Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 11:58 Hjalti Þór Þorkelsson er búsettur í Bolungarvík. Aðsend Íbúi í Bolungarvík pantaði dúkkuhús úr leikfangaverslun í Reykjavík en fyrir sendinguna átti hann að greiða rúmar tuttugu þúsund krónur. Hann segir um duldan landsbyggðaskatt að ræða þar sem íbúi á höfuðborgarsvæðinu þyrfti einungis að greiða um sex þúsund krónur í sendingargjald. Hjalti Þór Þorkelsson, íbúi í Bolungarvík, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni þar sem hann segir að ættingi sinn á Bolungarvík hafi pantað dúkkuhús úr Kids Coolshop á Smáratorgi sem kostaði um 25 þúsund krónur. „Hún býr í Bolungarvík og það kostaði 22 þúsund að senda þetta vestur,“ segir Hjalti. „Ég fór aftur inn og pantaði dúkkuhús og gaf upp heimilisfang í Grafarholtinu. Það kostaði rétt rúmar sex þúsund krónur.“ Hjalti segir að þarna sé um að ræða dulinn landsbyggðarskatt. Hann var staddur á höfuðborgarsvæðinu og endaði á að sækja dúkkuhúsið sjálfur og fara með það vestur til Bolungarvíkur. Er hann sótti dúkkuhúsið fékk hann það einnig staðfest af starfsmanni í afgreiðslu að sendingarkostnaðurinn til Bolungarvíkur væru um 22 þúsund krónur. „Ég hélt að þetta væri gríðarlega stór kassi og saup hveljur þegar konan sagði að við værum að fara sækja þetta,“ segir Hjalti. Pakkningin utan um dúkkuhúsið reyndist vera aðeins lengri og grennri en venjuleg flugfreyjutaska og sé léttari en fjögur kíló. Hjalti segist ekki hafa fengið neinar skýringar á hvers vegna sendingarkostnaðurinn væri svo hár. „Nei engar skýringar, eini möguleikinn í versluninni er að senda með Póstinum. Eimskip er það sama, það er bara einn kostnaður 24 þúsund að sækja innanbæjar.“ Varði sendingarmöguleika Málið varðar sendingarmöguleikana sem að verslunin bjóði upp á. „Þeir bjóða bara upp á einn sendingarmöguleika sem er Pósturinn. Eins og ég er með skjalfest þá sýnir það að Samskip er ábyggilega besti kosturinn,“ segir Hjalti. Sendingarkostnaðurinn skyldi dúkkuhúsið vera sent með Samskip sé mun minni, ef rétt væri farið að. Þar kostar 3680 krónur að senda pakkann en hver klukkustund sem pakkinn bíður þess að vera sóttur kostar átján þúsund krónur. Samskip skipti klukkustundinni í þrennt svo að sögn Hjalta væri hægt að greiða sex þúsund krónur fyrir sendinguna. Á móti kemur rukkar Eimskip um 24431 fyrir sendingu frá Smáratorgi að sögn Hjalta. „Það hlýtur að enda hjá flutningsaðilanum eða hjá stóraðila, ég var að vinna við þetta sjálfur og veit að það kostar engan átján þúsund kall að ferja þetta,“ segir hann. Á meðan viðtalinu stóð athuguðu þáttastjórnendur hvort að enn væri boðið upp á slíkan sendingarkostnað en þá stóð að heimsending kostaði einungis 5403 krónur. Hjalti sagðist feginn að búið væri að lækka sendingarkostnaðinn. Bolungarvík Reykjavík Pósturinn Bítið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Hjalti Þór Þorkelsson, íbúi í Bolungarvík, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni þar sem hann segir að ættingi sinn á Bolungarvík hafi pantað dúkkuhús úr Kids Coolshop á Smáratorgi sem kostaði um 25 þúsund krónur. „Hún býr í Bolungarvík og það kostaði 22 þúsund að senda þetta vestur,“ segir Hjalti. „Ég fór aftur inn og pantaði dúkkuhús og gaf upp heimilisfang í Grafarholtinu. Það kostaði rétt rúmar sex þúsund krónur.“ Hjalti segir að þarna sé um að ræða dulinn landsbyggðarskatt. Hann var staddur á höfuðborgarsvæðinu og endaði á að sækja dúkkuhúsið sjálfur og fara með það vestur til Bolungarvíkur. Er hann sótti dúkkuhúsið fékk hann það einnig staðfest af starfsmanni í afgreiðslu að sendingarkostnaðurinn til Bolungarvíkur væru um 22 þúsund krónur. „Ég hélt að þetta væri gríðarlega stór kassi og saup hveljur þegar konan sagði að við værum að fara sækja þetta,“ segir Hjalti. Pakkningin utan um dúkkuhúsið reyndist vera aðeins lengri og grennri en venjuleg flugfreyjutaska og sé léttari en fjögur kíló. Hjalti segist ekki hafa fengið neinar skýringar á hvers vegna sendingarkostnaðurinn væri svo hár. „Nei engar skýringar, eini möguleikinn í versluninni er að senda með Póstinum. Eimskip er það sama, það er bara einn kostnaður 24 þúsund að sækja innanbæjar.“ Varði sendingarmöguleika Málið varðar sendingarmöguleikana sem að verslunin bjóði upp á. „Þeir bjóða bara upp á einn sendingarmöguleika sem er Pósturinn. Eins og ég er með skjalfest þá sýnir það að Samskip er ábyggilega besti kosturinn,“ segir Hjalti. Sendingarkostnaðurinn skyldi dúkkuhúsið vera sent með Samskip sé mun minni, ef rétt væri farið að. Þar kostar 3680 krónur að senda pakkann en hver klukkustund sem pakkinn bíður þess að vera sóttur kostar átján þúsund krónur. Samskip skipti klukkustundinni í þrennt svo að sögn Hjalta væri hægt að greiða sex þúsund krónur fyrir sendinguna. Á móti kemur rukkar Eimskip um 24431 fyrir sendingu frá Smáratorgi að sögn Hjalta. „Það hlýtur að enda hjá flutningsaðilanum eða hjá stóraðila, ég var að vinna við þetta sjálfur og veit að það kostar engan átján þúsund kall að ferja þetta,“ segir hann. Á meðan viðtalinu stóð athuguðu þáttastjórnendur hvort að enn væri boðið upp á slíkan sendingarkostnað en þá stóð að heimsending kostaði einungis 5403 krónur. Hjalti sagðist feginn að búið væri að lækka sendingarkostnaðinn.
Bolungarvík Reykjavík Pósturinn Bítið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira