Innlent

Ó­venju­leg á­kvörðun, hol­skefla kvartana og ó­kyrrð

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Þjóðvarðliðar verða sendir út á götur Washington í Bandaríkjunum og löggæsla í borginni færð undir alríkisstjórn. Bandaríkjaforseti kynnti þessa óvenjulegu ráðstöfun á blaðamannafundi í dag. Sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum mætir í myndver og fer yfir málið í kvöldfréttum Sýnar.

Ekki líður dagur án þess að Neytendastofu berist kvartanir vegna bílastæðamála, þrátt fyrir að hafa sektað nokkur fyrirtæki og birt ákvarðanir. Við ræðum við forstjórann sem segir landslagið gjörbreytt frá því sem var og útlit fyrir að vandinn sé að aukast.

Um fimm þúsund tilfelli alvarlegrar ókyrrðar í flugferðum eru tilkynnt árlega á heimsvísu og búist er við að þeim gæti fjölgað á næstu árum vegna loftslagsbreytinga. Við ræðum málið við flugrekstrarstjóra Icelandair.

Formaður Blaðamannafélags Íslands hefur sent forsætisráðherra og utanríkisráðherra bréf þar sem árás Ísraelshers á fjölmiðlamenn á Gasa er fordæmd og ráðherrarnir hvattir til þess að grípa til aðgerða. Við ræðum við Sigríði Dögg Auðunsdóttur í beinni útsendingu.

Þá heyrum við í formönnum POTS-samtakanna sem óttast áhrif þess að hætt verði að niðurgreiða vökvagjöf til sjúklinga, skoðum nýjustu sundlaug landsins og förum yfir botnbáráttuna í Bestu deildinni. Í Íslandi í dag hittum við deildarstjóra í Húsdýragarðinum sem hefur meðal annars kennt ketti hundatrix.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×