingar fyrir netspilavítið Rizk hafi verið birtar á sjónvarpsstöðinni Síminn Sport, sem er í eigu Símans. Í kvörtuninni kom fram að á vefsíðunni sé boðið upp á alls konar leiki þar sem spilað sé upp á peninga en aðilinn sem stæði að síðunni hefði ekki leyfi til að reka happdrætti á Íslandi. Þá var krafist þess að Fjölmiðlanefnd skyldi taka málið til skoðunar. Líkt og fjallað var um á Vísi í byrjun ársins 2024 voru birtar auglýsingar undir nafni vefsíðunnar Rizk.fun en þar má finna ókeypis leiki sem finnast alla jafna í netspilavítum. Hins vegar ef leitað er að Rizk í leitarvélum eða .fun breytt í .com breytist vefsíðan í veðmálasíðu. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar var auglýsingin birt alls 272 sinnum á tímabilinu 21. desember 2023 til 26. mars 2024 á sjónvarpsrás Símans. Í auglýsingunni má sjá ofurhetju og orðið Rizk með stórum stöfum en orðið Fun í minni stöfum fyrir neðan. Ef vel er gáð sést glitta í punkt fyrir framan orðið Fun sem gefur til kynna slóðina fyrir vefsíðuna. Gáfu lítið fyrir rök Símans Fjölmiðlanefnd óskaði eftir svörum frá Símanum sem mótmælti þeim sjónarmiðum sem komu fram í kvörtun Íslenskra getrauna. Í svarinu segir að ef um villandi auglýsingu væri að ræða væri það ekki á ábyrgð fjölmiðlaveitna heldur Neytendastofu, sem hefur eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá væri hvergi verið að auglýsa veðmálasíðu Rizk heldur einungis leikjasíðuna Rizk.fun en á þeirri síðu væri skýrt tekið fram að þar væri ekki spilað upp á peninga. Í svari Símans er auglýsingunni einnig líkt við bjórauglýsingar, þar sem leyfilegt er að auglýsa óáfengan bjór sem er af sama vörumerki og áfengur bjór. Einnig er áréttað að auglýsingin feli þó ekki í sér auglýsingu um veðmálastarfsemi. Eftir að svör Símans bárust kom Fjölmiðlanefnd saman en tók hún ekki undir sjónarmið Símans að aðeins væri um að ræða auglýsingu fyrir leikjavefsíðu Rizk. Eftir aðra umferð þar sem Síminn færði rök fyrir því að það væri ekki hlutverk fjölmiðla að rannsaka ítarlega viðskiptaáætlanir þeirra sem kaupa auglýsingar hjá miðlinum. Einnig gagnrýndu þau að Fjölmiðlanefnd gerði ráð fyrir að Rizk.fun hefði verið búin til sem auglýsingasíða fyrir veðmálaútgáfu síðunnar. Andsvör Símans breyttu þó ekki skoðun nefndarinnar á stöðunni og töldu þau að Síminn hefði brotið gegn fjórðu málsgrein 37. greinar laga um fjölmiðla sem bannar fjölmiðlum að auglýsa happdrættis- og veðmálastarfsemi sem hefur ekki leyfi lögum samkvæmt hér á landi. Vegna brotsins var Síminn sektaður um eina milljón króna. Tekið var mið af því að Síminn hefur ekki áður brotið umrædd lög.
Síminn Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira