Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2025 10:26 Málið varðar atvik sem áttu sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í apríl á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Karlmaður sem ákærður var fyrir manndráp fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að ráðast á hinn látna. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari staðfestir áfrýjun málsins í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Í málinu var litháískur karlmaður ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem var sögð hafa orðið til þess að Litái á fertugsaldri hlaut bana af. Hin meinta árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Litháanum var gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Fyrir vikið hefði hann hlotið margþætta áverka. Hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Mennirnir bjuggu í bústaðnum í vinstra horninu en unnu að þeim sem er í því hægra.Vísir/Vilhelm Eina beina ofbeldislýsingin í ákæru héraðssaksóknara var að hinn grunaði var sagður hafa slegið landa sinn tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Sú lýsing var frá árásarmanninum sem neitaði sök varðandi manndráp. Hann viðurkenndi þó að hafa einmitt löðrungað manninn tvisvar en ekkert meira en það. Héraðsdómur sagði ekki liggja fyrir beina sönnun þess að árás árásarmannsins hefði verið grófari eða ofsafengnari en sú sem hann viðurkenndi. Þá væri ósamræmi í framburði hans ekki þess eðlis að það veitti sönnun um að hann hefði valdið dauða landa síns. „Miðað við sönnunarfærslu, skýrslu réttarlækna og framburðar annars þeirra, orsakir andlátsins og hvernig verknaðarlýsingu ákæru er háttað yrði sakfelling samkvæmt því á grundvelli ákærunnar ekki að mati dómsins hafin yfir skynsamlegan vafa,“ segir í dómnum. Maðurinn var hins vegar sakfelldur fyrir minni háttar líkamsárás. Hæfileg refsing fyrir það var að mati dómsins tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Litið var til þess að maðurinn hafði ekki áður gerst sekur um brot hér á landi og vegna þess að hann játaði. Mennirnir voru allir við störf við byggingu sumarhúss í Grímsnesi. Málið kemur nú til kasta Landsréttar. Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari staðfestir áfrýjun málsins í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Í málinu var litháískur karlmaður ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem var sögð hafa orðið til þess að Litái á fertugsaldri hlaut bana af. Hin meinta árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Litháanum var gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Fyrir vikið hefði hann hlotið margþætta áverka. Hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Mennirnir bjuggu í bústaðnum í vinstra horninu en unnu að þeim sem er í því hægra.Vísir/Vilhelm Eina beina ofbeldislýsingin í ákæru héraðssaksóknara var að hinn grunaði var sagður hafa slegið landa sinn tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Sú lýsing var frá árásarmanninum sem neitaði sök varðandi manndráp. Hann viðurkenndi þó að hafa einmitt löðrungað manninn tvisvar en ekkert meira en það. Héraðsdómur sagði ekki liggja fyrir beina sönnun þess að árás árásarmannsins hefði verið grófari eða ofsafengnari en sú sem hann viðurkenndi. Þá væri ósamræmi í framburði hans ekki þess eðlis að það veitti sönnun um að hann hefði valdið dauða landa síns. „Miðað við sönnunarfærslu, skýrslu réttarlækna og framburðar annars þeirra, orsakir andlátsins og hvernig verknaðarlýsingu ákæru er háttað yrði sakfelling samkvæmt því á grundvelli ákærunnar ekki að mati dómsins hafin yfir skynsamlegan vafa,“ segir í dómnum. Maðurinn var hins vegar sakfelldur fyrir minni háttar líkamsárás. Hæfileg refsing fyrir það var að mati dómsins tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Litið var til þess að maðurinn hafði ekki áður gerst sekur um brot hér á landi og vegna þess að hann játaði. Mennirnir voru allir við störf við byggingu sumarhúss í Grímsnesi. Málið kemur nú til kasta Landsréttar.
Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira