Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2025 21:44 Róbert Wessmann, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech. Vísir/Vilhelm Annar fjórðungur þessa árs var sá besti í sögu líftæknifyrirtækisins Alvotech. Fyrri hluta ársins varð yfir tvö hundruð prósenta aukning á tekjum af sölu lyfja, samanborið við sama tímabil í fyrra. Fyrirtækið birti í dag uppgjör fyrir fyrri hluta ársins en þar komur fram að tekjur af sölu lyfja voru 204,7 milljónir dala. Það samsvarar rúmum 25 milljörðum króna. Á sama tímabili í fyrra voru tekjurnar 65,9 milljónir dala eða um átta milljarðar króna. Í uppgjörinu segir að annar fjórðungur ársins hafi verið sá besti í sögu Alvotech. Félagið átti þann 30. júní 151,5 milljónir dala í lausu fé og heildarskuldir þess voru 1,1 milljarður dala. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar hér á vef Alvotech. Uppgjörið verður kynnt af stjórnendum félagsins á morgun og verður hægt að hlusta á þá kynningu í beinni. „Alvotech náði góðum árangri á fyrri helmingi ársins, þar sem tekjur af lyfjasölu jukust um meira en 200 prósent við sama tíma í fyrra. Þá var annar ársfjórðungur besti fjórðungur í sögu félagsins hvað varðar handbært fé frá rekstri. Nýir samningar um markaðssetningu sem kynntir voru á síðasta ársfjórðungi endurspegla vel þau miklu verðmæti sem fólgin eru í lyfjunum sem við erum að þróa,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech, í fréttatilkynningu vegna uppgjörsins. „Með kaupum á rannsóknarstarfsemi Xbrane í Svíþjóð getum við svo sett enn meiri kraft í lyfjaþróunina. Við viljum halda utan um alla þætti í þróun og framleiðslu hliðstæðnanna og eru kaupin í byrjun júlí á starfsemi Ivers-Lee, sem sérhæfir sig í pökkun lyfja, liður í því.“ Þar kemur einnig fram að forsvarsmenn Alvotech hafi á fyrri hluta ársins gert tvo samninga um aukið samstarf við Advanz Pharma um markaðssetningu í Evrópu á fjórum líftæknilyfjahliðstæðum sem eru í þróun. Þá var einnig gerður samningur við Dr. Reddy‘s Laboratories Ltd. um þróun, framleiðslu og markaðssetningu á fyrirhugaðri hliðstæðu en samningurinn felur í sér að félögin muni deila kostnaði og ábyrgð á þróun og framleiðslu hliðstæðunnar. Einnig var lokið við kaup á rannsóknarstarfsemi líftæknifyrirtækisins Xbrane í Stokkhólmi og lyfjahugviti tengdu fyrirhugaðri hliðstæðu við líftæknilyfið Cimzia. Þá sömdu forsvarsmenn félagsins við lánveitendur um að lækka vexti á langtímaskuldum og lækkar vaxtakostnaður Alvotech á fyrstu tólf mánuðunum eftir vaxtalækkunina um rúmar 8,2 milljónir dala. Það samsvarar um einum milljarði króna. Alvotech Uppgjör og ársreikningar Líftækni Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Sjá meira
Fyrirtækið birti í dag uppgjör fyrir fyrri hluta ársins en þar komur fram að tekjur af sölu lyfja voru 204,7 milljónir dala. Það samsvarar rúmum 25 milljörðum króna. Á sama tímabili í fyrra voru tekjurnar 65,9 milljónir dala eða um átta milljarðar króna. Í uppgjörinu segir að annar fjórðungur ársins hafi verið sá besti í sögu Alvotech. Félagið átti þann 30. júní 151,5 milljónir dala í lausu fé og heildarskuldir þess voru 1,1 milljarður dala. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar hér á vef Alvotech. Uppgjörið verður kynnt af stjórnendum félagsins á morgun og verður hægt að hlusta á þá kynningu í beinni. „Alvotech náði góðum árangri á fyrri helmingi ársins, þar sem tekjur af lyfjasölu jukust um meira en 200 prósent við sama tíma í fyrra. Þá var annar ársfjórðungur besti fjórðungur í sögu félagsins hvað varðar handbært fé frá rekstri. Nýir samningar um markaðssetningu sem kynntir voru á síðasta ársfjórðungi endurspegla vel þau miklu verðmæti sem fólgin eru í lyfjunum sem við erum að þróa,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech, í fréttatilkynningu vegna uppgjörsins. „Með kaupum á rannsóknarstarfsemi Xbrane í Svíþjóð getum við svo sett enn meiri kraft í lyfjaþróunina. Við viljum halda utan um alla þætti í þróun og framleiðslu hliðstæðnanna og eru kaupin í byrjun júlí á starfsemi Ivers-Lee, sem sérhæfir sig í pökkun lyfja, liður í því.“ Þar kemur einnig fram að forsvarsmenn Alvotech hafi á fyrri hluta ársins gert tvo samninga um aukið samstarf við Advanz Pharma um markaðssetningu í Evrópu á fjórum líftæknilyfjahliðstæðum sem eru í þróun. Þá var einnig gerður samningur við Dr. Reddy‘s Laboratories Ltd. um þróun, framleiðslu og markaðssetningu á fyrirhugaðri hliðstæðu en samningurinn felur í sér að félögin muni deila kostnaði og ábyrgð á þróun og framleiðslu hliðstæðunnar. Einnig var lokið við kaup á rannsóknarstarfsemi líftæknifyrirtækisins Xbrane í Stokkhólmi og lyfjahugviti tengdu fyrirhugaðri hliðstæðu við líftæknilyfið Cimzia. Þá sömdu forsvarsmenn félagsins við lánveitendur um að lækka vexti á langtímaskuldum og lækkar vaxtakostnaður Alvotech á fyrstu tólf mánuðunum eftir vaxtalækkunina um rúmar 8,2 milljónir dala. Það samsvarar um einum milljarði króna.
Alvotech Uppgjör og ársreikningar Líftækni Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Sjá meira