Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar 15. ágúst 2025 13:32 Að öllum líkindum er Al Thani-málið Íslendingum enn í fersku minni. Sýndarviðskipti Kaupþings við fjárfestinn Mohammed Al Thani voru daglegt umfjöllunarefni fjölmiðla um árabil. Al Thani hafði þegið lánsfé frá Kaupþingi í þeim tilgangi að kaupa hlut í bankanum rétt fyrir bankahrunið. Sjaldan er ein báran stök. Al Thani-fjölskyldan hefur í áranna rás verið viðriðin fjölda hneykslismála á ýmsum vettvangi. Þegar fjölskyldan komst til valda í smáríkinu Katar varð til eitruð blanda valdníðslu og gróðafíknar. Innan skamms seildist fjölskyldan til dulinna áhrifa í öðrum heimshlutum, einna helst á Vesturlöndum. En á hvaða grundvelli byggja þessi áhrif? Olíuríkið Katar Olía er helsta tekjulind Al Thani-fjölskyldunnar. Á áttunda áratugnum sölsaði Abdulaziz Al Thani undir sig öll olíufyrirtæki í Katar og stofnaði fyrirtækið Qatar Petroleum (nú Qatar Energy). Í dag er Katar níunda auðugasta ríki heims miðað við landsframleiðslu á höfðatölu. Þrátt fyrir það er Katar oft ranglega skilgreint sem þróunarríki. Undanfarna áratugi hefur Al Thani-fjölskyldan ýmist stofnað eða fjárfest í fjölda annarra fyrirtækja—tískufyrirtækjum, fjölmiðlafyrirtækjum, flugfélögum og bönkum, svo fátt eitt sé nefnt. En ekki eru öll fjárútlát Al Thani-fjölskyldunnar jafnsakleysisleg. Mútugreiðslur til þingmanna Fyrir tveimur árum vöktu fjölmiðlar athygli á háum mútugreiðslum frá Katar til fjögurra þingmanna Evrópuþingsins. Þingmönnunum var meðal annars mútað til að greiða atkvæði gegn ályktunum sem fordæmdu mannréttindabrot í Katar og að greiða atkvæði með ályktunum sem liðkuðu fyrir fólksflutningum milli Katar og Evrópusambandsins. Þegar upp komst um málið voru þingmennirnir handteknir og háar upphæðir í reiðufé voru gerðar upptækar. Þingmennirnir þurftu að dvelja í stofufangelsi um skeiðen lítið annað var aðhafst í málinu. Leynilegir styrkir til háskóla Undanfarin ár hefur borið á aukinni gagnrýni á hendur námsdeildum innan bandarískra háskóla. Kennsla deildanna þykir hlutdræg og sérstaklega þykir ámælisverð neikvæð afstaða þeirra til Vesturlanda. Þótt sumir telji gagnrýnina vera flokkspólitíska er hún óneitanleg makleg að ákveðnu leyti. Árið 2019 svipti rannsókn á vegum FBI hulunni af leynilegum styrkjum Katar til bandarískra háskóla. Háskólarnir höfðu þegið styrki að andvirði milljörðum dollara án þess að gera grein fyrir uppruna þeirra líkt og lög mæla fyrir um. Í skiptum fyrir stuðninginn hefur Katar haft áhrif á kennsluskrá háskólanna, sérstaklega hvað viðkemur afstöðu þeirra til sögu og stjórnmála Mið-Austurlanda. Lítill vafi leikur á því að Katar hafi einnig haft sams konar áhrif á háskóla í öðrum löndum. Það væri því verðugt verkefni að grennslast fyrir um hvort Katar hafi fjármagnað deild Mið-Austurlandafræði í Háskóla Íslands. Al Jazeera Al Thani-fjölskyldan hefur ekki aðeins haft stjórnmálamenn og menntafólk í sigtinu, heldur hefur hún markvisst reynt að móta skoðanir almennings á Vesturlöndum í gegn um fjölmiðla. Fjölmiðlaveldið Al Jazeera var stofnað af Hamad Al Thani í valdatíð hans. Al Jazeera hefur í áranna rás verið réttilega gagnrýnt fyrir hlutdrægni og ónákvæmni í fréttaflutningi, meðal annars fyrir að hygla stjórnvöldum í Katar og Bræðralagi múslima, sem eru herská íslamistasamtök. Í því samhengi er eftirtektarvert hversu oft vestrænir fjölmiðlar styðjast beint við fréttir frá Al Jazeera, sérstaklega þegar kemur að umfjöllun um Mið-Austurlönd. Það er bersýnilegt að almennir fjölmiðlar draga taum valdhafa við Persaflóann. Meðal annars sneiða þeir algjörlega fram hjá umfjöllun um kúgun kvenna, samkynhneigðra og þjóðernisminnihluta í þessum heimshluta, en slík umfjöllun myndi eflaust styggja meðlimi Al Thani-fjölskyldunnar. Heimsmeistarakeppnin Að hýsa stóra íþróttaviðburði sem er sjónvarpað um allan heim er einhver öflugasta markaðssetning sem ríki getur fengið. Árið 2010 ákvað Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) að Katar myndi hýsa heimsmeistarakeppnina árið 2022. En skömmu síðar kom í ljós að Katar hafði mútað hátt settum meðlimum FIFA í skiptum fyrir atkvæði þeirra. Málið fór fyrir dóm og í það minnsta einn meðlimur FIFA var fundinn sekur. Engu að síður fór heimsmeistarakeppnin fram í Katar líkt og lagt var upp með. Í tilefni keppninnar réðust yfirvöld í Katar í byggingu nýrrar íþróttahallar og fjöldi erlendra verkamanna var fenginn til landsins til að reisa höllina. En fljótlega bárust fréttir af ítrekuðum brotum á réttindum farandverkafólksins auk þess að kjörum þeirra og aðstæðum var líkt við vinnuþrælkun. Talið er að þúsundir hafi látið lífið við framkvæmdirnar. Það kann að hljóma ótrúlega en FIFA-hneykslið virðist hvorki hafa skaðað orðspor Katar né Al Thani-fjölskyldunnar á nokkurn hátt. Fjölmiðlar misstu fljótt áhugann og féll málið fljótt í gleymsku. Til að bæta gráu ofan á svart var Katar eitt sautján ríkja sem voru valin í mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í byrjun þessa árs. Lokaorð Þegar allir þræðir eru dregnir saman verður til skrautleg og afhjúpandi mynd: Fjársvik, mútugreiðslur, óæskileg áhrif á menntastofnanir og fjölmiðla, vinnuþrælkun. Augljóslega ber Al Thani-fjölskyldan einungis eigin hagsmuni fyrir brjósti og á þeirri vegferð telur hún öll brögð leyfileg. Þessi skrif eru ekki einungis ætluð til fróðleiks heldur eru þau einnig varnaðarorð. Hagsmunir Vesturlanda hljóta að vega þyngra en hagsmunir spilltrar fjölskyldu frá Persaflóa, sama hversu auðug hún kann að vera. Af þeim sökum er brýnt að vestræn ríki geri ráðstafanir til að tryggja betur varnir stjórnmálamanna, menntastofnana og fjölmiðla gagnvart áhrifum Al Thani-fjölskyldunnar. Höfundur er áhugamaður um alþjóðamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Að öllum líkindum er Al Thani-málið Íslendingum enn í fersku minni. Sýndarviðskipti Kaupþings við fjárfestinn Mohammed Al Thani voru daglegt umfjöllunarefni fjölmiðla um árabil. Al Thani hafði þegið lánsfé frá Kaupþingi í þeim tilgangi að kaupa hlut í bankanum rétt fyrir bankahrunið. Sjaldan er ein báran stök. Al Thani-fjölskyldan hefur í áranna rás verið viðriðin fjölda hneykslismála á ýmsum vettvangi. Þegar fjölskyldan komst til valda í smáríkinu Katar varð til eitruð blanda valdníðslu og gróðafíknar. Innan skamms seildist fjölskyldan til dulinna áhrifa í öðrum heimshlutum, einna helst á Vesturlöndum. En á hvaða grundvelli byggja þessi áhrif? Olíuríkið Katar Olía er helsta tekjulind Al Thani-fjölskyldunnar. Á áttunda áratugnum sölsaði Abdulaziz Al Thani undir sig öll olíufyrirtæki í Katar og stofnaði fyrirtækið Qatar Petroleum (nú Qatar Energy). Í dag er Katar níunda auðugasta ríki heims miðað við landsframleiðslu á höfðatölu. Þrátt fyrir það er Katar oft ranglega skilgreint sem þróunarríki. Undanfarna áratugi hefur Al Thani-fjölskyldan ýmist stofnað eða fjárfest í fjölda annarra fyrirtækja—tískufyrirtækjum, fjölmiðlafyrirtækjum, flugfélögum og bönkum, svo fátt eitt sé nefnt. En ekki eru öll fjárútlát Al Thani-fjölskyldunnar jafnsakleysisleg. Mútugreiðslur til þingmanna Fyrir tveimur árum vöktu fjölmiðlar athygli á háum mútugreiðslum frá Katar til fjögurra þingmanna Evrópuþingsins. Þingmönnunum var meðal annars mútað til að greiða atkvæði gegn ályktunum sem fordæmdu mannréttindabrot í Katar og að greiða atkvæði með ályktunum sem liðkuðu fyrir fólksflutningum milli Katar og Evrópusambandsins. Þegar upp komst um málið voru þingmennirnir handteknir og háar upphæðir í reiðufé voru gerðar upptækar. Þingmennirnir þurftu að dvelja í stofufangelsi um skeiðen lítið annað var aðhafst í málinu. Leynilegir styrkir til háskóla Undanfarin ár hefur borið á aukinni gagnrýni á hendur námsdeildum innan bandarískra háskóla. Kennsla deildanna þykir hlutdræg og sérstaklega þykir ámælisverð neikvæð afstaða þeirra til Vesturlanda. Þótt sumir telji gagnrýnina vera flokkspólitíska er hún óneitanleg makleg að ákveðnu leyti. Árið 2019 svipti rannsókn á vegum FBI hulunni af leynilegum styrkjum Katar til bandarískra háskóla. Háskólarnir höfðu þegið styrki að andvirði milljörðum dollara án þess að gera grein fyrir uppruna þeirra líkt og lög mæla fyrir um. Í skiptum fyrir stuðninginn hefur Katar haft áhrif á kennsluskrá háskólanna, sérstaklega hvað viðkemur afstöðu þeirra til sögu og stjórnmála Mið-Austurlanda. Lítill vafi leikur á því að Katar hafi einnig haft sams konar áhrif á háskóla í öðrum löndum. Það væri því verðugt verkefni að grennslast fyrir um hvort Katar hafi fjármagnað deild Mið-Austurlandafræði í Háskóla Íslands. Al Jazeera Al Thani-fjölskyldan hefur ekki aðeins haft stjórnmálamenn og menntafólk í sigtinu, heldur hefur hún markvisst reynt að móta skoðanir almennings á Vesturlöndum í gegn um fjölmiðla. Fjölmiðlaveldið Al Jazeera var stofnað af Hamad Al Thani í valdatíð hans. Al Jazeera hefur í áranna rás verið réttilega gagnrýnt fyrir hlutdrægni og ónákvæmni í fréttaflutningi, meðal annars fyrir að hygla stjórnvöldum í Katar og Bræðralagi múslima, sem eru herská íslamistasamtök. Í því samhengi er eftirtektarvert hversu oft vestrænir fjölmiðlar styðjast beint við fréttir frá Al Jazeera, sérstaklega þegar kemur að umfjöllun um Mið-Austurlönd. Það er bersýnilegt að almennir fjölmiðlar draga taum valdhafa við Persaflóann. Meðal annars sneiða þeir algjörlega fram hjá umfjöllun um kúgun kvenna, samkynhneigðra og þjóðernisminnihluta í þessum heimshluta, en slík umfjöllun myndi eflaust styggja meðlimi Al Thani-fjölskyldunnar. Heimsmeistarakeppnin Að hýsa stóra íþróttaviðburði sem er sjónvarpað um allan heim er einhver öflugasta markaðssetning sem ríki getur fengið. Árið 2010 ákvað Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) að Katar myndi hýsa heimsmeistarakeppnina árið 2022. En skömmu síðar kom í ljós að Katar hafði mútað hátt settum meðlimum FIFA í skiptum fyrir atkvæði þeirra. Málið fór fyrir dóm og í það minnsta einn meðlimur FIFA var fundinn sekur. Engu að síður fór heimsmeistarakeppnin fram í Katar líkt og lagt var upp með. Í tilefni keppninnar réðust yfirvöld í Katar í byggingu nýrrar íþróttahallar og fjöldi erlendra verkamanna var fenginn til landsins til að reisa höllina. En fljótlega bárust fréttir af ítrekuðum brotum á réttindum farandverkafólksins auk þess að kjörum þeirra og aðstæðum var líkt við vinnuþrælkun. Talið er að þúsundir hafi látið lífið við framkvæmdirnar. Það kann að hljóma ótrúlega en FIFA-hneykslið virðist hvorki hafa skaðað orðspor Katar né Al Thani-fjölskyldunnar á nokkurn hátt. Fjölmiðlar misstu fljótt áhugann og féll málið fljótt í gleymsku. Til að bæta gráu ofan á svart var Katar eitt sautján ríkja sem voru valin í mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í byrjun þessa árs. Lokaorð Þegar allir þræðir eru dregnir saman verður til skrautleg og afhjúpandi mynd: Fjársvik, mútugreiðslur, óæskileg áhrif á menntastofnanir og fjölmiðla, vinnuþrælkun. Augljóslega ber Al Thani-fjölskyldan einungis eigin hagsmuni fyrir brjósti og á þeirri vegferð telur hún öll brögð leyfileg. Þessi skrif eru ekki einungis ætluð til fróðleiks heldur eru þau einnig varnaðarorð. Hagsmunir Vesturlanda hljóta að vega þyngra en hagsmunir spilltrar fjölskyldu frá Persaflóa, sama hversu auðug hún kann að vera. Af þeim sökum er brýnt að vestræn ríki geri ráðstafanir til að tryggja betur varnir stjórnmálamanna, menntastofnana og fjölmiðla gagnvart áhrifum Al Thani-fjölskyldunnar. Höfundur er áhugamaður um alþjóðamál.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun