Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2025 07:01 Ari Gísli Bragason og DJ Margeir, sameinaðir og sáttir í listinni. Gjáin milli mismunandi menningarheima verður brúuð með óhefðbundnum listgjörningi ljóðskálds og plötusnúðar við Klapparstíg á Menningarnótt. Söguleg sátt hefur náðst og óvæntur viðburður opnar MOMENT, Menningarnæturtónleika DJ Margeirs og Icelandair í ár. Í fyrra var loftið þungt í aðdraganda Menningarnætur. Ari Gísli Bragason, eigandi Bókarinnar og ljóðskáld að upplagi, gagnrýndi hátíðarhöldin, þar sem ekki hefði verið tekið nægilegt tillit til verslunarinnar við uppsetningu viðburðarins. Tónleikarnir hafa verið árlegur viðburður Menningarnætur í mörg þar sem tónlistin hefur hljómað og dansinn dunað, með tilheyrandi stemmningu og látum. Óhætt er að segja að menningarelítan hafi tekið undir með Ara Gísla og samfélagsmiðlar logað, þar sem hneykslast var á meintum yfirgangi DJ Margeirs. Plötusnúðurinn svaraði með innilegri afsökunarbeiðni, þar sem hann tók undir sjónarmið Ara Gísla og lofaði að slíkt myndi ekki endurtaka sig. Nú, ári síðar, er sviðsmyndin önnur. Traust sáttahönd hefur verið rétt fram og Ari Gísli tekur henni fagnandi. „Ég er nýr maður í dag, er byrjaður að reykja og búinn að missa 30 kíló,“ segir hann hlæjandi. „Ég hlakka mikið til og er er viss um að þetta gefi mér kraft til að sinna listagyðjunni betur á nýjan leik, eftir að hafa verið fangi hversdagslífsins um tíma.“ DJ Margeir fagnar því að Ari Gísli ætli sér að sinna listagyðjunni af meiri krafti en áður og hvetur hann aðra til þess að gera slíkt hið sama ásamt því að leggja leið sína í fornbókaverslunina til að styðja við rekstur hennar. „Máttur bókarinnar er mikill. Hún getur kveikt ljós þar sem áður var myrkur og látið ólíkar raddir finna sameiginlegan hljóm. Að sama skapi getur tónlistin, þó frumstæð sé, snert sálina á hátt sem orð ná aldrei til,“ segir Margeir. Gjörningurinn sjálfur Á sviðinu í upphafi viðburðarins í ár mun Ari Gísli lesa úr ljóðabókum sínum „Orð þagnarinnar“, „Í stjörnumyrkvi“ og „Hvítur himinn úr glugga“, með taktföstu undirspili frá DJ Margeiri. Og hver veit nema brot úr „New York“ fái einnig að hljóma, en síðastnefnda ljóðabókin er í uppáhaldi hjá mörgum enda hefur hún verið ófaánleg um lengri tíma. „Þegar bókmenntir og bassi mætast af virðingu, þá dansar menningin í takt,“ segir DJ Margeir um þennan óvænta sáttargjörning. Þrátt fyrir smá sviðsskrekk er Ari bjartsýnn. „Við æfum þetta saman, tökum rennsli. Ég held að ég verði bara spenntur þegar þar að kemur.“ Frítt er inn á viðburðinn í boði Icelandair. Um leið og ljóðalestri lýkur hefst Yoga Moves tími undir handleiðslu Tómasar Odds Eiríkssonar, sem hefur verið fastur liður viðburðarins frá upphafi. Metnaðarfullt eftirpartí Í ár verður einnig haldið sérstakt eftirpartí í Austurbæjarbíói þar sem guðfaðir house tónlistarinnar, Lil’ Louis kemur fram ásamt DJ Margeiri og fleiri góðum gestum. Lil’ Louis, sem kemur frá Chicago borg í Bandaríkjunum, er hvað þekktastur fyrir að hafa náð öðru sæti breska vinsældarlistans með laginu French Kiss, þrátt fyrir að lagið hafi verið sett á bannlista breska ríkisútvarpsins BBC. Forsalan í eftirpartíið er hafin þar sem menningin mun blómstra eitthvað fram eftir morgni. Salan gengur glimrandi vel að sögn tónleikahaldara. Menningarnótt Reykjavík Tónlist Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fleiri fréttir Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sjá meira
Í fyrra var loftið þungt í aðdraganda Menningarnætur. Ari Gísli Bragason, eigandi Bókarinnar og ljóðskáld að upplagi, gagnrýndi hátíðarhöldin, þar sem ekki hefði verið tekið nægilegt tillit til verslunarinnar við uppsetningu viðburðarins. Tónleikarnir hafa verið árlegur viðburður Menningarnætur í mörg þar sem tónlistin hefur hljómað og dansinn dunað, með tilheyrandi stemmningu og látum. Óhætt er að segja að menningarelítan hafi tekið undir með Ara Gísla og samfélagsmiðlar logað, þar sem hneykslast var á meintum yfirgangi DJ Margeirs. Plötusnúðurinn svaraði með innilegri afsökunarbeiðni, þar sem hann tók undir sjónarmið Ara Gísla og lofaði að slíkt myndi ekki endurtaka sig. Nú, ári síðar, er sviðsmyndin önnur. Traust sáttahönd hefur verið rétt fram og Ari Gísli tekur henni fagnandi. „Ég er nýr maður í dag, er byrjaður að reykja og búinn að missa 30 kíló,“ segir hann hlæjandi. „Ég hlakka mikið til og er er viss um að þetta gefi mér kraft til að sinna listagyðjunni betur á nýjan leik, eftir að hafa verið fangi hversdagslífsins um tíma.“ DJ Margeir fagnar því að Ari Gísli ætli sér að sinna listagyðjunni af meiri krafti en áður og hvetur hann aðra til þess að gera slíkt hið sama ásamt því að leggja leið sína í fornbókaverslunina til að styðja við rekstur hennar. „Máttur bókarinnar er mikill. Hún getur kveikt ljós þar sem áður var myrkur og látið ólíkar raddir finna sameiginlegan hljóm. Að sama skapi getur tónlistin, þó frumstæð sé, snert sálina á hátt sem orð ná aldrei til,“ segir Margeir. Gjörningurinn sjálfur Á sviðinu í upphafi viðburðarins í ár mun Ari Gísli lesa úr ljóðabókum sínum „Orð þagnarinnar“, „Í stjörnumyrkvi“ og „Hvítur himinn úr glugga“, með taktföstu undirspili frá DJ Margeiri. Og hver veit nema brot úr „New York“ fái einnig að hljóma, en síðastnefnda ljóðabókin er í uppáhaldi hjá mörgum enda hefur hún verið ófaánleg um lengri tíma. „Þegar bókmenntir og bassi mætast af virðingu, þá dansar menningin í takt,“ segir DJ Margeir um þennan óvænta sáttargjörning. Þrátt fyrir smá sviðsskrekk er Ari bjartsýnn. „Við æfum þetta saman, tökum rennsli. Ég held að ég verði bara spenntur þegar þar að kemur.“ Frítt er inn á viðburðinn í boði Icelandair. Um leið og ljóðalestri lýkur hefst Yoga Moves tími undir handleiðslu Tómasar Odds Eiríkssonar, sem hefur verið fastur liður viðburðarins frá upphafi. Metnaðarfullt eftirpartí Í ár verður einnig haldið sérstakt eftirpartí í Austurbæjarbíói þar sem guðfaðir house tónlistarinnar, Lil’ Louis kemur fram ásamt DJ Margeiri og fleiri góðum gestum. Lil’ Louis, sem kemur frá Chicago borg í Bandaríkjunum, er hvað þekktastur fyrir að hafa náð öðru sæti breska vinsældarlistans með laginu French Kiss, þrátt fyrir að lagið hafi verið sett á bannlista breska ríkisútvarpsins BBC. Forsalan í eftirpartíið er hafin þar sem menningin mun blómstra eitthvað fram eftir morgni. Salan gengur glimrandi vel að sögn tónleikahaldara.
Menningarnótt Reykjavík Tónlist Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fleiri fréttir Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sjá meira