Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. ágúst 2025 13:02 Alma Möller heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa neinar forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga um að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar til POTS-sjúklinga. Hún hafi þó skilning á því að það geti reynst fólki erfitt að hætta í meðferð sem það trúir á. POTS-heilkennið svokallaða er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og eru einkenni þess margvísleg. Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum hefur margfaldast á aðeins örfáum árum en Sjúkratryggingar hyggjast hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar í lok september. Sjá einnig: Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Vökvagjöfin er úrræði sem Samtök um POTS á Íslandi meðal annarra segja að skipti sköpum fyrir þau sem glíma við heilkennið. Ákvörðun um að hætta að greiða niður þjónustuna byggir á faglegum forsendum að sögn Sjúkratrygginga Íslands. Ákvörðunin hafi verið tekin á þeim grundvelli að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og að almennt sé engin réttlæting til staðar fyrir umræddri meðferð við POTS. Samtök um POTS á Íslandi hafa gagnrýnt áformin og segja að þrátt fyrir skort á rannsóknum hafi meðferðin skilað árangri og skipt sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Alma Möller heilbrigðisráðherra kveðst ekki hafa ástæðu til annars en að treysta ákvörðun Sjúkratrygginga. „Ég hef engar forsendur til að rengja niðurstöður sem að bæði Sjúkratryggingar og Landlæknir hafa komist að eftir mjög nána yfirlegu. Þannig það er jú Landlæknir sem að veitir ráðgjöf í þessu tilfelli Sjúkratryggingum og ég hef skoðað málin og efast ekki um þá niðurstöðu. En vissulega get ég haft skilning á því að það sé erfitt að hætta í meðferð sem þú trúir á,“ segir Alma. Áfram niðurgreitt í undantekningartilfellum Fréttastofa hefur leitað svara frá Sjúkratryggingum Íslands, Embætti landlæknis og frá heilbrigðisráðuneytinu um það hvort vökvagjöf muni áfram standa POTS-greindum til boða niðurgreidd á öðrum heilbrigðisstofnunum, en umrædd ákvörðun nær til sjálfstætt starfandi sérgreinalækna. Þegar þetta er skrifað höfðu ekki fengist skýr svör við því hvort eða að hvaða marki umrædd meðferð kunni að standa til boða hjá heilbrigðisstofnunum hins opinbera, heilsugæslum eða sjúkrahúsum. Í bréfi Sjúkratrygginga til Samtaka um POTS á Íslandi um ákvörðunina er aðeins vísað til sjálfstætt starfandi sérgreinalækna, en fyrir liggur að það er á þeim vettvangi sem langflestar vökvagjafir hafa farið fram undanfarin ár. Í bréfinu kemur þó fram að veittar verði undanþágur í ákveðnum tilfellum. Annars vegar ef um er að ræða lyfjameðferðarbrest og erfið bráð einkenni þar sem ráðlög meðferð hafi ekki skilað tilætluðum árangri, og hins vegar í tengslum við skurðaðgerðir. Í báðum undantekningartilfellum sem tilgreind eru í bréfinu er ekki gert ráð fyrir fleiri en fjórum meðferðum á hverju tólf mánaða tímabili. Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
POTS-heilkennið svokallaða er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og eru einkenni þess margvísleg. Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum hefur margfaldast á aðeins örfáum árum en Sjúkratryggingar hyggjast hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar í lok september. Sjá einnig: Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Vökvagjöfin er úrræði sem Samtök um POTS á Íslandi meðal annarra segja að skipti sköpum fyrir þau sem glíma við heilkennið. Ákvörðun um að hætta að greiða niður þjónustuna byggir á faglegum forsendum að sögn Sjúkratrygginga Íslands. Ákvörðunin hafi verið tekin á þeim grundvelli að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og að almennt sé engin réttlæting til staðar fyrir umræddri meðferð við POTS. Samtök um POTS á Íslandi hafa gagnrýnt áformin og segja að þrátt fyrir skort á rannsóknum hafi meðferðin skilað árangri og skipt sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Alma Möller heilbrigðisráðherra kveðst ekki hafa ástæðu til annars en að treysta ákvörðun Sjúkratrygginga. „Ég hef engar forsendur til að rengja niðurstöður sem að bæði Sjúkratryggingar og Landlæknir hafa komist að eftir mjög nána yfirlegu. Þannig það er jú Landlæknir sem að veitir ráðgjöf í þessu tilfelli Sjúkratryggingum og ég hef skoðað málin og efast ekki um þá niðurstöðu. En vissulega get ég haft skilning á því að það sé erfitt að hætta í meðferð sem þú trúir á,“ segir Alma. Áfram niðurgreitt í undantekningartilfellum Fréttastofa hefur leitað svara frá Sjúkratryggingum Íslands, Embætti landlæknis og frá heilbrigðisráðuneytinu um það hvort vökvagjöf muni áfram standa POTS-greindum til boða niðurgreidd á öðrum heilbrigðisstofnunum, en umrædd ákvörðun nær til sjálfstætt starfandi sérgreinalækna. Þegar þetta er skrifað höfðu ekki fengist skýr svör við því hvort eða að hvaða marki umrædd meðferð kunni að standa til boða hjá heilbrigðisstofnunum hins opinbera, heilsugæslum eða sjúkrahúsum. Í bréfi Sjúkratrygginga til Samtaka um POTS á Íslandi um ákvörðunina er aðeins vísað til sjálfstætt starfandi sérgreinalækna, en fyrir liggur að það er á þeim vettvangi sem langflestar vökvagjafir hafa farið fram undanfarin ár. Í bréfinu kemur þó fram að veittar verði undanþágur í ákveðnum tilfellum. Annars vegar ef um er að ræða lyfjameðferðarbrest og erfið bráð einkenni þar sem ráðlög meðferð hafi ekki skilað tilætluðum árangri, og hins vegar í tengslum við skurðaðgerðir. Í báðum undantekningartilfellum sem tilgreind eru í bréfinu er ekki gert ráð fyrir fleiri en fjórum meðferðum á hverju tólf mánaða tímabili.
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira