„Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 20:00 Trektarbók verður til sýnis í Eddu næstu þrjá mánuði. Vísir/Sigurjón Ómetanlegur fjársjóður norrænna miðaldabókmennta er nú til sýnis á Íslandi í fyrsta sinn. Gripurinn, sem rekur uppruna til Íslands, hefur verið varveittur á meginlandi Evrópu í nokkrar aldir en almenningi gefst nú kostur á að berja gripinn augum. Um er að ræða svokallaða Trektarbók Snorra Eddu. Hún hefur verið í Hollandi í tæp fjögur hundruð ár og er núna í heimsókn á Íslandi. „Trektarbók er eitt af fjórum meginhandritum Eddu Snorra Sturlusonar og er mjög mikilvægt til þess að varðveita textann og sýna okkur hann þegar hann var í sem upphaflegastri gerð þegar Edda var skrifuð á þrettándu öld. Trektarbók er nefnilega afrit af handriti sem hefur verið mjög gamalt, sennilega frá miðri þrettándu öld, og sýnir Eddu í mjög svipuðu formi og hún hefur litið út hjá Snorra Sturlusyni sjálfum þegar hann var að störfum,“ segir Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar. Áhugi fyrir íslensku handritunum í Evrópu Haukur segir handritið til marks um þann mikla áhuga á norrænum fræðum sem hafi verið kominn til í Evrópu á sautjándu öld, og þeim fjársjóði sem íslensk handrit varðveiti um miðaldir og um fjarlægri fortíð. Árið 1626 hafi bókin verið komin til Kaupmannahafnar þar sem fræðimenn í Danmörku, og í Hollandi, hafi sýnt henni áhuga. „Það sem við vitum síðan er að 1643 er hún komin til Hollands, til Utrecht þar sem hún hefur verið síðan og hefur verið lyftistöng fyrir norræn fræði í Hollandi og þar hafa birst athyglisverðar rannsóknir á Trektarbók og á Snorra-Eddu,“ útskýrir Haukur. Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar, flutti vel sóttan fyrirlestur um Trektarbók í Eddu í dag í tilefni af handritaskiptunum.Vísir/Sigurjón Handritið kom til landsins um helgina og er nú til sýnis í Eddu, húsi íslenskunnar, á sýningunni Heimur í orðum. „Við erum svo lánsöm hérna á Árnastofnun að eiga í góðu samstarfi við erlend söfn. Og nú þegar við höfum svona góða aðstöðu til sýningahalds þá höfum við getað fengið handritin heim, í heimsókn, til þess að sýna hér á sýningunni okkar. Og nú er Trektarbók komin til sýnis á Íslandi í fyrsta sinn,“ segir Haukur. Hann hvetur alla áhugasama til að heimsækja Eddu og sjá handritið með eigin augum, en þar verður Trektarbók til sýnis í þrjá mánuði. Hver er þessi Trekt? Haukur segir handritið merkilegt fyrir margar sakir, en ólíkt öðrum meginhandritum Snorra-Eddu er Trektarbók ekki skráð á skinn. „Trektarbók er skráð á pappír og er þannig kannski ekki við fyrstu sýn eitthvað sem maður gæti haldið að væri ómetanlegur fjársjóður miðaldabókmennta. En textinn sjálfur er svo forn og svo merkilegur að það er hún,“ segir Haukur. En hvaðan er nafnið Trektarbók tilkomið? Ólíkt því sem kannski mætti ætla þá hefur nafngiftin ekkert með áhaldið trekt að gera. „Þetta er Utrecht. Það er sú trekt, Utrecht í Hollandi, sem handritið ber nafn sitt af. Og efnið er sem sagt Edda Snorra Sturlusonar, Gylfaginning, Skáldskaparmál, Háttatal. Þetta er sem sagt það skipulag Snorra Eddu sem er talið upphaflegast,“ útskýrir Haukur. Bókmenntir Menning Háskólar Íslensk fræði Handritasafn Árna Magnússonar Íslensk tunga Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Um er að ræða svokallaða Trektarbók Snorra Eddu. Hún hefur verið í Hollandi í tæp fjögur hundruð ár og er núna í heimsókn á Íslandi. „Trektarbók er eitt af fjórum meginhandritum Eddu Snorra Sturlusonar og er mjög mikilvægt til þess að varðveita textann og sýna okkur hann þegar hann var í sem upphaflegastri gerð þegar Edda var skrifuð á þrettándu öld. Trektarbók er nefnilega afrit af handriti sem hefur verið mjög gamalt, sennilega frá miðri þrettándu öld, og sýnir Eddu í mjög svipuðu formi og hún hefur litið út hjá Snorra Sturlusyni sjálfum þegar hann var að störfum,“ segir Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar. Áhugi fyrir íslensku handritunum í Evrópu Haukur segir handritið til marks um þann mikla áhuga á norrænum fræðum sem hafi verið kominn til í Evrópu á sautjándu öld, og þeim fjársjóði sem íslensk handrit varðveiti um miðaldir og um fjarlægri fortíð. Árið 1626 hafi bókin verið komin til Kaupmannahafnar þar sem fræðimenn í Danmörku, og í Hollandi, hafi sýnt henni áhuga. „Það sem við vitum síðan er að 1643 er hún komin til Hollands, til Utrecht þar sem hún hefur verið síðan og hefur verið lyftistöng fyrir norræn fræði í Hollandi og þar hafa birst athyglisverðar rannsóknir á Trektarbók og á Snorra-Eddu,“ útskýrir Haukur. Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar, flutti vel sóttan fyrirlestur um Trektarbók í Eddu í dag í tilefni af handritaskiptunum.Vísir/Sigurjón Handritið kom til landsins um helgina og er nú til sýnis í Eddu, húsi íslenskunnar, á sýningunni Heimur í orðum. „Við erum svo lánsöm hérna á Árnastofnun að eiga í góðu samstarfi við erlend söfn. Og nú þegar við höfum svona góða aðstöðu til sýningahalds þá höfum við getað fengið handritin heim, í heimsókn, til þess að sýna hér á sýningunni okkar. Og nú er Trektarbók komin til sýnis á Íslandi í fyrsta sinn,“ segir Haukur. Hann hvetur alla áhugasama til að heimsækja Eddu og sjá handritið með eigin augum, en þar verður Trektarbók til sýnis í þrjá mánuði. Hver er þessi Trekt? Haukur segir handritið merkilegt fyrir margar sakir, en ólíkt öðrum meginhandritum Snorra-Eddu er Trektarbók ekki skráð á skinn. „Trektarbók er skráð á pappír og er þannig kannski ekki við fyrstu sýn eitthvað sem maður gæti haldið að væri ómetanlegur fjársjóður miðaldabókmennta. En textinn sjálfur er svo forn og svo merkilegur að það er hún,“ segir Haukur. En hvaðan er nafnið Trektarbók tilkomið? Ólíkt því sem kannski mætti ætla þá hefur nafngiftin ekkert með áhaldið trekt að gera. „Þetta er Utrecht. Það er sú trekt, Utrecht í Hollandi, sem handritið ber nafn sitt af. Og efnið er sem sagt Edda Snorra Sturlusonar, Gylfaginning, Skáldskaparmál, Háttatal. Þetta er sem sagt það skipulag Snorra Eddu sem er talið upphaflegast,“ útskýrir Haukur.
Bókmenntir Menning Háskólar Íslensk fræði Handritasafn Árna Magnússonar Íslensk tunga Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira