Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 22:14 Samsett Fjölmiðlanefnd hefur sektað Símann hf. um eina milljón króna fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu sem hafði ekki leyfi til að reka slíka starfsemi hér á landi. Málið hófst er Íslenskar getraunir sendu kvörtun til Fjölmiðlanefndar þann 20. mars 2024 þar sem segir að auglýsingar fyrir netspilavítið Rizk hafi verið birtar á sjónvarpsstöðinni Síminn Sport, sem er í eigu Símans. Í kvörtuninni kom fram að á vefsíðunni sé boðið upp á alls konar leiki þar sem spilað sé upp á peninga en aðilinn sem stæði að síðunni hefði ekki leyfi til að reka happdrætti á Íslandi. Þá var krafist þess að Fjölmiðlanefnd skyldi taka málið til skoðunar. Líkt og fjallað var um á Vísi í byrjun ársins 2024 voru birtar auglýsingar undir nafni vefsíðunnar Rizk.fun en þar má finna ókeypis leiki sem finnast alla jafna í netspilavítum. Hins vegar ef leitað er að Rizk í leitarvélum eða .fun breytt í .com breytist vefsíðan í veðmálasíðu. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar var auglýsingin birt alls 272 sinnum á tímabilinu 21. desember 2023 til 26. mars 2024 á sjónvarpsrás Símans. Í auglýsingunni má sjá ofurhetju og orðið Rizk með stórum stöfum en orðið Fun í minni stöfum fyrir neðan. Ef vel er gáð sést glitta í punkt fyrir framan orðið Fun sem gefur til kynna slóðina fyrir vefsíðuna. Gáfu lítið fyrir rök Símans Fjölmiðlanefnd óskaði eftir svörum frá Símanum sem mótmælti þeim sjónarmiðum sem komu fram í kvörtun Íslenskra getrauna. Í svarinu segir að ef um villandi auglýsingu væri að ræða væri það ekki á ábyrgð fjölmiðlaveitna heldur Neytendastofu, sem hefur eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá væri hvergi verið að auglýsa veðmálasíðu Rizk heldur einungis leikjasíðuna Rizk.fun en á þeirri síðu væri skýrt tekið fram að þar væri ekki spilað upp á peninga. Í svari Símans er auglýsingunni einnig líkt við bjórauglýsingar, þar sem leyfilegt er að auglýsa óáfengan bjór sem er af sama vörumerki og áfengur bjór. Einnig er áréttað að auglýsingin feli þó ekki í sér auglýsingu um veðmálastarfsemi. Eftir að svör Símans bárust kom Fjölmiðlanefnd saman en tók hún ekki undir sjónarmið Símans að aðeins væri um að ræða auglýsingu fyrir leikjavefsíðu Rizk. Eftir aðra umferð þar sem Síminn færði rök fyrir því að það væri ekki hlutverk fjölmiðla að rannsaka ítarlega viðskiptaáætlanir þeirra sem kaupa auglýsingar hjá miðlinum. Einnig gagnrýndu þau að Fjölmiðlanefnd gerði ráð fyrir að Rizk.fun hefði verið búin til sem auglýsingasíða fyrir veðmálaútgáfu síðunnar. Andsvör Símans breyttu þó ekki skoðun nefndarinnar á stöðunni og töldu þau að Síminn hefði brotið gegn fjórðu málsgrein 37. greinar laga um fjölmiðla sem bannar fjölmiðlum að auglýsa happdrættis- og veðmálastarfsemi sem hefur ekki leyfi lögum samkvæmt hér á landi. Vegna brotsins var Síminn sektaður um eina milljón króna. Tekið var mið af því að Síminn hefur ekki áður brotið umrædd lög. Síminn Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Málið hófst er Íslenskar getraunir sendu kvörtun til Fjölmiðlanefndar þann 20. mars 2024 þar sem segir að auglýsingar fyrir netspilavítið Rizk hafi verið birtar á sjónvarpsstöðinni Síminn Sport, sem er í eigu Símans. Í kvörtuninni kom fram að á vefsíðunni sé boðið upp á alls konar leiki þar sem spilað sé upp á peninga en aðilinn sem stæði að síðunni hefði ekki leyfi til að reka happdrætti á Íslandi. Þá var krafist þess að Fjölmiðlanefnd skyldi taka málið til skoðunar. Líkt og fjallað var um á Vísi í byrjun ársins 2024 voru birtar auglýsingar undir nafni vefsíðunnar Rizk.fun en þar má finna ókeypis leiki sem finnast alla jafna í netspilavítum. Hins vegar ef leitað er að Rizk í leitarvélum eða .fun breytt í .com breytist vefsíðan í veðmálasíðu. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar var auglýsingin birt alls 272 sinnum á tímabilinu 21. desember 2023 til 26. mars 2024 á sjónvarpsrás Símans. Í auglýsingunni má sjá ofurhetju og orðið Rizk með stórum stöfum en orðið Fun í minni stöfum fyrir neðan. Ef vel er gáð sést glitta í punkt fyrir framan orðið Fun sem gefur til kynna slóðina fyrir vefsíðuna. Gáfu lítið fyrir rök Símans Fjölmiðlanefnd óskaði eftir svörum frá Símanum sem mótmælti þeim sjónarmiðum sem komu fram í kvörtun Íslenskra getrauna. Í svarinu segir að ef um villandi auglýsingu væri að ræða væri það ekki á ábyrgð fjölmiðlaveitna heldur Neytendastofu, sem hefur eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá væri hvergi verið að auglýsa veðmálasíðu Rizk heldur einungis leikjasíðuna Rizk.fun en á þeirri síðu væri skýrt tekið fram að þar væri ekki spilað upp á peninga. Í svari Símans er auglýsingunni einnig líkt við bjórauglýsingar, þar sem leyfilegt er að auglýsa óáfengan bjór sem er af sama vörumerki og áfengur bjór. Einnig er áréttað að auglýsingin feli þó ekki í sér auglýsingu um veðmálastarfsemi. Eftir að svör Símans bárust kom Fjölmiðlanefnd saman en tók hún ekki undir sjónarmið Símans að aðeins væri um að ræða auglýsingu fyrir leikjavefsíðu Rizk. Eftir aðra umferð þar sem Síminn færði rök fyrir því að það væri ekki hlutverk fjölmiðla að rannsaka ítarlega viðskiptaáætlanir þeirra sem kaupa auglýsingar hjá miðlinum. Einnig gagnrýndu þau að Fjölmiðlanefnd gerði ráð fyrir að Rizk.fun hefði verið búin til sem auglýsingasíða fyrir veðmálaútgáfu síðunnar. Andsvör Símans breyttu þó ekki skoðun nefndarinnar á stöðunni og töldu þau að Síminn hefði brotið gegn fjórðu málsgrein 37. greinar laga um fjölmiðla sem bannar fjölmiðlum að auglýsa happdrættis- og veðmálastarfsemi sem hefur ekki leyfi lögum samkvæmt hér á landi. Vegna brotsins var Síminn sektaður um eina milljón króna. Tekið var mið af því að Síminn hefur ekki áður brotið umrædd lög.
Síminn Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira