Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2025 11:21 Katrín Íris Sigurðardóttir er formaður BDSM á Íslandi. Vísir/Einar Formaður BDSM samtakanna á Íslandi segir dæmi um að fólki sé útskúfað af fjölskyldu og vinum þegar það opni sig um hneigðina. Árlega spinnist umræður um hvort BDSM fólk eigi heima í Gleðigöngunni. Í gærmorgun birtist grein á Vísi, þar sem formaður BDSM á Íslandi sagði að ár hvert kæmi upp spurning um hvort BDSM-fólk ætti heima í Gleðigöngunni, en hún var gengin um liðna helgi. BDSM fólk gekk í göngunni, og hafa aldrei fleiri verið hluti af gönguhóp félagsins en í ár. Formaðurinn segir viðbrögðin árlega vera á sömu leið, uppfull af vanþekkingu og fordómum. „Þannig í raun og veru voru skilaboðin mín bara einfaldlega það að þetta er miklu margslungnara fyrirbæri, BDSM-iðkun, en við fyrstu sýn virðist vera,“ segir Katrín Íris Sigurðardóttir, formaður BDSM á Íslandi. Margt fólk stofni ekki til náinna sambanda án þess að einhvers konar BDSM-dýnamík komi við sögu. „BDSM brýtur upp normið á alla þá vegu sem þarf til að geta flokkast sem hinsegin. Það hefur bara tekið svolítið lengri tíma fyrir okkur sem samfélag að sjá það. BDSM á Íslandi fékk hagsmunaaðild að samtökunum '78 árið 2016, en sú ákvörðun reyndist afar umdeild. „Þá er vandamálið svolítið það að við flokkumst ekki sem nógu hinsegin.“ Fordómar hafi fram að þessu aukist, samhliða auknum sýnileika. „Hluti af því að normalísera eitthvað er svolítið að ögra fólkinu sem mislíkar það. Þannig að við erum svolítið að finna fyrir auknum fordómum og erum að vinda ofan af því. Ég held að lykillinn að því sé í raun og veru bara fræðsla og meiri sýnileiki.“ Fólk fái oft að heyra að BDSM sé ofbeldi, og geti ekki haldist í hendur við heilbrigð sambönd. Það sé þrálátur misskilningur, en margt fólk veigri sér við að opna sig um BDSM-iðkun sína. „Ég held það sé bara að það fylgir því gríðarlega mikil skömm, og fólk hefur verið útilokað frá vinum og fjölskyldu því fólki er bara svolítið misboðið,“ segir Katrín Íris. „Við göngum út á það að við stundum BDSM sem er öruggt, samþykkt, meðvitað. Það er ekki BDSM ef það er ekki öruggt, samþykkt, meðvitað.“ Hinsegin Kynlíf Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Í gærmorgun birtist grein á Vísi, þar sem formaður BDSM á Íslandi sagði að ár hvert kæmi upp spurning um hvort BDSM-fólk ætti heima í Gleðigöngunni, en hún var gengin um liðna helgi. BDSM fólk gekk í göngunni, og hafa aldrei fleiri verið hluti af gönguhóp félagsins en í ár. Formaðurinn segir viðbrögðin árlega vera á sömu leið, uppfull af vanþekkingu og fordómum. „Þannig í raun og veru voru skilaboðin mín bara einfaldlega það að þetta er miklu margslungnara fyrirbæri, BDSM-iðkun, en við fyrstu sýn virðist vera,“ segir Katrín Íris Sigurðardóttir, formaður BDSM á Íslandi. Margt fólk stofni ekki til náinna sambanda án þess að einhvers konar BDSM-dýnamík komi við sögu. „BDSM brýtur upp normið á alla þá vegu sem þarf til að geta flokkast sem hinsegin. Það hefur bara tekið svolítið lengri tíma fyrir okkur sem samfélag að sjá það. BDSM á Íslandi fékk hagsmunaaðild að samtökunum '78 árið 2016, en sú ákvörðun reyndist afar umdeild. „Þá er vandamálið svolítið það að við flokkumst ekki sem nógu hinsegin.“ Fordómar hafi fram að þessu aukist, samhliða auknum sýnileika. „Hluti af því að normalísera eitthvað er svolítið að ögra fólkinu sem mislíkar það. Þannig að við erum svolítið að finna fyrir auknum fordómum og erum að vinda ofan af því. Ég held að lykillinn að því sé í raun og veru bara fræðsla og meiri sýnileiki.“ Fólk fái oft að heyra að BDSM sé ofbeldi, og geti ekki haldist í hendur við heilbrigð sambönd. Það sé þrálátur misskilningur, en margt fólk veigri sér við að opna sig um BDSM-iðkun sína. „Ég held það sé bara að það fylgir því gríðarlega mikil skömm, og fólk hefur verið útilokað frá vinum og fjölskyldu því fólki er bara svolítið misboðið,“ segir Katrín Íris. „Við göngum út á það að við stundum BDSM sem er öruggt, samþykkt, meðvitað. Það er ekki BDSM ef það er ekki öruggt, samþykkt, meðvitað.“
Hinsegin Kynlíf Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira